Rangers og Celtic leyfa stuðningsmenn hvors annars á ný Siggeir Ævarsson skrifar 29. mars 2024 18:15 Skoskir stuðningsmenn kalla ekki allt ömmu sína þegar kemur að skrílslátum. Þessi mynd var tekin á leik Rangers og Dortmund og eins og sjá má var stíf öryggisgæsla á Ibrox vellinum. Vísir/EPA-EFE/ROBERT PERRY Skosku erkifjendurnir frá Glasgow, Rangers og Celtic, hafa komist að samkomulagi um að úthluta á ný miðum til hvors annars þegar liðin mætast. Forsaga málsins nær aftur til ársins 2018 þegar forsvarsmenn Rangers tilkynntu að stuðningsmenn Celtics myndu aðeins fá 700 miða á leiki á Ibrox vellinum en þeir höfðu alla jafna fengið 7.500 miða, bæði á Ibrox og Celtics park. Forsvarsmenn Celtic svöruðu í sömu mynt og í maí 2023 tilkynnti liðið að engir miðar yrðu í boði fyrir Rangers aðdáendur og Rangers tóku samskonar ákvörðun strax í kjölfarið. Síðan þá hafa nágrannaslagirnir aðeins farið fram fyrir framan aðdáendur heimaliðsins hverju sinni. Nú hafa félögin hoggið á hnútinn og ætla að úthluta um 5% miða til andstæðinganna á ný, eða 2.500 miðum á Ibrox og 3.000 á Celtic Park. The SPFL can confirm that Rangers FC and Celtic FC will provide ticket allocations of around 5% for away supporters, for SPFL matches between the two clubs in season 2024/25— SPFL (@spfl) March 29, 2024 Samkomulagið tekur þó ekki gildi fyrr en á næsta tímabili, sem þýðir að liðin munu mætast tvisvar sinnum enn á þessum tímabili með einsleitan aðdáendahóp í stúkunum. Liðin hafa haft mikla yfirburði í deildinni í ár, eins og oft áður, og er Celtic í efsta sæti með 71 stig og Rangers í 2. sæti með 70 og á leik til góða. Fótbolti Skoski boltinn Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira
Forsaga málsins nær aftur til ársins 2018 þegar forsvarsmenn Rangers tilkynntu að stuðningsmenn Celtics myndu aðeins fá 700 miða á leiki á Ibrox vellinum en þeir höfðu alla jafna fengið 7.500 miða, bæði á Ibrox og Celtics park. Forsvarsmenn Celtic svöruðu í sömu mynt og í maí 2023 tilkynnti liðið að engir miðar yrðu í boði fyrir Rangers aðdáendur og Rangers tóku samskonar ákvörðun strax í kjölfarið. Síðan þá hafa nágrannaslagirnir aðeins farið fram fyrir framan aðdáendur heimaliðsins hverju sinni. Nú hafa félögin hoggið á hnútinn og ætla að úthluta um 5% miða til andstæðinganna á ný, eða 2.500 miðum á Ibrox og 3.000 á Celtic Park. The SPFL can confirm that Rangers FC and Celtic FC will provide ticket allocations of around 5% for away supporters, for SPFL matches between the two clubs in season 2024/25— SPFL (@spfl) March 29, 2024 Samkomulagið tekur þó ekki gildi fyrr en á næsta tímabili, sem þýðir að liðin munu mætast tvisvar sinnum enn á þessum tímabili með einsleitan aðdáendahóp í stúkunum. Liðin hafa haft mikla yfirburði í deildinni í ár, eins og oft áður, og er Celtic í efsta sæti með 71 stig og Rangers í 2. sæti með 70 og á leik til góða.
Fótbolti Skoski boltinn Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira