Fótbolti

Knatt­spyrnu­sam­band Spánar biður for­seta sam­bandsins að segja af sér

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Spænska knattspyrnusambandið vill Rubiales burt.
Spænska knattspyrnusambandið vill Rubiales burt. Oscar J. Barroso/Getty Images

Knattspyrnusamband Spánar, RFEF, hefur beðið forseta sambandsins, Luis Rubiales, um að segja af sér vegna hegðunar hans.

Það hefur mikið gengið á síðan Spánn varð heimsmeistari kvenna í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Englandi í úrslitum. Þegar leikmenn fengu verðlaunagripi sínu þá tók Rubiales um höfuð Jenni Hermoso og gaf henni óumbeðinn koss sem hefur dregið dilk á eftir sér.

Rubiales hefur þvertekið fyrir að gera eitthvað rangt og segir að Hermoso hafi í raun beðið um kossinn. Það er þó ekkert sem bendir til þess og hefur Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA, dæmt Rubiales í 90 daga bann. Þá hefur allt starfslið Spánar, fyrir utan þjálfarann umdeilda Jorge Vilda, sagt af sér vegna málsins.

Nú hefur RFEF beðið forsetann um að stíga til hliðar. Í yfirlýsingu sambandsins segir: „Eftir atburði síðustu daga og hegðunar sem hefur skaðað ímynd spænskrar knattspyrnu þá biðjum við Luis Rubiales að segja samstundis af sér sem forseti RFEF.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×