Vítaspyrnur áfram þemað í öruggum sigrum Bandaríkjanna og Japans Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júlí 2023 09:31 Sophia Smith fagnar öðru marka sinna. Ulrik Pedersen/Getty Images Tveir leikir fóru fram á HM kvenna i knattspyrnu í nótt. Bandaríkin unnu Víetnam 3-0 og Japan vann Zambíu 5-0. Vítaspyrnur voru dæmdar í báðum leikjum sem þýðir að það hefur verið bent á vítapunktinn í öllum leikjum mótsins til þessa. Bandaríkin áttu ekki í teljandi vandræðum með Víetnam í nótt. Sophia Smith – sem átti án efa bestu auglýsinguna í aðdraganda mótsins – braut ísinn eftir aðeins 14. mínútur. Alex Morgan, sem lagði upp fyrsta markið, fékk svo gullið tækifæri til að í raun ganga frá leiknum undir lok fyrri hálfleiks þegar Bandaríkin fengu vítaspyrnu. Spyrna hennar fór hins vegar forgörðum og það stefndi í að staðan yrði 1-0 í hálfleik. Áðurnefnd Smith var ekki á þeim buxunum en hún tvöfaldaði forystuna þegar sjö mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik. Staðan 2-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Lindsey Horan gerði svo endanlega út um leikinn á 77. mínútu þegar hún skoraði eftir sendingu frá Smith. Frábær leikur hjá henni og öruggur 3-0 sigur Bandaríkjanna staðreynd. Næstu tveir leikir liðsins verða án efa erfiðari þar sem Portúgal og Holland eru einnig í E-riðli. Heimsmeistararnir, Bandaríkin, mættu til leiks á HM í nótt. Þær mættu Víetnam, sem er á HM í fyrsta sinn. pic.twitter.com/NWNC65Y1FM— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 22, 2023 Japan á topp C-riðils Það tók Japan smá tíma að ganga frá Zambíu í morgunsárið. Mina Tanaka hélt hún hefði komið Japan yfir um miðbik fyrri hálfleiks en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Hinata Miyazawa kom þeim hins vegar yfir undir lok fyrri hálfleiks og Japan 1-0 yfir í hálfleik. Tanaka skoraði aftur í síðari hálfleik og aftur var það dæmt af. Allt er hins vegar þegar þrennt er en Tanaka kom boltanum í netið í þriðja skiptið á 55. mínútu og loks stóð markið, staðan orðin 2-0. Miyazawa bætti svo við öðru marki sínu og þriðja marki Japans skömmu síðar áður en Jun Endo kom Japan í 4-0. Í uppbótartíma fékk Catherine Musonda, markvörður Zambíu, sitt annað gula spjald og þar með rautt. Vítaspyrna var dæmd og Riko Ueki fór á punktinn. Eunice Sakala kom í markið varði spyrnu Ueki. Sakala fór hins vegar af línunni svo taka þurfti spyrnuna aftur. Þá skoraði Ueki og leiknum lauk með þægilegum 5-0 sigri Japans sem er nú komið á topp C-riðils. Annar leikur næturinnar á HM var viðureign Sambíu og Japan. Sambía kom á óvart með sigri á Þýskalandi skömmu fyrir mót en Japan ætlar sér stóra hluti á mótinu. pic.twitter.com/oDbUWQlvJt— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 22, 2023 Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Ásakaður um kynferðisbrot rétt áður en HM fer af stað Bruce Mwape, þjálfari kvennaliðs Sambíu í knattspyrnu, hefur verið ásakaður um kynferðisbrot. Sambía er meðal liða sem keppir á HM kvenna sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi frá 20. júlí til 20. ágúst. 9. júlí 2023 08:01 Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins AGF bar sigur úr býtum í Íslendingaslag og fór upp í annað sæti Orri kom inn á í sigri í Andalúsíu Rosengård aftur á beinu brautinni eftir misstig í síðustu umferð Elías fékk fimm mörk á sig í enn einu tapinu gegn Brøndby Olmo mættur aftur með látum Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Mourinho hjálpaði lærisveinum Damiens Duff að verða Írlandsmeistarar Sjá meira
Bandaríkin áttu ekki í teljandi vandræðum með Víetnam í nótt. Sophia Smith – sem átti án efa bestu auglýsinguna í aðdraganda mótsins – braut ísinn eftir aðeins 14. mínútur. Alex Morgan, sem lagði upp fyrsta markið, fékk svo gullið tækifæri til að í raun ganga frá leiknum undir lok fyrri hálfleiks þegar Bandaríkin fengu vítaspyrnu. Spyrna hennar fór hins vegar forgörðum og það stefndi í að staðan yrði 1-0 í hálfleik. Áðurnefnd Smith var ekki á þeim buxunum en hún tvöfaldaði forystuna þegar sjö mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik. Staðan 2-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Lindsey Horan gerði svo endanlega út um leikinn á 77. mínútu þegar hún skoraði eftir sendingu frá Smith. Frábær leikur hjá henni og öruggur 3-0 sigur Bandaríkjanna staðreynd. Næstu tveir leikir liðsins verða án efa erfiðari þar sem Portúgal og Holland eru einnig í E-riðli. Heimsmeistararnir, Bandaríkin, mættu til leiks á HM í nótt. Þær mættu Víetnam, sem er á HM í fyrsta sinn. pic.twitter.com/NWNC65Y1FM— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 22, 2023 Japan á topp C-riðils Það tók Japan smá tíma að ganga frá Zambíu í morgunsárið. Mina Tanaka hélt hún hefði komið Japan yfir um miðbik fyrri hálfleiks en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Hinata Miyazawa kom þeim hins vegar yfir undir lok fyrri hálfleiks og Japan 1-0 yfir í hálfleik. Tanaka skoraði aftur í síðari hálfleik og aftur var það dæmt af. Allt er hins vegar þegar þrennt er en Tanaka kom boltanum í netið í þriðja skiptið á 55. mínútu og loks stóð markið, staðan orðin 2-0. Miyazawa bætti svo við öðru marki sínu og þriðja marki Japans skömmu síðar áður en Jun Endo kom Japan í 4-0. Í uppbótartíma fékk Catherine Musonda, markvörður Zambíu, sitt annað gula spjald og þar með rautt. Vítaspyrna var dæmd og Riko Ueki fór á punktinn. Eunice Sakala kom í markið varði spyrnu Ueki. Sakala fór hins vegar af línunni svo taka þurfti spyrnuna aftur. Þá skoraði Ueki og leiknum lauk með þægilegum 5-0 sigri Japans sem er nú komið á topp C-riðils. Annar leikur næturinnar á HM var viðureign Sambíu og Japan. Sambía kom á óvart með sigri á Þýskalandi skömmu fyrir mót en Japan ætlar sér stóra hluti á mótinu. pic.twitter.com/oDbUWQlvJt— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 22, 2023
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Ásakaður um kynferðisbrot rétt áður en HM fer af stað Bruce Mwape, þjálfari kvennaliðs Sambíu í knattspyrnu, hefur verið ásakaður um kynferðisbrot. Sambía er meðal liða sem keppir á HM kvenna sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi frá 20. júlí til 20. ágúst. 9. júlí 2023 08:01 Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins AGF bar sigur úr býtum í Íslendingaslag og fór upp í annað sæti Orri kom inn á í sigri í Andalúsíu Rosengård aftur á beinu brautinni eftir misstig í síðustu umferð Elías fékk fimm mörk á sig í enn einu tapinu gegn Brøndby Olmo mættur aftur með látum Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Mourinho hjálpaði lærisveinum Damiens Duff að verða Írlandsmeistarar Sjá meira
Ásakaður um kynferðisbrot rétt áður en HM fer af stað Bruce Mwape, þjálfari kvennaliðs Sambíu í knattspyrnu, hefur verið ásakaður um kynferðisbrot. Sambía er meðal liða sem keppir á HM kvenna sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi frá 20. júlí til 20. ágúst. 9. júlí 2023 08:01