Segist ekki muna eftir atburðunum Jón Þór Stefánsson skrifar 25. janúar 2025 14:28 Málið varðar árás sem átti sér stað á Vopnafirði. Vísir/Vilhelm Karlmaður á sextugsaldri sem er ákærður fyrir tilraun til manndráps, með því að ráðsast á fyrrverandi sambýliskonu sína á Vopnafirði, sagðist ekki muna eftir atvikinu sem málið varðar þegar það var þingfest í Héraðsdómi Austurlands í vikunni. Hann neitaði sök, og til vara fór lögmaður hans fram á að honum yrði ekki refsað þar sem hann hafi ekki stjórnað gjörðum sínum. Þetta kemur fram á vef Austurfrétta. Þar er haft eftir manninum að konan hafi verið í skemmu að henda út verkfærunum hans og hún gefið honum fingurinn. Að hans sögn ætti það að geta sést í öryggismyndavélum. Hann hafi svo farið inn í skemmuna og þau rifist, og hún hótað honum að meina honum aðgengi við börn þeirra og ýtt harkalega við honum. Maðurinn sagðist hafa orðið reiður en hann myndi ekki meira. Honum er gefið að sök að hafa reynt að svipta konuna lífi, en hann er grunaður um að ráðast á hana með hættulegu verkfæri. Í greinargerð saksóknara segir að maðurinn sé sterklega grunaður um að ráðast á konuna með járnkarli eða rúllubaggateini, og reyna að stinga hana í kviðinn og kyrkja með járnkarlinum í október á síðasta ári. Málið varðar í raun fleiri meint brot mannsins sem er líka ákærður fyrir annað brot gegn konunni sem mun hafa átt sér stað þremur dögum áður. Þar er honum gefið að sök að hafa áreitt hana kynferðislega. Maðurinn er einnig grunaður um vopnalagabrot og aðra árás sem beindist að öðrum manni. Samkvæmt Austurfrétt neitar maðurinn einnig sök í þeim málum. Brotaþoli málsins, Hafdís Bára Óskarsdóttir, steig fram og tjáði sig um málið í Kastljósi í desember. Þar greindi hún frá tveimur árásum af hálfu mannsins. Sú fyrri mun hafa átt sér stað þann 13. október síðastliðinn og í kjölfarið hafi verið óskað eftir nálgunarbann á hendur manninum, en því hafnað. Þremur dögum seinna hafi hann ráðist á hana með járnkarlinum. „Hann nær að hrinda mér í gólfið og sest ofan á mig og setur járnkarlinn yfir hálsinn á mér og þrýstir bara,“ sagði Hafdís Bára í viðtalinu. „Ég man að ég segi við hann, þú veist þú ert að drepa mig. Þá sagði hann svo blákalt; já ég ætla að drepa þig.“ Maðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald þangað til í febrúar. Hann fór fram á að þeim úrskurði yrði breytt þannig að hann yrði frekar vistaður á sjúkrahúsi eða viðeigandi stofnun í stað þess að sæta gæsluvarðhaldi. Landsréttur staðfesti hins vegar niðurstöðu héraðsdóms um að hann skyldi sæta gæsluvarðhaldi þar sem fram hafði komið að fylgst væri með heilsufari hans af heilbrigðisstarfsfólki á meðan hann sætti varðhaldi. Ofbeldi á Vopnafirði Dómsmál Vopnafjörður Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Austurfrétta. Þar er haft eftir manninum að konan hafi verið í skemmu að henda út verkfærunum hans og hún gefið honum fingurinn. Að hans sögn ætti það að geta sést í öryggismyndavélum. Hann hafi svo farið inn í skemmuna og þau rifist, og hún hótað honum að meina honum aðgengi við börn þeirra og ýtt harkalega við honum. Maðurinn sagðist hafa orðið reiður en hann myndi ekki meira. Honum er gefið að sök að hafa reynt að svipta konuna lífi, en hann er grunaður um að ráðast á hana með hættulegu verkfæri. Í greinargerð saksóknara segir að maðurinn sé sterklega grunaður um að ráðast á konuna með járnkarli eða rúllubaggateini, og reyna að stinga hana í kviðinn og kyrkja með járnkarlinum í október á síðasta ári. Málið varðar í raun fleiri meint brot mannsins sem er líka ákærður fyrir annað brot gegn konunni sem mun hafa átt sér stað þremur dögum áður. Þar er honum gefið að sök að hafa áreitt hana kynferðislega. Maðurinn er einnig grunaður um vopnalagabrot og aðra árás sem beindist að öðrum manni. Samkvæmt Austurfrétt neitar maðurinn einnig sök í þeim málum. Brotaþoli málsins, Hafdís Bára Óskarsdóttir, steig fram og tjáði sig um málið í Kastljósi í desember. Þar greindi hún frá tveimur árásum af hálfu mannsins. Sú fyrri mun hafa átt sér stað þann 13. október síðastliðinn og í kjölfarið hafi verið óskað eftir nálgunarbann á hendur manninum, en því hafnað. Þremur dögum seinna hafi hann ráðist á hana með járnkarlinum. „Hann nær að hrinda mér í gólfið og sest ofan á mig og setur járnkarlinn yfir hálsinn á mér og þrýstir bara,“ sagði Hafdís Bára í viðtalinu. „Ég man að ég segi við hann, þú veist þú ert að drepa mig. Þá sagði hann svo blákalt; já ég ætla að drepa þig.“ Maðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald þangað til í febrúar. Hann fór fram á að þeim úrskurði yrði breytt þannig að hann yrði frekar vistaður á sjúkrahúsi eða viðeigandi stofnun í stað þess að sæta gæsluvarðhaldi. Landsréttur staðfesti hins vegar niðurstöðu héraðsdóms um að hann skyldi sæta gæsluvarðhaldi þar sem fram hafði komið að fylgst væri með heilsufari hans af heilbrigðisstarfsfólki á meðan hann sætti varðhaldi.
Ofbeldi á Vopnafirði Dómsmál Vopnafjörður Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira