Endar Henderson á Ítalíu? Smári Jökull Jónsson skrifar 13. janúar 2024 13:01 Jordan Henderson vill heim. Vísir/Getty Jordan Henderson flutti sig um set til Sádi Arabíu í haust frá Liverpool þar sem hann var fyrirliði. Hann vill nú burt þaðan og gæti endað í ítölsku deildinni. Fregnir af óánægju Jordan Henderson hjá sádiarabíska félaginu Al Ettifaq hafa verið áberandi síðustu viku. Hann er sagður vilja yfirgefa félagið eftir aðeins sex mánaða dvöl þar en mikla athygli vakti þegar Henderson yfirgaf Liverpool rétt fyrir upphaf ensku úrvalsdeildarinnar. Henderson er orðinn 33 ára gamall en virðist enn í áætlunum landsliðsþjálfara Englands Garetth Southgate og stefnir á að vera hluti af landsliðshópi Englendinga á EM í Þýskalandi í sumar. Juventus hefur nú verið nefnt sem það lið sem er líklegast til að næla í Henderson. Ítalska stórliðið er að leita að styrkingu á miðsvæðinu og eru að skoða möguleikann á því að fá Henderson til liðs við sig. Ajax hefur einnig verið nefnt sem mögulegur áfangastaður. Samkvæmt ítalska blaðamanninum Gianluca Di Marzio vill Juventus fá Henderson á láni í sex mánuði eða þar til tímabilinu á Ítalíu lýkur. Sjálfur vill Henderson fá 18 mánaða samning. Íþróttamiðillinn Corriere dello Sport segir einnig frá vilja Juventus að ná í Henderson og segja viðræður í gangi. Henderson er sagður þéna yfir 500.000 pund á viku í Sádi Arabíu en ljóst er að hann fær ekki svo mikið borgað hjá evrópskum liðum og spurning hvort Al Ettifaq taki á sig hluta launakostnaðarins. Ítalski boltinn Sádiarabíski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Sjá meira
Fregnir af óánægju Jordan Henderson hjá sádiarabíska félaginu Al Ettifaq hafa verið áberandi síðustu viku. Hann er sagður vilja yfirgefa félagið eftir aðeins sex mánaða dvöl þar en mikla athygli vakti þegar Henderson yfirgaf Liverpool rétt fyrir upphaf ensku úrvalsdeildarinnar. Henderson er orðinn 33 ára gamall en virðist enn í áætlunum landsliðsþjálfara Englands Garetth Southgate og stefnir á að vera hluti af landsliðshópi Englendinga á EM í Þýskalandi í sumar. Juventus hefur nú verið nefnt sem það lið sem er líklegast til að næla í Henderson. Ítalska stórliðið er að leita að styrkingu á miðsvæðinu og eru að skoða möguleikann á því að fá Henderson til liðs við sig. Ajax hefur einnig verið nefnt sem mögulegur áfangastaður. Samkvæmt ítalska blaðamanninum Gianluca Di Marzio vill Juventus fá Henderson á láni í sex mánuði eða þar til tímabilinu á Ítalíu lýkur. Sjálfur vill Henderson fá 18 mánaða samning. Íþróttamiðillinn Corriere dello Sport segir einnig frá vilja Juventus að ná í Henderson og segja viðræður í gangi. Henderson er sagður þéna yfir 500.000 pund á viku í Sádi Arabíu en ljóst er að hann fær ekki svo mikið borgað hjá evrópskum liðum og spurning hvort Al Ettifaq taki á sig hluta launakostnaðarins.
Ítalski boltinn Sádiarabíski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Sjá meira