„Hvers konar „motherfucking“ óþverri væri þessi guð ef hann er til“ Jakob Bjarnar skrifar 13. maí 2024 10:14 Kári segir fjölmiðla orðna svo veiklulega að einskis sé að vænta þaðan. Ef blaðamannastéttin væri eins og hún var fyrir þrjátíu árum væri þetta stórt mál, vopnakaup íslenskra ráðamanna. vísir/ívar fannar Kári Stefánsson segist ekkert botna í því að íslensk stjórnvöld hafi tekið þátt í vopnakaupum fyrir Úkraínu. Kári, sem gestur í nýjasta í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar, og dregur ekki af sér frekar en fyrri daginn. Hann segir að allir eigi að leggja sín lóð á vogarskálarnar til þess að stríðsrekstri sé hætt og að það sé nákvæmlega ekkert sem réttlæti dráp á börnum og ungmennum. „Það eru til örlög sem eru verri en dauðinn, en það er ekki ásættanlegt að fleiri og fleiri ungir Úkraínumenn og Rússar deyi í þessu stríði árið 2024. Og mér finnst það dapurlegt þegar íslenska ríkið fer að styðja Úkraínumenn með því að hjálpa þeim að kaupa skotfæri. Kári segir ekkert réttlæta dráp á 17 þúsund börnum. Og sú skoðun verði ekki hengd á meint gyðingahatur.vísir/steingrímur dúi Mér finnst það brjóta í bága við það friðsemdarprinsip sem við höfum haldið í í gegnum árin. Það er hægt að styðja við Úkraínumenn með svo mörgum öðrum leiðum. Fólk fellur í þá gryfju að flokka þetta eftir flokkspólitík og hægri og vinstri, en við verðum að hefja okkur yfir það. Það að Ísland taki þátt í stríði með þessum hætti stangast á við rótgrónar hugmyndir um að við eigum ekki að vera með með her eða taka þátt í stríðsrekstri,“ segir Kári. Fárveikir fjölmiðlar hjálpa ekki upp á sakirnar Veikir fjölmiðar eru meðal annars því um að kenna að stjórnvöld eru farin að kaupa vopn. „Ein af ástæðum þess að það vakti ekki meiri athygli og hneykslan að við værum að taka þátt í vopnakaupum er að fjölmiðlarnir á Íslandi eru orðnir svo veikir. Við erum með eitt dagblað og lítið af sterkum ljósvakamiðlum. Blaðamannastéttin er orðin fámenn. Ef við værum með sömu fjölmiðlaflóru og við vorum með fyrir 30 árum hefði þetta orðið mjög stórt mál.” Kári segir að stríðið í Úkraínu og svo það sem er að gerast á Gaza haldi fyrir sér vöku og að það sé ekkert sem réttlæti svo mikið dráp á fólki og ekki síst börnum: „Svo byrjar annað stríð sem er jafnvel enn furðulegra og enn ógeðfelldara í mínum huga. Það byrjar auðvitað með gífurlega ógeðfelldri árás Hamas á Ísrael sem var ógeðsleg á takmarkalausan máta. Það er erfitt að ímynda sér það hugarástand sem þeir eru í sem fremja slíka árás.“ Ekkert réttlætir dráp á 17 þúsund börnum En svo bregðast Ísraelsmenn við með því að taka þá ákvörðun að þeir ætli að drepa alla Hamas-liða, sama hvað það kostar. „Ef við horfum til þess hvað það hefur kostað í dag, þá eru þeir búnir að drepa svona 17 þúsund börn. Og það er ekkert til í heiminum sem réttlætir það að drepa 17 þúsund börn. Ég tek það fram að margir af mínum bestu vinum eru gyðingar og gyðingar eru á margan hátt mitt uppáhaldsfólk. En það er nákvæmlega ekkert sem réttlætir þessar aðgerðir. Það er bara bull að Ísland standi ekki af fullum þunga á bakvið það að gerð sé krafa um vopnahlé strax. Við verðum að kalla eftir vopnahléi í stríði sem er að valda dauða þúsunda barna. Við getum ekki flokkað svona hluti eftir pólitískum línum.“ Þegar Sölvi spyr Kára út í hergagnaiðnaðinn og hvort það séu ekki öfl sem hreinlega vilji þessi stríð og vilji halda þeim sem lengst segist hann vissulega sammála því að hergagnaiðnaðurinn reyni að hafa áhrif. En hann vill ekki trúa því að stjórnvöld í Bandaríkjunum séu undir hælnum á þeim iðnaði: „Ég er ekki í nokkrum vafa um að hergagnaiðnaðurinn hefur reynt að hafa mikil áhrif á þetta og það er engin spurning um að hergagnaiðnaðurinn fitnar eins og púkinn á fjósbitanum í öllum þessum stríðum. En ég held innst inni að það geti ekki verið rétt að stjórnvöld í Bandaríkjunum séu að reyna að ýta undir þessi átök. Ég vil ekki trúa því að Bandaríkjunum sé stjórnað af fólki sem vill að þessir hræðilegu hlutir séu að gerast.” Guð ekki til - sem betur fer Í þættinum er farið um víðan völl, þeir Kári og Sölvi ræða einnig um skort á kærleika í samfélaginu. „Ég átta mig ekki á því hvernig það átti sér stað að kærleikurinn fór að hverfa úr samfélaginu. Meira að segja innan þjóðkirkjunnar eru menn að berja hvor á öðrum af mikilli grimmd,“ segir Kári og talið berst að guði og trúarbrögðum. „Kannski er þetta eðlilegt ef við horfum á það þannig að kirkjan byggi á kristinni trú, sem byggir á því að það sé til almáttugur guð. Ef hann væri til, hvað er að honum? Hvers konar „motherfucking“ óþverri væri þessi guð ef hann er til. Að láta börn í tugþúsundavís deyja á Gaza.“ En Guð er ekki til að mati Kára og hann þakka sínu sæla fyrir það. „Annars væri þetta óheft helvíti. Það er enginn annar guð til í þessu lífi en sá guð sem lifir inni í sjálfum þér. Mín endurholdgun liggur bara í börnunum mínum. Það er engin önnur endurholdgun til. Sálin heldur áfram í afkvæmunum og þú ert hluti af þeirri hópsál. Mannskepnan er ekkert öðruvísi en aðrar skepnur þessarar jarðar. Við fæðumst og svo deyjum við og okkar tími er afskaplega takmarkaður. Og það er bara fínt.” Orðinn heimilislæknir fyrir fjölda Pólverja Kári segist ósáttur við vinstri stjórnmálaöfl á Íslandi, sem hann segir hafa brugðist hlutverki sínu. Að berjast fyrir þá sem minnst mega sín: „Við erum ekki að tala almennilega máli þeirra sem minna mega sín í samfélaginu. Vinstri flokkarnir eru hættir að vera rödd þeirra sem þeir eiga að berjast fyrir. Það er kominn tími til að búa til nýtt stjórnmálaafl sem raunverulega berst fyrir þeim sem minna mega sín. Og hvaða fólk er það? Meðal annars 25 þúsund Pólverjar. Hvað á það að þýða að hunsa þá eins og við gerum. Fjölmiðlar sýna þessum hópi og þeirra menningu nánast engan áhuga.“ Kári segir Guð ekki til enda, ef svo væri, hvresk konar óþverri er sá sem lætur 17 þúsund saklaus börn falla í árásum Ísraelsmanna?vísir/vilhelm Kári þekkir þetta á eigin skinni. Hann fer nánast daglega í ræktina uppi í Ögurhvarfi og þar eru þeir sem fæddumst á Íslandi í minnihluta. „Þar koma mjög reglulega til mín menn sem leita til mín af því að þeir fá ekki heilbrigðisþjónustu. Ég hef endað á því að verða heimilislæknir fyrir stóran hóp Pólverja sem æfa í World Class í Ögurhvarfi. Við verðum að sinna þessu fólki almennilega og gera miklu miklu betur.“ Vindhögg að reyna að berjast við enskuna Eins og áður segir flækist umræðan um víðan völl. Íslensk tunga kemur að sjálfsögðu við sögu en Kári telur tilgangslaust að reyna að stemma stigu við notkun ensku. „Fólk hefur áhyggjur af því að tungumál barnanna okkar sé orðið of enskuskotið og fær kvíðakast yfir því. Mín afstaða er eftirfarandi. Við lifum á tímum þar sem bæði börn og fullorðnir í okkar landi lifa í tveimur heimum. Annars vegar á internetinu og hins vegar í raunverulegu lífi. Tungumálið á internetinu er enska. Þar tekst íslenskt fólk á við alþjóðlegan heim og sýnir ef það hefur eitthvað fram að færa.“ Kári telur gífurlega mikilvægt að börn séu ekki lött til að nota ensku, af því ef það verður gert verða þau alveg ,,lost” í netheimum. „Þetta er heimur sem heldur áfram að vera til og enska gegnir núna því hlutverki sem Esperanto átti að gegna á sínum tíma. Leiðin til að varðveita íslenskuna er að hugsa um hana eins og gersemi inni í stofu hjá okkur. Við eigum að ætlast til þess að þegar menn noti hana þá geri þeir það rétt, en við eigum ekki að krefjast þess að það sé verið að nota hana þegar það á ekki við.“ Hægt er að nálgast viðtalið við Kára og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is Samfélagsmiðlar Podcast með Sölva Tryggva Átök í Ísrael og Palestínu Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Fjölmiðlar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fleiri fréttir Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Sjá meira
Kári, sem gestur í nýjasta í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar, og dregur ekki af sér frekar en fyrri daginn. Hann segir að allir eigi að leggja sín lóð á vogarskálarnar til þess að stríðsrekstri sé hætt og að það sé nákvæmlega ekkert sem réttlæti dráp á börnum og ungmennum. „Það eru til örlög sem eru verri en dauðinn, en það er ekki ásættanlegt að fleiri og fleiri ungir Úkraínumenn og Rússar deyi í þessu stríði árið 2024. Og mér finnst það dapurlegt þegar íslenska ríkið fer að styðja Úkraínumenn með því að hjálpa þeim að kaupa skotfæri. Kári segir ekkert réttlæta dráp á 17 þúsund börnum. Og sú skoðun verði ekki hengd á meint gyðingahatur.vísir/steingrímur dúi Mér finnst það brjóta í bága við það friðsemdarprinsip sem við höfum haldið í í gegnum árin. Það er hægt að styðja við Úkraínumenn með svo mörgum öðrum leiðum. Fólk fellur í þá gryfju að flokka þetta eftir flokkspólitík og hægri og vinstri, en við verðum að hefja okkur yfir það. Það að Ísland taki þátt í stríði með þessum hætti stangast á við rótgrónar hugmyndir um að við eigum ekki að vera með með her eða taka þátt í stríðsrekstri,“ segir Kári. Fárveikir fjölmiðlar hjálpa ekki upp á sakirnar Veikir fjölmiðar eru meðal annars því um að kenna að stjórnvöld eru farin að kaupa vopn. „Ein af ástæðum þess að það vakti ekki meiri athygli og hneykslan að við værum að taka þátt í vopnakaupum er að fjölmiðlarnir á Íslandi eru orðnir svo veikir. Við erum með eitt dagblað og lítið af sterkum ljósvakamiðlum. Blaðamannastéttin er orðin fámenn. Ef við værum með sömu fjölmiðlaflóru og við vorum með fyrir 30 árum hefði þetta orðið mjög stórt mál.” Kári segir að stríðið í Úkraínu og svo það sem er að gerast á Gaza haldi fyrir sér vöku og að það sé ekkert sem réttlæti svo mikið dráp á fólki og ekki síst börnum: „Svo byrjar annað stríð sem er jafnvel enn furðulegra og enn ógeðfelldara í mínum huga. Það byrjar auðvitað með gífurlega ógeðfelldri árás Hamas á Ísrael sem var ógeðsleg á takmarkalausan máta. Það er erfitt að ímynda sér það hugarástand sem þeir eru í sem fremja slíka árás.“ Ekkert réttlætir dráp á 17 þúsund börnum En svo bregðast Ísraelsmenn við með því að taka þá ákvörðun að þeir ætli að drepa alla Hamas-liða, sama hvað það kostar. „Ef við horfum til þess hvað það hefur kostað í dag, þá eru þeir búnir að drepa svona 17 þúsund börn. Og það er ekkert til í heiminum sem réttlætir það að drepa 17 þúsund börn. Ég tek það fram að margir af mínum bestu vinum eru gyðingar og gyðingar eru á margan hátt mitt uppáhaldsfólk. En það er nákvæmlega ekkert sem réttlætir þessar aðgerðir. Það er bara bull að Ísland standi ekki af fullum þunga á bakvið það að gerð sé krafa um vopnahlé strax. Við verðum að kalla eftir vopnahléi í stríði sem er að valda dauða þúsunda barna. Við getum ekki flokkað svona hluti eftir pólitískum línum.“ Þegar Sölvi spyr Kára út í hergagnaiðnaðinn og hvort það séu ekki öfl sem hreinlega vilji þessi stríð og vilji halda þeim sem lengst segist hann vissulega sammála því að hergagnaiðnaðurinn reyni að hafa áhrif. En hann vill ekki trúa því að stjórnvöld í Bandaríkjunum séu undir hælnum á þeim iðnaði: „Ég er ekki í nokkrum vafa um að hergagnaiðnaðurinn hefur reynt að hafa mikil áhrif á þetta og það er engin spurning um að hergagnaiðnaðurinn fitnar eins og púkinn á fjósbitanum í öllum þessum stríðum. En ég held innst inni að það geti ekki verið rétt að stjórnvöld í Bandaríkjunum séu að reyna að ýta undir þessi átök. Ég vil ekki trúa því að Bandaríkjunum sé stjórnað af fólki sem vill að þessir hræðilegu hlutir séu að gerast.” Guð ekki til - sem betur fer Í þættinum er farið um víðan völl, þeir Kári og Sölvi ræða einnig um skort á kærleika í samfélaginu. „Ég átta mig ekki á því hvernig það átti sér stað að kærleikurinn fór að hverfa úr samfélaginu. Meira að segja innan þjóðkirkjunnar eru menn að berja hvor á öðrum af mikilli grimmd,“ segir Kári og talið berst að guði og trúarbrögðum. „Kannski er þetta eðlilegt ef við horfum á það þannig að kirkjan byggi á kristinni trú, sem byggir á því að það sé til almáttugur guð. Ef hann væri til, hvað er að honum? Hvers konar „motherfucking“ óþverri væri þessi guð ef hann er til. Að láta börn í tugþúsundavís deyja á Gaza.“ En Guð er ekki til að mati Kára og hann þakka sínu sæla fyrir það. „Annars væri þetta óheft helvíti. Það er enginn annar guð til í þessu lífi en sá guð sem lifir inni í sjálfum þér. Mín endurholdgun liggur bara í börnunum mínum. Það er engin önnur endurholdgun til. Sálin heldur áfram í afkvæmunum og þú ert hluti af þeirri hópsál. Mannskepnan er ekkert öðruvísi en aðrar skepnur þessarar jarðar. Við fæðumst og svo deyjum við og okkar tími er afskaplega takmarkaður. Og það er bara fínt.” Orðinn heimilislæknir fyrir fjölda Pólverja Kári segist ósáttur við vinstri stjórnmálaöfl á Íslandi, sem hann segir hafa brugðist hlutverki sínu. Að berjast fyrir þá sem minnst mega sín: „Við erum ekki að tala almennilega máli þeirra sem minna mega sín í samfélaginu. Vinstri flokkarnir eru hættir að vera rödd þeirra sem þeir eiga að berjast fyrir. Það er kominn tími til að búa til nýtt stjórnmálaafl sem raunverulega berst fyrir þeim sem minna mega sín. Og hvaða fólk er það? Meðal annars 25 þúsund Pólverjar. Hvað á það að þýða að hunsa þá eins og við gerum. Fjölmiðlar sýna þessum hópi og þeirra menningu nánast engan áhuga.“ Kári segir Guð ekki til enda, ef svo væri, hvresk konar óþverri er sá sem lætur 17 þúsund saklaus börn falla í árásum Ísraelsmanna?vísir/vilhelm Kári þekkir þetta á eigin skinni. Hann fer nánast daglega í ræktina uppi í Ögurhvarfi og þar eru þeir sem fæddumst á Íslandi í minnihluta. „Þar koma mjög reglulega til mín menn sem leita til mín af því að þeir fá ekki heilbrigðisþjónustu. Ég hef endað á því að verða heimilislæknir fyrir stóran hóp Pólverja sem æfa í World Class í Ögurhvarfi. Við verðum að sinna þessu fólki almennilega og gera miklu miklu betur.“ Vindhögg að reyna að berjast við enskuna Eins og áður segir flækist umræðan um víðan völl. Íslensk tunga kemur að sjálfsögðu við sögu en Kári telur tilgangslaust að reyna að stemma stigu við notkun ensku. „Fólk hefur áhyggjur af því að tungumál barnanna okkar sé orðið of enskuskotið og fær kvíðakast yfir því. Mín afstaða er eftirfarandi. Við lifum á tímum þar sem bæði börn og fullorðnir í okkar landi lifa í tveimur heimum. Annars vegar á internetinu og hins vegar í raunverulegu lífi. Tungumálið á internetinu er enska. Þar tekst íslenskt fólk á við alþjóðlegan heim og sýnir ef það hefur eitthvað fram að færa.“ Kári telur gífurlega mikilvægt að börn séu ekki lött til að nota ensku, af því ef það verður gert verða þau alveg ,,lost” í netheimum. „Þetta er heimur sem heldur áfram að vera til og enska gegnir núna því hlutverki sem Esperanto átti að gegna á sínum tíma. Leiðin til að varðveita íslenskuna er að hugsa um hana eins og gersemi inni í stofu hjá okkur. Við eigum að ætlast til þess að þegar menn noti hana þá geri þeir það rétt, en við eigum ekki að krefjast þess að það sé verið að nota hana þegar það á ekki við.“ Hægt er að nálgast viðtalið við Kára og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is
Samfélagsmiðlar Podcast með Sölva Tryggva Átök í Ísrael og Palestínu Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Fjölmiðlar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fleiri fréttir Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Sjá meira