Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Bjarki Sigurðsson skrifar 25. janúar 2025 23:02 Ragnar Auðun Árnason er framkvæmdastjóri Vinstri grænna. Vinstri græn Framtíðin verður að leiða í ljós hvað verður um Vinstri græn og raunar vinstrið í heild sinni að sögn framkvæmdastjóra flokksins. Flokkurinn fær engin fjárframlög frá ríkinu þetta kjörtímabilið. Bæði Píratar og Vinstri grænir duttu af þingi í kosningunum í lok nóvember. Vinstri græn höfðu verið á þingi frá stofnun flokksins árið 1999 og Píratar frá árinu 2013. Þegar flokkarnir voru hvað stærstir voru VG með fjórtán þingmenn og Píratar tíu. Fulltrúar VG á sveitarstjórnarstigi eru níu og Píratar eiga þrjá. Nú taka við öðruvísi tímar hjá flokkunum tveimur, sérstaklega Vinstri grænum, sem fengu einungis 2,4 prósent atkvæða í þingkosningunum og eiga því ekki rétt á úthlutun fjár úr ríkissjóði til stjórnmálasamtaka. Næstu skref flokksins verða ákveðin á flokksráðsfundi 22. febrúar. „Við erum að horfa fram á veruleika þar sem við erum að færa okkur yfir í að vera meiri grasrótarsamtök en við höfum verið undanfarin ár. Hver nákvæm framtíð hreyfingarinnar er verða almennir félagar að ákveða á þessum flokksráðsfundi og næstu fundum eftir það,“ segir Ragnar Auðun Árnason, framkvæmdastjóri Vinstri grænna. Svandís Svavarsdóttir er formaður Vinstri grænna. Vísir/vilhelm Sem stendur eru þrír starfsmenn á launum hjá flokknum. Ljóst er að seinna á árinu verði þeir núll og bróðurpartur starfsins fari fram í sjálfboðaliðavinnu. Það hafi verið ákveðið áfall fyrir flokkinn að vera undir tveimur og hálfu prósenti. „Ég held að það sé ákveðin depurð, sjokk, en líka smá spenningur um hvað gerist næst,“ segir Ragnar. „Ég held að framtíðin verði að leiða það í ljós hvað verður bæði um hreyfinguna og vinstrið á Íslandi.“ Vinstri græn Píratar Alþingi Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Sjá meira
Bæði Píratar og Vinstri grænir duttu af þingi í kosningunum í lok nóvember. Vinstri græn höfðu verið á þingi frá stofnun flokksins árið 1999 og Píratar frá árinu 2013. Þegar flokkarnir voru hvað stærstir voru VG með fjórtán þingmenn og Píratar tíu. Fulltrúar VG á sveitarstjórnarstigi eru níu og Píratar eiga þrjá. Nú taka við öðruvísi tímar hjá flokkunum tveimur, sérstaklega Vinstri grænum, sem fengu einungis 2,4 prósent atkvæða í þingkosningunum og eiga því ekki rétt á úthlutun fjár úr ríkissjóði til stjórnmálasamtaka. Næstu skref flokksins verða ákveðin á flokksráðsfundi 22. febrúar. „Við erum að horfa fram á veruleika þar sem við erum að færa okkur yfir í að vera meiri grasrótarsamtök en við höfum verið undanfarin ár. Hver nákvæm framtíð hreyfingarinnar er verða almennir félagar að ákveða á þessum flokksráðsfundi og næstu fundum eftir það,“ segir Ragnar Auðun Árnason, framkvæmdastjóri Vinstri grænna. Svandís Svavarsdóttir er formaður Vinstri grænna. Vísir/vilhelm Sem stendur eru þrír starfsmenn á launum hjá flokknum. Ljóst er að seinna á árinu verði þeir núll og bróðurpartur starfsins fari fram í sjálfboðaliðavinnu. Það hafi verið ákveðið áfall fyrir flokkinn að vera undir tveimur og hálfu prósenti. „Ég held að það sé ákveðin depurð, sjokk, en líka smá spenningur um hvað gerist næst,“ segir Ragnar. „Ég held að framtíðin verði að leiða það í ljós hvað verður bæði um hreyfinguna og vinstrið á Íslandi.“
Vinstri græn Píratar Alþingi Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent