Fótbolti

Albert í liði ársins hjá töl­fræði­veitunni Opta

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Tölfræðiveitan Opta telur Albert með betri leikmönnum Serie A á nýafstöðnu tímabili.
Tölfræðiveitan Opta telur Albert með betri leikmönnum Serie A á nýafstöðnu tímabili. Image Photo Agency/Getty Images

Tölfræðiveitan Opta Stats hefur valið Albert Guðmundsson í lið ársins í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í fótbolta.

Albert lék einkar vel með nýliðum Genoa á liðinni leiktíð. Hann skoraði 14 mörk í 35 deildarleikjum og gaf fjórar stoðsendingar.

Alberti er stillt upp vinstra megin í þriggja manna framlínu í 3-4-3 leikkerfi. Er hann í liðinu ásamt leikmönnum á borð við:

  • Alessandro Bastoni (Inter)
  • Bremer (Juventus)
  • Federico Dimarco (Inter)
  • Teun Koopmeiners (Atalanta)
  • Hakan Çalhanoğlu (Inter)
  • Christian Pulisic (AC Milan)
  • Lautaro Martínez (Inter)

Inter vann Serie A með miklum yfirburðum, Atalanta vann Evrópudeildina og Fiorentina mætir Olympiacos í úrslitum Sambandsdeildar Evrópu á morgun, miðvikudag. Genoa endaði í 11. sæti.


Tengdar fréttir

Albert Guðmundsson verður ákærður fyrir kynferðisbrot

Ríkissaksóknari hefur fellt ákvörðun héraðssaksóknara í máli Alberts Guðmundssonar, leikmanns Genóa í knattspyrnu, úr gildi og lagt fyrir héraðssaksóknara að höfða sakamál á hendur honum. Hann verður því ákærður fyrir kynferðisbrot. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×