Telur Ísland geta byggt á þessu fyrir mögulegt umspil Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. nóvember 2023 22:50 Á hliðarlínunni. Octavio Passos/Getty Images „Við höfum verið að reyna mismunandi hluti en ég tel okkur hafa fundið kerfið og hvernig við viljum spila,“ sagði Åge Hareide eftir 2-0 tap Íslands gegn Portúgal í lokaleik þjóðanna í undankeppni EM karla í knattspyrnu. EM fer fram í Þýskalandi næsta sumar og á Ísland enn möguleika þrátt fyrir að enda í 4. sæti undankeppninnar. Það væri í gegnum umspil þökk sé árangri í Þjóðadeildinni. Þeir leikir færu fram í mars á næsta ári og gæti íslenska liðið verið enn sterkara þegar þar að kemur. „Gylfi (Þór Sigurðsson) og Hákon (Arnar Haraldsson) hafa verið meiddir. Kannski Albert (Guðmundsson), ég veit ekki hvað gerist þar. Það er mikið af möguleikum, yngri leikmennirnir eru að verða betri og betri. Þeir verða bara betri með því að spila, sjá hvað þeir geta og geta.“ „Ég var mjög ánægður með Andra (Lucas Guðjohnsen) og Orra (Stein Óskarsson). Mikael (Egill Ellertsson) kom inn af bekknum og Ísak (Bergmann Jóhannesson) byrjaði. Við eigum mikið af efnilegum leikmönnum. Varnarmennirnir voru góðir í dag og Hákon (Rafn Valdimarsson) var frábær í markinu. Ég er mjög ánægður með leikmennina og við hefðum getað náð inn einu marki undir lokin.“ Åge var að því sögðu ekki sáttur með fyrra mark leiksins en það skoraði Bruno Fernandes með hnitmiðuðu skoti. „Við erum of langt frá honum, við getum ekki leyft honum að skjóta. Í öðru markinu eigum við að elta leikmennina alla leið. Þetta gerist og í dag skipti það ekki öllu máli en það skiptir miklu máli í mars svo við verðum að vera taka þetta með okkur.“ „Almennt þurfum við að hrósa leikmönnunum fyrir vinnuna sem þeir unnu, sumir okkar leikmenn voru virkilega góðir. Sverrir (Ingi Ingason) í miðverðinum og Guðlaugur Victor (Pálsson) í hægri bakverðinum. Allt liðið lagði mikla vinnu á sig.“ Hákon Rafn var að spila sinn fyrsta mótsleik fyrir A-landsliðið. Þjálfarinn var spurður út í frammistöðu markvarðarins. „Hann er markmaður ársins í Svíþjóð, ég hef séð mikið af Hákoni. Við eigum fjóra góða markverði. Við erum mjög ánægðir með markverðina okkar og Hákon stóð sig frábærlega í kvöld.“ „Hann höndlaði andrúmsloftið vel,“ bætti Åge en Portúgalar voru að undirbúa veisluhöld enda vann liðið þeirra alla 10 leiki sína í undankeppninni. „Ég er mjög ánægður með ungu leikmennina sem hafa komið inn. Þeir hafa gæðin til að verða mjög góðir knattspyrnumenn. Ég veit að við þurfum að spila þeim, við verðum að reyna og leyfa þeim að gera mistök sem þeir geta lært af. Þannig verðum við betri. Ég held að eldri leikmennirnir geti hjálpað þeim og við erum með góðan grunn til að byggja á fyrir mars,“ sagði Åge að lokum aðspurður um undankeppnina í heild. Klippa: Åge Hareide eftir leik Fótbolti Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Fleiri fréttir Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sjá meira
EM fer fram í Þýskalandi næsta sumar og á Ísland enn möguleika þrátt fyrir að enda í 4. sæti undankeppninnar. Það væri í gegnum umspil þökk sé árangri í Þjóðadeildinni. Þeir leikir færu fram í mars á næsta ári og gæti íslenska liðið verið enn sterkara þegar þar að kemur. „Gylfi (Þór Sigurðsson) og Hákon (Arnar Haraldsson) hafa verið meiddir. Kannski Albert (Guðmundsson), ég veit ekki hvað gerist þar. Það er mikið af möguleikum, yngri leikmennirnir eru að verða betri og betri. Þeir verða bara betri með því að spila, sjá hvað þeir geta og geta.“ „Ég var mjög ánægður með Andra (Lucas Guðjohnsen) og Orra (Stein Óskarsson). Mikael (Egill Ellertsson) kom inn af bekknum og Ísak (Bergmann Jóhannesson) byrjaði. Við eigum mikið af efnilegum leikmönnum. Varnarmennirnir voru góðir í dag og Hákon (Rafn Valdimarsson) var frábær í markinu. Ég er mjög ánægður með leikmennina og við hefðum getað náð inn einu marki undir lokin.“ Åge var að því sögðu ekki sáttur með fyrra mark leiksins en það skoraði Bruno Fernandes með hnitmiðuðu skoti. „Við erum of langt frá honum, við getum ekki leyft honum að skjóta. Í öðru markinu eigum við að elta leikmennina alla leið. Þetta gerist og í dag skipti það ekki öllu máli en það skiptir miklu máli í mars svo við verðum að vera taka þetta með okkur.“ „Almennt þurfum við að hrósa leikmönnunum fyrir vinnuna sem þeir unnu, sumir okkar leikmenn voru virkilega góðir. Sverrir (Ingi Ingason) í miðverðinum og Guðlaugur Victor (Pálsson) í hægri bakverðinum. Allt liðið lagði mikla vinnu á sig.“ Hákon Rafn var að spila sinn fyrsta mótsleik fyrir A-landsliðið. Þjálfarinn var spurður út í frammistöðu markvarðarins. „Hann er markmaður ársins í Svíþjóð, ég hef séð mikið af Hákoni. Við eigum fjóra góða markverði. Við erum mjög ánægðir með markverðina okkar og Hákon stóð sig frábærlega í kvöld.“ „Hann höndlaði andrúmsloftið vel,“ bætti Åge en Portúgalar voru að undirbúa veisluhöld enda vann liðið þeirra alla 10 leiki sína í undankeppninni. „Ég er mjög ánægður með ungu leikmennina sem hafa komið inn. Þeir hafa gæðin til að verða mjög góðir knattspyrnumenn. Ég veit að við þurfum að spila þeim, við verðum að reyna og leyfa þeim að gera mistök sem þeir geta lært af. Þannig verðum við betri. Ég held að eldri leikmennirnir geti hjálpað þeim og við erum með góðan grunn til að byggja á fyrir mars,“ sagði Åge að lokum aðspurður um undankeppnina í heild. Klippa: Åge Hareide eftir leik
Fótbolti Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Fleiri fréttir Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sjá meira