Þjálfari Hollands drullar yfir æfingaaðstöðu liðsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júlí 2023 13:31 Jonker er ekki sáttur. EPA-EFE/BIANCA DE MARCHI Andries Jonker, þjálfari hollenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, er allt annað en sáttur með æfingaaðstöðu liðsins í Nýja-Sjálandi þar sem heimsmeistaramótið fer nú fram. Holland hefur leik á morgun, sunnudag, þegar liðið mætir Portúgal í leik sem mun að öllum líkindum ákvarða hvort liðið fer með Bandaríkjunum upp úr E-riðli. Jonker telur ekki að aðstæðurnar sem Holland æfir við muni hjálpa liðinu. „Þegar við komum hingað á miðvikudag hugsaði ég með mér að við myndum ekki æfa hér. Við höfum áður lýst yfir áhyggjum okkar yfir því að æfa á krikketvelli. Var okkur lofað hinu og þessu en það var ekki staðið við það. Við erum mjög óánægðar og reiðar.“ Netherlands head coach Andries Jonker says his side s #FIFAWWC training facilities in New Zealand fit with amateurism of the highest order .More from @bosherL https://t.co/rIBigb6XAo— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) July 21, 2023 Þjálfarinn hafði áður kvartað yfir því að æfingaaðstaða liðsins væri Bay Oval-krikket völlurinn. Er hann með hörðum „krikket-ferningi“ í miðjunni. „Við viljum eiga góðan leik gegn Portúgal, við viljum að undirbúningurinn sé sem bestur og að við getum þannig átt gott mót þar sem við teljum okkur vera með topplið. Þetta passar ekki við það. Þetta er eins og áhugamennska af verstu gerð.“ „Við getum æft ýmislegt en að spila 11 gegn 11 er ekki hægt,“ sagði Jonker og átti þar við ferninginn í miðju vallarins. Jonker sagði að í raun væru tveir hlutir í stöðunni. Liðið gæti farið degi fyrr til Dunedin þar sem það mætir Portúgal en þá þarf að endurskipuleggja ferðina frá A til Ö. Panta nú flug, bóka ný hótel og því um líkt. Þá gæti liðið keyrt til Hamilton en það er 90 mínútna akstur í báðar áttir. „Við værum á ferðinni frá 10 um morguninn til 18 um daginn fyrir eina æfingu,“ sagði þjálfarinn að endingu. Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins AGF bar sigur úr býtum í Íslendingaslag og fór upp í annað sæti Orri kom inn á í sigri í Andalúsíu Rosengård aftur á beinu brautinni eftir misstig í síðustu umferð Elías fékk fimm mörk á sig í enn einu tapinu gegn Brøndby Olmo mættur aftur með látum Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Mourinho hjálpaði lærisveinum Damiens Duff að verða Írlandsmeistarar Sjá meira
Holland hefur leik á morgun, sunnudag, þegar liðið mætir Portúgal í leik sem mun að öllum líkindum ákvarða hvort liðið fer með Bandaríkjunum upp úr E-riðli. Jonker telur ekki að aðstæðurnar sem Holland æfir við muni hjálpa liðinu. „Þegar við komum hingað á miðvikudag hugsaði ég með mér að við myndum ekki æfa hér. Við höfum áður lýst yfir áhyggjum okkar yfir því að æfa á krikketvelli. Var okkur lofað hinu og þessu en það var ekki staðið við það. Við erum mjög óánægðar og reiðar.“ Netherlands head coach Andries Jonker says his side s #FIFAWWC training facilities in New Zealand fit with amateurism of the highest order .More from @bosherL https://t.co/rIBigb6XAo— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) July 21, 2023 Þjálfarinn hafði áður kvartað yfir því að æfingaaðstaða liðsins væri Bay Oval-krikket völlurinn. Er hann með hörðum „krikket-ferningi“ í miðjunni. „Við viljum eiga góðan leik gegn Portúgal, við viljum að undirbúningurinn sé sem bestur og að við getum þannig átt gott mót þar sem við teljum okkur vera með topplið. Þetta passar ekki við það. Þetta er eins og áhugamennska af verstu gerð.“ „Við getum æft ýmislegt en að spila 11 gegn 11 er ekki hægt,“ sagði Jonker og átti þar við ferninginn í miðju vallarins. Jonker sagði að í raun væru tveir hlutir í stöðunni. Liðið gæti farið degi fyrr til Dunedin þar sem það mætir Portúgal en þá þarf að endurskipuleggja ferðina frá A til Ö. Panta nú flug, bóka ný hótel og því um líkt. Þá gæti liðið keyrt til Hamilton en það er 90 mínútna akstur í báðar áttir. „Við værum á ferðinni frá 10 um morguninn til 18 um daginn fyrir eina æfingu,“ sagði þjálfarinn að endingu.
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins AGF bar sigur úr býtum í Íslendingaslag og fór upp í annað sæti Orri kom inn á í sigri í Andalúsíu Rosengård aftur á beinu brautinni eftir misstig í síðustu umferð Elías fékk fimm mörk á sig í enn einu tapinu gegn Brøndby Olmo mættur aftur með látum Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Mourinho hjálpaði lærisveinum Damiens Duff að verða Írlandsmeistarar Sjá meira