Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Jón Þór Stefánsson skrifar 26. janúar 2025 10:52 Sigurður Ragnar Kristinsson í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2019. Vísir/Vilhelm Tveir sakborningar í umfangsmiklu fíkniefnamáli hafa viðurkennt að hafa komið að innflutningi bíls hingað til lands, sem innihélt mikið magn af metamfetamín-kristöllum, en þeir segjast ekki hafa verið meðvitaðir um að efnin væru í bílnum. Um er að ræða stærsta kristal-amfetamínmál Íslandssögunnar, en aldrei hefur verið lagt hald á jafn mikið af efninu í einu máli hér á landi. Um er að ræða 5,7 kíló, en samkvæmt greiningu rannsóknarstofu Háskóla Íslands liggur fyrir að styrkur metamfetamínsbasans var 81 prósent, sem samsvarar hundrað prósent „metamfetamínklóíði“. Áður hefur verið greint frá því að Sigurður Ragnar Kristinsson, sem áður hefur verið sakfelldur fyrir stórfelld fíkniefna- og skattalagabrot, sé á meðal sakborninga málsins. Fram kemur í gæsluvarðhaldsúrskurðum í málinu að fjórir þekktir menn séu grunaðir í málinu, en svo virðist sem fleiri séu grunaðir um aðild sem lögreglan viti ekki endilega hverjir eru. Lögreglan fylgdist vel með Í greinargerð lögreglu segir að áðurnefndur bíll mun hafa komið hingað til lands, sjóleiðis, 11. október síðastliðinn. Við skoðun Tollgæslunnar hafi efnin fundist og þeim verið skipt út fyrir gerviefni. Og í kjölfarið fylgdist lögreglan með sakborningunum. Þann 24. október sóttu tveir sakborningarnir, ásamt þriðja manni sem virðist ekki grunaður í málinu, bílinn og fluttu hann með bílaflutningabíl á ótilgreindan stað í Reykjavík. Þar tók þriðji sakborningurinn við bílnum. Síðar sama dag mun þessi þriðji maður hafa gert tilraun til að ná í fíkniefnin undan bílnum, en án árangurs. Daginn eftir hafi bíllinn svo verið fluttur á annan stað. Þar kemur fjórði sakborningurinn við sögu, en þar er hann sagður hafa losað efnin með aðstoð tveggja ætlaðra samverkamanna. Í kjölfarið voru mennirnir handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Annar ósannfærandi og hinn talaði um kvikmyndaverkefni Í úrskurði sem varðar gæsluvarðhald eins sakborningsins segir að hann hafi gefið „verulega ósannfærandi“ skýringar í tengslum við bílinn, efnin og innflutninginn í skýrslutökum. Hann hafi þó viðurkennt að hafa farið erlendis þar sem gegnið var frá kaupum á bílnum. Hann sagðist þó ekki hafa neina vitneskju um fíkniefni sem voru falin í bílnum. „Að mati lögreglu er ljóst að skýringar kærða eru ekki að fullu í samræmi við rannsóknargögn málsins, heldur ljóst að hlutverk hans sé verulegt í innflutningi fíkniefnanna,“ segir í úrskurðinum. Annar sakborningur hefur viðurkennt að hafa flogið erlendis að aðstoða hinn sakborninginn við að flytja bílinn til landsins. Hann sagði bílinn hafa verið fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis. Hann hefur viðurkennt að hafa átt í samskiptum við grunaða samverkamenn sem lítur að innflutningi bílsins. Hann neitar því líka að hafa haft vitneskju um fíkniefnin. Hann hafi ekki flutt inn, meðhöndlað eða notað fíkniefni. Lögreglan segir hins vegar að það sé ljóst, meðal annars frá því sem fram komi í hlustun lögreglu, að sakborningurinn hafi haft vitneskju um bæði tegund og magn efnana sem voru falin í bílnum. Greint var frá því í byrjun mánaðar að málið væri komið á borð Héraðssaksóknara. Í úrskurðunum segir að mennirnir séu grunaðir um brot sem geti varðað allt að tólf ára fangelsi. Dómsmál Fíkniefnabrot Lögreglumál Mest lesið Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Um er að ræða stærsta kristal-amfetamínmál Íslandssögunnar, en aldrei hefur verið lagt hald á jafn mikið af efninu í einu máli hér á landi. Um er að ræða 5,7 kíló, en samkvæmt greiningu rannsóknarstofu Háskóla Íslands liggur fyrir að styrkur metamfetamínsbasans var 81 prósent, sem samsvarar hundrað prósent „metamfetamínklóíði“. Áður hefur verið greint frá því að Sigurður Ragnar Kristinsson, sem áður hefur verið sakfelldur fyrir stórfelld fíkniefna- og skattalagabrot, sé á meðal sakborninga málsins. Fram kemur í gæsluvarðhaldsúrskurðum í málinu að fjórir þekktir menn séu grunaðir í málinu, en svo virðist sem fleiri séu grunaðir um aðild sem lögreglan viti ekki endilega hverjir eru. Lögreglan fylgdist vel með Í greinargerð lögreglu segir að áðurnefndur bíll mun hafa komið hingað til lands, sjóleiðis, 11. október síðastliðinn. Við skoðun Tollgæslunnar hafi efnin fundist og þeim verið skipt út fyrir gerviefni. Og í kjölfarið fylgdist lögreglan með sakborningunum. Þann 24. október sóttu tveir sakborningarnir, ásamt þriðja manni sem virðist ekki grunaður í málinu, bílinn og fluttu hann með bílaflutningabíl á ótilgreindan stað í Reykjavík. Þar tók þriðji sakborningurinn við bílnum. Síðar sama dag mun þessi þriðji maður hafa gert tilraun til að ná í fíkniefnin undan bílnum, en án árangurs. Daginn eftir hafi bíllinn svo verið fluttur á annan stað. Þar kemur fjórði sakborningurinn við sögu, en þar er hann sagður hafa losað efnin með aðstoð tveggja ætlaðra samverkamanna. Í kjölfarið voru mennirnir handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Annar ósannfærandi og hinn talaði um kvikmyndaverkefni Í úrskurði sem varðar gæsluvarðhald eins sakborningsins segir að hann hafi gefið „verulega ósannfærandi“ skýringar í tengslum við bílinn, efnin og innflutninginn í skýrslutökum. Hann hafi þó viðurkennt að hafa farið erlendis þar sem gegnið var frá kaupum á bílnum. Hann sagðist þó ekki hafa neina vitneskju um fíkniefni sem voru falin í bílnum. „Að mati lögreglu er ljóst að skýringar kærða eru ekki að fullu í samræmi við rannsóknargögn málsins, heldur ljóst að hlutverk hans sé verulegt í innflutningi fíkniefnanna,“ segir í úrskurðinum. Annar sakborningur hefur viðurkennt að hafa flogið erlendis að aðstoða hinn sakborninginn við að flytja bílinn til landsins. Hann sagði bílinn hafa verið fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis. Hann hefur viðurkennt að hafa átt í samskiptum við grunaða samverkamenn sem lítur að innflutningi bílsins. Hann neitar því líka að hafa haft vitneskju um fíkniefnin. Hann hafi ekki flutt inn, meðhöndlað eða notað fíkniefni. Lögreglan segir hins vegar að það sé ljóst, meðal annars frá því sem fram komi í hlustun lögreglu, að sakborningurinn hafi haft vitneskju um bæði tegund og magn efnana sem voru falin í bílnum. Greint var frá því í byrjun mánaðar að málið væri komið á borð Héraðssaksóknara. Í úrskurðunum segir að mennirnir séu grunaðir um brot sem geti varðað allt að tólf ára fangelsi.
Dómsmál Fíkniefnabrot Lögreglumál Mest lesið Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira