Innlent

Kviknaði í raf­hlaupa­hjóli í Breið­holti

Kjartan Kjartansson skrifar
Töluverðan reyk lagði frá eldinum sem kviknaði í rafhlaupahjólinu í Bökkunum í Breiðholti.
Töluverðan reyk lagði frá eldinum sem kviknaði í rafhlaupahjólinu í Bökkunum í Breiðholti. Vísir

Eldur kviknaði í rafhlaupahjóli í sameign í blokk í Bakkahverfi í Breiðholti nú í kvöld. Mikill reykur hlaust af brunanum og þurftu slökkviliðsmenn að reykræsta sameignina.

Slökkviliðið lauk störfum nú á áttunda tímanum í kvöld. Davíð Friðjónsson, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, segir að eldurinn hafi verið bundinn við hjólið en reykurinn hafi verið mikill.

Eld í rafhlaupahjólum segir Davíð merki um að tekið sé að vora. Þegar kviknar í rafhlaupahjólum tengist það almennt hleðslu. Því segir Davíð að slökkviliðið brýni fyrir eigendum þeirra að hlaða ekki hjólin á nóttunni og ekki inni á heimilum.

Töluvert viðbragð var vegna eldsins og voru nokkrir dælu- og sjúkrabílar sendir á staðinn.Vísir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×