Á barmi gjaldþrots og Ásdís gæti misst fríar máltíðir Sindri Sverrisson skrifar 22. apríl 2024 16:48 Staðan er slæm hjá kvennaliði Lilleström í Noregi. lsk-kvinner.no Kvennalið Lilleström í fótbolta rambar á barmi gjaldþrots en norska félagið hefur gripið til alvarlegra aðgerða til að koma í veg fyrir að gjaldþrot verði niðurstaðan. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Lilleström sendi frá sér í dag. Einn íslenskur leikmaður er á mála hjá liðinu, sem leikur í efstu deild Noregs og varð í 3. sæti í fyrra, en það er Ásdís Karen Halldórsdóttir sem kom frá meistaraliði Vals í vetur. Nú þegar hefur Lilleström sagt upp hluta samnings við nánast allt starfsfólk sitt, fyrir utan leikmenn. Stjórn félagsins mun nú starfa á heimaskrifstofu, æfingatímum verður fækkað í LSK-höllinni og til greina kemur að hætta með máltíðir fyrir leikmenn. Í yfirlýsingu Lilleström segir ljóst að aðgerðirnar séu krefjandi fyrir alla sem að félaginu komi, en að þær séu nauðsynlegar til að vernda félagið. Ásdís Karen Halldórsdóttir kom til Noregs frá meisturum Vals í vetur.Vísir/Diego Carl-Erik Torp er sérfræðingur NRK um norsku úrvalsdeildina og hann segir fréttirnar sorglegar: „Þetta segir allt sem þarf að segja um áskoranirnar í fótbolta kvenna. Það er erfitt að reka félag á hæsta stigi.“ Torp gagnrýnir að staðan skuli hafa fengið að verða svo alvarleg að til greina komi að svipta leikmenn máltíðum. „Þau neyðast til að gera þetta og eiga ekki aðra kosti. Þá þarf að skera niður alls staðar. Þetta er grafalvarleg staða, en ekki staða sem var bara allt í einu að koma í ljós.“ Ásdís Karen hefur skorað eitt mark í fyrstu fjórum leikjum sínum með Lilleström en liðið hefur unnið báða heimaleiki sína og tapað báðum útileikjum sínum til þessa. Næst mætir liðið Åsane á heimavelli um næstu helgi. Norski boltinn Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Lilleström sendi frá sér í dag. Einn íslenskur leikmaður er á mála hjá liðinu, sem leikur í efstu deild Noregs og varð í 3. sæti í fyrra, en það er Ásdís Karen Halldórsdóttir sem kom frá meistaraliði Vals í vetur. Nú þegar hefur Lilleström sagt upp hluta samnings við nánast allt starfsfólk sitt, fyrir utan leikmenn. Stjórn félagsins mun nú starfa á heimaskrifstofu, æfingatímum verður fækkað í LSK-höllinni og til greina kemur að hætta með máltíðir fyrir leikmenn. Í yfirlýsingu Lilleström segir ljóst að aðgerðirnar séu krefjandi fyrir alla sem að félaginu komi, en að þær séu nauðsynlegar til að vernda félagið. Ásdís Karen Halldórsdóttir kom til Noregs frá meisturum Vals í vetur.Vísir/Diego Carl-Erik Torp er sérfræðingur NRK um norsku úrvalsdeildina og hann segir fréttirnar sorglegar: „Þetta segir allt sem þarf að segja um áskoranirnar í fótbolta kvenna. Það er erfitt að reka félag á hæsta stigi.“ Torp gagnrýnir að staðan skuli hafa fengið að verða svo alvarleg að til greina komi að svipta leikmenn máltíðum. „Þau neyðast til að gera þetta og eiga ekki aðra kosti. Þá þarf að skera niður alls staðar. Þetta er grafalvarleg staða, en ekki staða sem var bara allt í einu að koma í ljós.“ Ásdís Karen hefur skorað eitt mark í fyrstu fjórum leikjum sínum með Lilleström en liðið hefur unnið báða heimaleiki sína og tapað báðum útileikjum sínum til þessa. Næst mætir liðið Åsane á heimavelli um næstu helgi.
Norski boltinn Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira