„Tímabilið í heildina búið að vera þungt“ Smári Jökull Jónsson skrifar 7. október 2023 16:52 Hermann hreiðarsson er þjálfari ÍBV sem leikur í Lengjudeildinni að ári. Vísir/Anton Brink Hermann Hreiðarsson þjálfari Eyjamanna sagði lið ÍBV hafi aldrei náð að komast á nægilega gott skrið í sumar og átt erfitt með að tengja saman úrslit. ÍBV leikur í Lengjudeildinni á næsta tímabili. „Kraftleysi í fyrri hálfleik og hvað við vorum „sloppy“ með boltann. Við vorum í risasvæðum og gerðum sendingamistök sem drápu niður augnablikið,“ sagði Hermann aðspurður um það sem hann var svekktur með í 1-1 jafnteflinu gegn Keflavík í dag. „Síðan fengum við dauðafæri snemma í leiknum. Svona atriði taka sjálfstraustið úr þér. Í fyrri hálfleik vorum við alltof hægir og klaufalegir með boltann,“ bætti Hermann við í samtali við Vísi eftir leikinn gegn Keflavík. Eyjaliðið spilaði ekki vel í fyrri hálfleik í leiknum í dag og í raun skrýtið hvað vantaði mikla ákefð inn á völlinn miðað við hvað mikið var undir. „Það var mikið af klaufalegum hlutum þar sem við þurftum að vera með gæði. Við þurftum mörk þannig að þetta var svekkjandi. Þetta kannski endurspeglar tímabilið þessi seinni hálfleikur. Fullt af færum og svo einbeitingarleysi þegar þeir skora mark. Það var klaufagangur í því og algjör óþarfi að fá á sig mark í dag.“ Síðari hálfleikur var betri af hálfu Eyjamanna þó svo að Keflavík hafi skorað strax í upphafi hans. „Það var kraftur í andi í þessu, sláarskot og alls konar í seinni hálfleik. Við höfðum mikla trúa á því að klára þetta í dag, það var bara þannig og andinn var þannig. Það er svekkjandi að hafa ekki fylgt því eftir, sérstaklega fyrstu 45 mínúturnar. Það var alltof mikið af mómentum sem litu vel út en við vorum klaufar.“ „Það er það sem er að bíta okkur“ Hermann hefur verið tíðrætt um góðar frammistöður ÍBV-liðsins í sumar og því lá beinast við að spyrja hann hvort honum fyndist óverðskuldað að liðið væri nú fallið um deild. „Óverðskuldað eða ekki, við erum farnir niður þannig að það kemur niður á eitt hvað mér finnst. Þegar við skoðum „expected points“ og hvað þú ert búinn að skapa þér eitthvað af færum þá erum við langt fyrir ofan þetta. Það er okkur sjálfum að kenna, við höfum ekki farið vel með færin okkar í sumar og að sama skapi leyft að láta refsa okkur með dýrum mörkum. Sérstaklega tveimur hér á móti Fram og Fylki. Það var rándýrt í lokin,“ en ÍBV fékk á sig jöfnunarmörk í leikjum gegn Fram og Fylki á síðustu vikum sem var dýrkeypt því það voru liðin við hlið þeirra í fallbaráttunni. „Það er það í rauninni sem er að bíta okkur. Það er svekkjandi en það hefur ekki verið leikur, að frátöldum Víkingsleiknum, þar sem andstæðingurinn hefur labbað yfir okkur, við verið skotspónn eða markvörðurinn okkar að halda okkur inn í þessu. Það hefur frekar verið markvörður andstæðinganna.“ Eyjamenn hafa verið óheppnir með meiðsli í sumar og í dag byrjuðu til dæmis fyrirliðinn Alex Freyr Hilmarsson og Oliver Heiðarsson á bekknum þar sem þeir voru ekki að fullu klárir í saglinn. „Þetta eru mörg samspilandi atriði. Afsakanir en staðreyndir tala sínu máli. Við höfum verið með mikið laskað lið í sumar, brot og erfið meiðsli hjá lykilmönnum. Við höfum aldrei náð að komast á skrið með úrslitum. Við höfum átt ágætis frammistöður núna en samt verið að púsla inn í það. eins og tímabilið hefur verið. Þetta er búið að vera þungt tímabilið í heildina. Ef maður endurskoðar tímabilið í heildina þá hefur það verið þungt hvað það varðar.“ „Við byrjuðum gegn Val af krafti og svo strax í öðrum leik eru fjórir meiddir og svo í kjölfarið á því þrjú eða fjögur rauð spjöld. Þetta var þungt tímabil í að komast á eitthvað skrið.“ „Við mætum með sterk lið í Lengjudeildina á næsta ári“ Eyjaliðið missti þá Sigurð Arnar Magnússon og Hermann Þór Ragnarsson frá sér í ágúst en fékk tvo erlenda leikmenn inn í staðinn. Hermann segist ekki ósáttur að hafa ekki fengið meiri styrkingu. „Nei nei, í raun ekki. Við höfum alveg verið inni í þessum leikjum og fengum tvo í styrkingu. Bjarki (Björn Gunnarsson) var kominn á flug og svo meiðist hann. Filip (Valencic) var frá allt tíambilið, þetta voru ekki bara þeir sem fóru. Þetta voru fullmargir og lykilleikmenn sem náðu ekki takti í liðinu.“ Hermann er með áframhaldandi samning við Eyjamenn en býst við einhverjum breytingum hjá liðinu. „Það verða einhverjar breytingar. Við skoðum hvernig staðan er og hvernig á að vinna þetta í þessari deild. Það verður alveg á hreinu að við mætum með sterkt lið í Lengjudeildina á næsta ári. Það er alveg öruggt.“ Besta deild karla ÍBV Keflavík ÍF Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjá meira
„Kraftleysi í fyrri hálfleik og hvað við vorum „sloppy“ með boltann. Við vorum í risasvæðum og gerðum sendingamistök sem drápu niður augnablikið,“ sagði Hermann aðspurður um það sem hann var svekktur með í 1-1 jafnteflinu gegn Keflavík í dag. „Síðan fengum við dauðafæri snemma í leiknum. Svona atriði taka sjálfstraustið úr þér. Í fyrri hálfleik vorum við alltof hægir og klaufalegir með boltann,“ bætti Hermann við í samtali við Vísi eftir leikinn gegn Keflavík. Eyjaliðið spilaði ekki vel í fyrri hálfleik í leiknum í dag og í raun skrýtið hvað vantaði mikla ákefð inn á völlinn miðað við hvað mikið var undir. „Það var mikið af klaufalegum hlutum þar sem við þurftum að vera með gæði. Við þurftum mörk þannig að þetta var svekkjandi. Þetta kannski endurspeglar tímabilið þessi seinni hálfleikur. Fullt af færum og svo einbeitingarleysi þegar þeir skora mark. Það var klaufagangur í því og algjör óþarfi að fá á sig mark í dag.“ Síðari hálfleikur var betri af hálfu Eyjamanna þó svo að Keflavík hafi skorað strax í upphafi hans. „Það var kraftur í andi í þessu, sláarskot og alls konar í seinni hálfleik. Við höfðum mikla trúa á því að klára þetta í dag, það var bara þannig og andinn var þannig. Það er svekkjandi að hafa ekki fylgt því eftir, sérstaklega fyrstu 45 mínúturnar. Það var alltof mikið af mómentum sem litu vel út en við vorum klaufar.“ „Það er það sem er að bíta okkur“ Hermann hefur verið tíðrætt um góðar frammistöður ÍBV-liðsins í sumar og því lá beinast við að spyrja hann hvort honum fyndist óverðskuldað að liðið væri nú fallið um deild. „Óverðskuldað eða ekki, við erum farnir niður þannig að það kemur niður á eitt hvað mér finnst. Þegar við skoðum „expected points“ og hvað þú ert búinn að skapa þér eitthvað af færum þá erum við langt fyrir ofan þetta. Það er okkur sjálfum að kenna, við höfum ekki farið vel með færin okkar í sumar og að sama skapi leyft að láta refsa okkur með dýrum mörkum. Sérstaklega tveimur hér á móti Fram og Fylki. Það var rándýrt í lokin,“ en ÍBV fékk á sig jöfnunarmörk í leikjum gegn Fram og Fylki á síðustu vikum sem var dýrkeypt því það voru liðin við hlið þeirra í fallbaráttunni. „Það er það í rauninni sem er að bíta okkur. Það er svekkjandi en það hefur ekki verið leikur, að frátöldum Víkingsleiknum, þar sem andstæðingurinn hefur labbað yfir okkur, við verið skotspónn eða markvörðurinn okkar að halda okkur inn í þessu. Það hefur frekar verið markvörður andstæðinganna.“ Eyjamenn hafa verið óheppnir með meiðsli í sumar og í dag byrjuðu til dæmis fyrirliðinn Alex Freyr Hilmarsson og Oliver Heiðarsson á bekknum þar sem þeir voru ekki að fullu klárir í saglinn. „Þetta eru mörg samspilandi atriði. Afsakanir en staðreyndir tala sínu máli. Við höfum verið með mikið laskað lið í sumar, brot og erfið meiðsli hjá lykilmönnum. Við höfum aldrei náð að komast á skrið með úrslitum. Við höfum átt ágætis frammistöður núna en samt verið að púsla inn í það. eins og tímabilið hefur verið. Þetta er búið að vera þungt tímabilið í heildina. Ef maður endurskoðar tímabilið í heildina þá hefur það verið þungt hvað það varðar.“ „Við byrjuðum gegn Val af krafti og svo strax í öðrum leik eru fjórir meiddir og svo í kjölfarið á því þrjú eða fjögur rauð spjöld. Þetta var þungt tímabil í að komast á eitthvað skrið.“ „Við mætum með sterk lið í Lengjudeildina á næsta ári“ Eyjaliðið missti þá Sigurð Arnar Magnússon og Hermann Þór Ragnarsson frá sér í ágúst en fékk tvo erlenda leikmenn inn í staðinn. Hermann segist ekki ósáttur að hafa ekki fengið meiri styrkingu. „Nei nei, í raun ekki. Við höfum alveg verið inni í þessum leikjum og fengum tvo í styrkingu. Bjarki (Björn Gunnarsson) var kominn á flug og svo meiðist hann. Filip (Valencic) var frá allt tíambilið, þetta voru ekki bara þeir sem fóru. Þetta voru fullmargir og lykilleikmenn sem náðu ekki takti í liðinu.“ Hermann er með áframhaldandi samning við Eyjamenn en býst við einhverjum breytingum hjá liðinu. „Það verða einhverjar breytingar. Við skoðum hvernig staðan er og hvernig á að vinna þetta í þessari deild. Það verður alveg á hreinu að við mætum með sterkt lið í Lengjudeildina á næsta ári. Það er alveg öruggt.“
Besta deild karla ÍBV Keflavík ÍF Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti