Ekkert fær Inter stöðvað Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. febrúar 2024 22:01 Lautaro Martínez er búinn að skora 22 mörk í 23 leikjum á leiktíðinni. EPA-EFE/ABBONDANZA SCURO LEZZI Inter, topplið Serie A – ítölsku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, stefnir hraðbyr á meistaratitilinn þar í landi. Liðið vann 4-0 sigur á Lecce í dag á meðan nágrannar þess í AC Milan gerðu 1-1 jafntefli við Atalanta. Inter er að eiga rosalegt tímabil en ásamt því að sitja á toppi Serie A er liðið í góðri stöðu til að komast í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu sem og það hefur nú þegar unnið Ofurbikar Ítalíu. Hvað leik dagsins varðar þá var staðan 1-0 gestunum frá Mílanó í vil eftir að Lautaro Marínez kom Inter yfir eftir stundarfjórðung. Davide Frattesi bætti við öðru markinu í síðari hálfleik áður en hann lagði upp þriðja markið á Martínez. Hollenski miðvörðurinn Steven de Vrij bætti svo fjórða markinu við á 67. mínútu og þar við sat. Lokatölur 0-4 og Inter í toppmálum á toppi deildarinnar þó Juventus hafi unnið dramatískan sigur fyrr í dag. Inter trónir á toppnum með 66 stig, níu meira en Juventus sem hefur leikið leik meira. Slakt gengi meistara Napolí heldur áfram en liðið gerði 1-1 jafntefli við Cagliari fyrr í dag. Nígeríski framherjinn Victor Osimhen kom meisturunum yfir á 66. mínútu en heimaliðið jafnaði þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Napolí er sem stendur í 9. sæti deildarinnar með 37 stig, ellefu stigum minna en Bologna sem situr í 4. sæti. Síðasti leikur dagsins var leikur AC Milan og Atalanta en bæði lið eru í hörku baráttu um Meistaradeildarsæti. Fór það svo að leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Rafael Leão kom AC Milan yfir en Teun Koopmeiners jafnaði fyrir gestina með marki úr vítaspyrnu. Milan situr því í 3. sæti með 53 stig en Atalanta er í 5. sæti með 46 stig. Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Vlahović skoraði tvö og lagði upp í uppbótartímasigri Juventus Juventus vann 3-2 gegn Frosinone í 26. umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar. Fjögur mörk voru skoruð í fyrri hálfleik, Dusan Vlahović skoraði tvö fyrir Juventus og varnarmaðurinn Daniele Rugani tryggði svo sigurinn í uppbótartíma. 25. febrúar 2024 13:40 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Sjá meira
Inter er að eiga rosalegt tímabil en ásamt því að sitja á toppi Serie A er liðið í góðri stöðu til að komast í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu sem og það hefur nú þegar unnið Ofurbikar Ítalíu. Hvað leik dagsins varðar þá var staðan 1-0 gestunum frá Mílanó í vil eftir að Lautaro Marínez kom Inter yfir eftir stundarfjórðung. Davide Frattesi bætti við öðru markinu í síðari hálfleik áður en hann lagði upp þriðja markið á Martínez. Hollenski miðvörðurinn Steven de Vrij bætti svo fjórða markinu við á 67. mínútu og þar við sat. Lokatölur 0-4 og Inter í toppmálum á toppi deildarinnar þó Juventus hafi unnið dramatískan sigur fyrr í dag. Inter trónir á toppnum með 66 stig, níu meira en Juventus sem hefur leikið leik meira. Slakt gengi meistara Napolí heldur áfram en liðið gerði 1-1 jafntefli við Cagliari fyrr í dag. Nígeríski framherjinn Victor Osimhen kom meisturunum yfir á 66. mínútu en heimaliðið jafnaði þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Napolí er sem stendur í 9. sæti deildarinnar með 37 stig, ellefu stigum minna en Bologna sem situr í 4. sæti. Síðasti leikur dagsins var leikur AC Milan og Atalanta en bæði lið eru í hörku baráttu um Meistaradeildarsæti. Fór það svo að leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Rafael Leão kom AC Milan yfir en Teun Koopmeiners jafnaði fyrir gestina með marki úr vítaspyrnu. Milan situr því í 3. sæti með 53 stig en Atalanta er í 5. sæti með 46 stig.
Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Vlahović skoraði tvö og lagði upp í uppbótartímasigri Juventus Juventus vann 3-2 gegn Frosinone í 26. umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar. Fjögur mörk voru skoruð í fyrri hálfleik, Dusan Vlahović skoraði tvö fyrir Juventus og varnarmaðurinn Daniele Rugani tryggði svo sigurinn í uppbótartíma. 25. febrúar 2024 13:40 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Sjá meira
Vlahović skoraði tvö og lagði upp í uppbótartímasigri Juventus Juventus vann 3-2 gegn Frosinone í 26. umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar. Fjögur mörk voru skoruð í fyrri hálfleik, Dusan Vlahović skoraði tvö fyrir Juventus og varnarmaðurinn Daniele Rugani tryggði svo sigurinn í uppbótartíma. 25. febrúar 2024 13:40