Fótbolti

Þrír sendir heim fyrir leikinn mikil­væga gegn Mol­dóvu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Vladimír Coufal verður ekki með á morgun.
Vladimír Coufal verður ekki með á morgun. Mateusz Slodkowski/Getty Images

Tékkland og Moldóva mætast á mánudag í leik sem sker úr um hvor þjóðin kemst á EM 2024 í knattspyrnu sem fram fer í Þýskalandi. Tékkland verður án þriggja nokkuð sterkra leikmanna en þremenningarnir voru sendir heim fyrir agabrot.

Tékkland er sem stendur í 2. sæti E-riðils með 12 stig en Moldóva er í 4. sæti með 10 stig. Tékklandi dugir því jafntefli í leik liðanna annað kvöld á meðan gestirnir þurfa sigur.

Tékkland gerði 1-1 jafntefli við Pólland á föstudaginn var og virðast nokkrir leikmenn liðsins hafa ákveðið að fagna því jafntefli eilítið of harkalega. 

Ekki er vitað hvort þeir töldu sig þegar vera komna á EM næsta sumar en Vladimír Coufal, Jakub Brabec og Jan Kuchta skelltu sér á næturklúbb á laugardagskvöld með einum úr starfsliði Tékklands. Leikmennirnir þrír tóku allir þátt í leiknum gegn Póllandi og hafa nú verið sendir heim. 

Coufal, sem spilar með West Ham United á Englandi, er ef til vill stærsta nafnið af þeim þremur en Babec spilar með Aris í Grikklandi og Jan Kuchta spilar með Slavíu Prag í heimalandinu.

Tékkland verður án þremenningana í leiknum sem sker úr um hvort þjóðin kemst á EM eður ei.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×