Sagði SARS-CoV-2 hannaða til að leggjast þyngra á hvíta og svarta Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. júlí 2023 07:28 Kennedy var harðlega gagnrýninn á aðgerðir stjórnvalda í Covid-19 faraldrinum. Getty/John Lamparski Nánir ættingjar forsetaframbjóðandans Robert Kennedy Jr. hafa fordæmt ummæli sem hann lét falla um helgina þess efnis að svo virtist sem SARS-CoV-2 veirunni hefði verið breytt til að leggjast þyngra á hvítt og svart fólk en gyðinga og Kínverja. Kennedy, sem sækist eftir því að verða forsetaefni Demókrataflokksins, sagði á laugardaginn að svo virtist sem Covid-19 legðist þyngra á ákveðna kynþætti en aðra og að þeir sem virtust með mest ónæmi væru Kínverjar og Ashkenazi-gyðingar. Ummælin náðust á myndskeið en Kennedy sakaði Kínverja einnig um þróun vírusa sem vopna. Staðhæfingar Kennedy voru harðlega gagnrýndar á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær, þar sem fjölmiðlafulltrúi Joe Biden Bandaríkjaforseta sagði um að ræða rasískar samsæriskenningar. Skyldmenni Kennedy bættust í hóp gagnrýnenda hans seinna um daginn en systir hans, Kerry Kennedy, sagðist á Twitter fordæma ummæli hans harðlega. Þá sagði frændi hans, Joe Kennedy III, að ummælin væru bæði röng og særandi. I STRONGLY condemn my brother's deplorable and untruthful remarks last week about Covid being engineered for ethnic targeting. https://t.co/9YCag7JtHm— Kerry Kennedy (@KerryKennedyRFK) July 17, 2023 Kennedy sendi yfirlýsingu til Guardian í gær þar sem hann hélt því fram að orð hans hefðu verið tekin úr samhengi og að hann hefði aldrei haldið því fram að SARS-CoV-2 hefði verið hannaður til að þyrma gyðingum sérstaklega. Hann ku hins vegar einnig hafa sent miðlinum skilaboð þar sem hann vísaði á vísindagrein þess efnis að sá möguleiki væri fyrir hendi að óprúttnir aðilar hönnuðu lífefnavopn gegn ákveðnum hópum umfram aðra. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Fleiri fréttir Helmingur blaðamanna landsins í verkfalli í aðdraganda þingkosninga Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Sjá meira
Kennedy, sem sækist eftir því að verða forsetaefni Demókrataflokksins, sagði á laugardaginn að svo virtist sem Covid-19 legðist þyngra á ákveðna kynþætti en aðra og að þeir sem virtust með mest ónæmi væru Kínverjar og Ashkenazi-gyðingar. Ummælin náðust á myndskeið en Kennedy sakaði Kínverja einnig um þróun vírusa sem vopna. Staðhæfingar Kennedy voru harðlega gagnrýndar á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær, þar sem fjölmiðlafulltrúi Joe Biden Bandaríkjaforseta sagði um að ræða rasískar samsæriskenningar. Skyldmenni Kennedy bættust í hóp gagnrýnenda hans seinna um daginn en systir hans, Kerry Kennedy, sagðist á Twitter fordæma ummæli hans harðlega. Þá sagði frændi hans, Joe Kennedy III, að ummælin væru bæði röng og særandi. I STRONGLY condemn my brother's deplorable and untruthful remarks last week about Covid being engineered for ethnic targeting. https://t.co/9YCag7JtHm— Kerry Kennedy (@KerryKennedyRFK) July 17, 2023 Kennedy sendi yfirlýsingu til Guardian í gær þar sem hann hélt því fram að orð hans hefðu verið tekin úr samhengi og að hann hefði aldrei haldið því fram að SARS-CoV-2 hefði verið hannaður til að þyrma gyðingum sérstaklega. Hann ku hins vegar einnig hafa sent miðlinum skilaboð þar sem hann vísaði á vísindagrein þess efnis að sá möguleiki væri fyrir hendi að óprúttnir aðilar hönnuðu lífefnavopn gegn ákveðnum hópum umfram aðra.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Fleiri fréttir Helmingur blaðamanna landsins í verkfalli í aðdraganda þingkosninga Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Sjá meira