AC Milan með dramatískan sigur eftir að Maignan var beittur kynþáttaníði Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. janúar 2024 22:00 Mike Maignan varð fyrir barðinu á rasistum í kvöld. EPA-EFE/GABRIELE MENIS AC Milan vann gríðarlega dramatískan 3-2 sigur á Udinese í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Leikurinn tafðist um tíu mínútur vegna kynþáttaníðs í garð Mike Maignan, markmanns AC Milan. Atvikið átti sér stað snemma leiks og tafði það leikinn um tíu mínútur. Hvað leikinn varðar þá kom Ruben Loftus-Cheek gestunum yfir eftir rúman hálftíma en Lazar Samardžić jafnaði áður en fyrri hálfleik var lokið. Florian Thauvin skoraði svo það sem reyndist sigurmarkið eftir rétt rúman klukkutíma. Udinese-AC Milan game has been suspended for 10 minutes due to racist chants from Udinese fans to Mike Maignan.Maignan told the referee first then he decided to leave the pitch.French GK returned after 10 mins as game restarted.What a shame. We re with you, Mike pic.twitter.com/N5wHdzbf7t— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 20, 2024 Á 83. mínútu jafnaði Luka Jović metin fyrir gestina frá Mílanó. Þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan tíma skoraði Noah Okafor sigurmarkið eftir undirbúning Oliver Giroud, lokatölur 3-2 gestunum í vil. Eftir dramatískan sigur er AC Milan í 3. sæit með 45 stig, sex á eftir toppliði Inter. Udinese er í 17. sæti með 18 stig, aðeins stigi fyrir ofan fallsæti. Fyrr í dag fór annar leikur fram, þar vann Roma 2-1 sigur á Hellas Verona. Var þetta fyrsti leikur Rómverja síðan José Mourinho var látinn taka poka sinn. Þá var þetta fyrsti leikur þeirra undir stjórn Daniele De Rossi. Rómverjar skoruðu tvö á sex mínútna kafla í fyrri hálfleik og lögðu þar með grunn að góðum sigri. Romelu Lukaku braut ísinn á 19. mínútu og stuttu síðar tvöfaldaði Lorenzo Pellegrini forystuna. Staðan 2-0 í hálfleik. Gestirnir fengu vítaspyrnu í síðari hálfleik en hún fór forgörðum. Michael Folorunsho minnkaði hins vegar muninn þegar stundarfjórðungur lifði leiks en nær komust gestirnir ekki, lokatölur 2-1. Roma nú í 8. sæti með 32 stig, aðeins tveimur minna en Fiorentina í 4. sætinu sem á þó leik til góða. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira
Atvikið átti sér stað snemma leiks og tafði það leikinn um tíu mínútur. Hvað leikinn varðar þá kom Ruben Loftus-Cheek gestunum yfir eftir rúman hálftíma en Lazar Samardžić jafnaði áður en fyrri hálfleik var lokið. Florian Thauvin skoraði svo það sem reyndist sigurmarkið eftir rétt rúman klukkutíma. Udinese-AC Milan game has been suspended for 10 minutes due to racist chants from Udinese fans to Mike Maignan.Maignan told the referee first then he decided to leave the pitch.French GK returned after 10 mins as game restarted.What a shame. We re with you, Mike pic.twitter.com/N5wHdzbf7t— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 20, 2024 Á 83. mínútu jafnaði Luka Jović metin fyrir gestina frá Mílanó. Þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan tíma skoraði Noah Okafor sigurmarkið eftir undirbúning Oliver Giroud, lokatölur 3-2 gestunum í vil. Eftir dramatískan sigur er AC Milan í 3. sæit með 45 stig, sex á eftir toppliði Inter. Udinese er í 17. sæti með 18 stig, aðeins stigi fyrir ofan fallsæti. Fyrr í dag fór annar leikur fram, þar vann Roma 2-1 sigur á Hellas Verona. Var þetta fyrsti leikur Rómverja síðan José Mourinho var látinn taka poka sinn. Þá var þetta fyrsti leikur þeirra undir stjórn Daniele De Rossi. Rómverjar skoruðu tvö á sex mínútna kafla í fyrri hálfleik og lögðu þar með grunn að góðum sigri. Romelu Lukaku braut ísinn á 19. mínútu og stuttu síðar tvöfaldaði Lorenzo Pellegrini forystuna. Staðan 2-0 í hálfleik. Gestirnir fengu vítaspyrnu í síðari hálfleik en hún fór forgörðum. Michael Folorunsho minnkaði hins vegar muninn þegar stundarfjórðungur lifði leiks en nær komust gestirnir ekki, lokatölur 2-1. Roma nú í 8. sæti með 32 stig, aðeins tveimur minna en Fiorentina í 4. sætinu sem á þó leik til góða.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira