Innlent

Tveir fluttir á slysa­deild eftir út­afakstur á Kald­ár­sels­vegi

Atli Ísleifsson skrifar
Slysið varð upp úr klukkan eitt í nótt. Myndin er úr safni.
Slysið varð upp úr klukkan eitt í nótt. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Tveir voru fluttir á slysadeild Landspítalans til skoðunar eftir að bíll fór út af Kaldárselsvegi, ekki langt frá Hvaleyrarvatni í Hafnarfirði, klukkan rúmlega eitt í nótt.

Þetta staðfestir varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í samtali við fréttastofu. Hann segir að fljúgandi hálka hafi verið á svæðinu.

Ekki liggja fyrir upplýsingar um meiðsli ökumanns og farþegans, en varðstjóri segir að ekki hafi þurft að notast við klippur á vettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×