Öfgafull helgi að baki: „Grét í góðar tíu mínútur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. nóvember 2023 07:00 Ingibjörg fagnar Noregstitlinum á laugardag. Facebook/Valerenga Nýliðin helgi var landsliðskonunni Ingibjörgu Sigurðardóttur mikill tilfinningarússibani. Kvöldið fyrir einn mikilvægasta leik tímabilsins í Noregi fékk hún þær fregnir að rýma ætti heimabæ hennar, Grindavík. „Bara rétt áður en ég fór að sofa sá ég að það átti að rýma bæinn. Þá kemur mjög óþægileg tilfinning. Maður á æskuvini og kunningja í bænum ennþá og Grindavík skiptir mig miklu máli,“ segir Ingibjörg um föstudagskvöldið. Daginn eftir átti lið hennar Vålerenga leik við Stabæk sem átti eftir að skipta sköpum í toppbaráttunni í norsku úrvalsdeildinni. „Svo það var mjög óþægileg tilfinning að vita af fólki sem er mjög hrætt, þarf að pakka í töskur og flýja. Ég get ekki einu sinni sett mig í spor þeirra. Þetta var mjög erfitt og það var lítið sofið nóttina áður,“ „Ég hélt ég gæti nú ekki orðið mikið stressaðri fyrir þessum leik en svo kom þetta upp. Þá hugsaði ég bara: Ég þarf bara að klára þennan leik og komast í gegnum þetta.“ Spennufallið mikið Og það gerði Ingibjörg svo sannarlega. Hún leiddi lið sitt til 3-1 sigurs gegn Stabæk í gær og úrslit Rosenborgar annars staðar þýddu að Valerenga var orðið norskur meistari. Ingibjörg, sem fyrirliði liðsins, lyfti bikarnum í leikslok. „Þetta var ákveðið spennufall eftir leik. Ég held ég hafi grátið í góðar tíu mínútur. Það er erfitt að koma þessum tilfinningum í orð. Svo var ég með gott fólk í stúkunni sem ég fór til og fékk að vita að staðan var eins og ekkert nýtt komið upp,“ „Þá var að reyna að njóta augnabliksins vegna þess að ég vissi að ef ég myndi líta til baka eftir nokkur ár yrði ég til í að hafa fagnað þessu. Svo ég reyndi að njóta augnabliksins og fagna með liðinu,“ segir Ingibjörg. Erfitt að geta ekki verið með fjölskyldunni Fjölskylda Ingibjargar hér heima hefur komið sér fyrir í sumarbústað og gat glaðst yfir afrekum hennar og hvöttu hana einmitt til að njóta árangursins með liðsfélögunum burtséð frá stöðunni hér heima. „Þau ýttu mér í það og sögðu mér að fagna þessu. Því ég var með skrýtna tilfinningu og smá samviskubit að fara að fagna einhverju. En maður þarf að fagna svona hlutum - þetta er stórt,“ Enn eru tveir leikir eftir af leiktíðinni, báðir gegn Rosenborg, einn í deild og svo bikarúrslit áður en Ingibjörg kemst heim til Íslands. Ingibjörg er spennt fyrir leikjunum en það reyni sannarlega á að vera ekki með fjölskyldunni á tímum sem þessum. „Það er mjög erfitt að geta ekki bara verið þarna. Ég veit að ég get ekki hjálpað á neinn hátt en bara það að vera með þeim og ganga í gegnum þetta með þeim myndi allavega gefa manni einhverja ró. En svona er þetta bara, svona er lífið, svona er náttúran. Það er ekkert hægt að stjórna þessu og við lítum á björtu hliðarnar,“ segir Ingibjörg. Norski boltinn Tengdar fréttir Ingibjörg Noregsmeistari með Vålerenga í annað sinn Ingibjörg Sigurðardóttir og liðsfélagar hennar í Vålerenga urðu norskir deildarmeistarar þegar Selmu Sól og félögum í Rosenborg mistókst að sigra LSK í næstsíðustu umferð deildarinnar. 11. nóvember 2023 15:16 Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Í beinni: Real Madrid - Sevilla | Snúin hindrun fyrir meistarana Í beinni: Everton - Chelsea | Hvað fá nýju eigendurnir að sjá? Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Sjá meira
„Bara rétt áður en ég fór að sofa sá ég að það átti að rýma bæinn. Þá kemur mjög óþægileg tilfinning. Maður á æskuvini og kunningja í bænum ennþá og Grindavík skiptir mig miklu máli,“ segir Ingibjörg um föstudagskvöldið. Daginn eftir átti lið hennar Vålerenga leik við Stabæk sem átti eftir að skipta sköpum í toppbaráttunni í norsku úrvalsdeildinni. „Svo það var mjög óþægileg tilfinning að vita af fólki sem er mjög hrætt, þarf að pakka í töskur og flýja. Ég get ekki einu sinni sett mig í spor þeirra. Þetta var mjög erfitt og það var lítið sofið nóttina áður,“ „Ég hélt ég gæti nú ekki orðið mikið stressaðri fyrir þessum leik en svo kom þetta upp. Þá hugsaði ég bara: Ég þarf bara að klára þennan leik og komast í gegnum þetta.“ Spennufallið mikið Og það gerði Ingibjörg svo sannarlega. Hún leiddi lið sitt til 3-1 sigurs gegn Stabæk í gær og úrslit Rosenborgar annars staðar þýddu að Valerenga var orðið norskur meistari. Ingibjörg, sem fyrirliði liðsins, lyfti bikarnum í leikslok. „Þetta var ákveðið spennufall eftir leik. Ég held ég hafi grátið í góðar tíu mínútur. Það er erfitt að koma þessum tilfinningum í orð. Svo var ég með gott fólk í stúkunni sem ég fór til og fékk að vita að staðan var eins og ekkert nýtt komið upp,“ „Þá var að reyna að njóta augnabliksins vegna þess að ég vissi að ef ég myndi líta til baka eftir nokkur ár yrði ég til í að hafa fagnað þessu. Svo ég reyndi að njóta augnabliksins og fagna með liðinu,“ segir Ingibjörg. Erfitt að geta ekki verið með fjölskyldunni Fjölskylda Ingibjargar hér heima hefur komið sér fyrir í sumarbústað og gat glaðst yfir afrekum hennar og hvöttu hana einmitt til að njóta árangursins með liðsfélögunum burtséð frá stöðunni hér heima. „Þau ýttu mér í það og sögðu mér að fagna þessu. Því ég var með skrýtna tilfinningu og smá samviskubit að fara að fagna einhverju. En maður þarf að fagna svona hlutum - þetta er stórt,“ Enn eru tveir leikir eftir af leiktíðinni, báðir gegn Rosenborg, einn í deild og svo bikarúrslit áður en Ingibjörg kemst heim til Íslands. Ingibjörg er spennt fyrir leikjunum en það reyni sannarlega á að vera ekki með fjölskyldunni á tímum sem þessum. „Það er mjög erfitt að geta ekki bara verið þarna. Ég veit að ég get ekki hjálpað á neinn hátt en bara það að vera með þeim og ganga í gegnum þetta með þeim myndi allavega gefa manni einhverja ró. En svona er þetta bara, svona er lífið, svona er náttúran. Það er ekkert hægt að stjórna þessu og við lítum á björtu hliðarnar,“ segir Ingibjörg.
Norski boltinn Tengdar fréttir Ingibjörg Noregsmeistari með Vålerenga í annað sinn Ingibjörg Sigurðardóttir og liðsfélagar hennar í Vålerenga urðu norskir deildarmeistarar þegar Selmu Sól og félögum í Rosenborg mistókst að sigra LSK í næstsíðustu umferð deildarinnar. 11. nóvember 2023 15:16 Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Í beinni: Real Madrid - Sevilla | Snúin hindrun fyrir meistarana Í beinni: Everton - Chelsea | Hvað fá nýju eigendurnir að sjá? Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Sjá meira
Ingibjörg Noregsmeistari með Vålerenga í annað sinn Ingibjörg Sigurðardóttir og liðsfélagar hennar í Vålerenga urðu norskir deildarmeistarar þegar Selmu Sól og félögum í Rosenborg mistókst að sigra LSK í næstsíðustu umferð deildarinnar. 11. nóvember 2023 15:16