Sögulegur leiðtogafundur NATO í Vilníus Heimir Már Pétursson skrifar 11. júlí 2023 11:59 Gitanas Nauseda forseti Litháen bauð Joe Biden forseta Bandaríkjanna velkominn til Vilnius í morgun og átti með honum stuttan fund fyrir leiðtogafundinn. AP/Susan Walsh Svíum verður boðin formleg aðild að Atlantshafsbandalaginu á tveggja daga leiðtogafundi bandalagsins sem hófst í Vilníus í Litháen í morgun. Einnig verða teknar ákvarðanir um uppfærslu á varnar- og fælingarmætti NATO í austurhluta Evrópu og leiðarvísir lagður að aðild Úkraínu að bandalaginu. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO sagði leiðtogafundinn í Vilníus sögulegan áður en hann hófst í morgun vegna þeirra viðfangsefna sem lægju fyrir fundinum. Þetta væri einnig fyrsti leiðtogafundurinn eftir að Finnar urðu að fullu meðlimir. Þá verður Svíum formlega boðin aðild áfundinum eftir að Tyrkir létu af andstöðu sinni í gær. Stoltenberg segir mikinn einhug í stuðningi aðildarríkja NATO við Úkraínu. Það yrði ekki aðeins harmleikur fyrir Úkraínu ef hún tapaði stríðinu, það yrði hættulegt fyrir alla. Gitanas Nauseda forseti Litháen með Joe Biden forseta Bandaríkjanna og Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóra NATO.AP/Susan Walsh „Það yrði hættulegt fyrir okkur vegna þess að þá yrðu skilaboðin til allra leiðtoga valdstjórna að þeir komist upp með að beita hervaldi, brjóta alþjóðalög og gera innrás í önnur ríki. Það myndi auka hættuna íheiminum enn frekar og veikja stöðu okkar," sagði Stoltenberg í morgun. Hann væri einnig sannfærður um að Svíar yrðu 32. aðildarríkið að NATO eftir að Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands samþykkti aðildina í gær. Svíar verði því boðnir velkomnir í NATO í dag og yrðu síðan fullgildir meðlimir að lokinni atkvæðagreiðslu í tyrkneska þinginu. Leiðtogar þrjátíu og eins aðildarríkis NATO við upphaf fundarins í morgun. Katrín Jakobsdóttir sést fyrir aftan forsætisráðherra Spánar hægra meginn á myndinni.AP/Pavel Golovkin Jake Sullivan talsmaður Hvíta hússins segir að leiðtogarnir muni ræða helstu áskoranir og uppfærslu á varnar- og fælingarmætti NATO með auknum framlögum og viðbragðsgetu hersveita bandalagsins. Þá verði vegvísir að aðild Úkraínu að NATO ræddur. „Eins og Joe Biden forseti hefur sagt, þá myndi aðild Úkraínu aðbandalaginu á þessum fundi í dag draga NATO inn í stríðið við Rússland. Úkraína þarf einnig að vinna að frekari úrbótum hjá sér áður en til aðildar kemur. En bandalagsþjóðirnar munu senda frá sér skýr og jákvæð merki um aðilda Úkraínu að NATO í framtíðinni," sagði Sullivan talsmaður Hvíta hússins. Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu mun sitja hluta leiðtogafundarins. Í tísti í morgun lýsti hann óánægju sinni með að enginn tímarammi væri settur fram um hvenær Úkraínu verði boðin aðild að NATO. Þetta gæti þýtt að aðild Úkraínu réðist ísamningaviðræðum við Rússa sem muni auka vilja þeirra til áframhaldandi hryðjuverka. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra sækja leiðtogafundinn fyrir Íslands hönd. NATO Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Erdogan samþykkir NATO-aðild Svía Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur samþykkt aðild Svíþjóðar að Atlantshafsbandalaginu. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, greindi frá þessu í kvöld. 10. júlí 2023 19:47 Ungverjar einnig hlynntir aðild Svía að NATO Yfirvöld í Ungverjalandi ætla að styðja inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið en utanríkisráðherra landsins sagði í morgun að samþykkt innngöngu Svía væri nú eingöngu tæknilegs eðlis. Tyrkir og Ungverjar voru þeir einu sem settu sig á móti inngöngu Svía en Peter Szijjarto, áðurnefndur utanríkisráðherra, sagði í síðustu viku að Ungverjar myndu fylgja Tyrkjum, skiptu þeir síðarnefndu um skoðun. 11. júlí 2023 10:27 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Sjá meira
Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO sagði leiðtogafundinn í Vilníus sögulegan áður en hann hófst í morgun vegna þeirra viðfangsefna sem lægju fyrir fundinum. Þetta væri einnig fyrsti leiðtogafundurinn eftir að Finnar urðu að fullu meðlimir. Þá verður Svíum formlega boðin aðild áfundinum eftir að Tyrkir létu af andstöðu sinni í gær. Stoltenberg segir mikinn einhug í stuðningi aðildarríkja NATO við Úkraínu. Það yrði ekki aðeins harmleikur fyrir Úkraínu ef hún tapaði stríðinu, það yrði hættulegt fyrir alla. Gitanas Nauseda forseti Litháen með Joe Biden forseta Bandaríkjanna og Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóra NATO.AP/Susan Walsh „Það yrði hættulegt fyrir okkur vegna þess að þá yrðu skilaboðin til allra leiðtoga valdstjórna að þeir komist upp með að beita hervaldi, brjóta alþjóðalög og gera innrás í önnur ríki. Það myndi auka hættuna íheiminum enn frekar og veikja stöðu okkar," sagði Stoltenberg í morgun. Hann væri einnig sannfærður um að Svíar yrðu 32. aðildarríkið að NATO eftir að Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands samþykkti aðildina í gær. Svíar verði því boðnir velkomnir í NATO í dag og yrðu síðan fullgildir meðlimir að lokinni atkvæðagreiðslu í tyrkneska þinginu. Leiðtogar þrjátíu og eins aðildarríkis NATO við upphaf fundarins í morgun. Katrín Jakobsdóttir sést fyrir aftan forsætisráðherra Spánar hægra meginn á myndinni.AP/Pavel Golovkin Jake Sullivan talsmaður Hvíta hússins segir að leiðtogarnir muni ræða helstu áskoranir og uppfærslu á varnar- og fælingarmætti NATO með auknum framlögum og viðbragðsgetu hersveita bandalagsins. Þá verði vegvísir að aðild Úkraínu að NATO ræddur. „Eins og Joe Biden forseti hefur sagt, þá myndi aðild Úkraínu aðbandalaginu á þessum fundi í dag draga NATO inn í stríðið við Rússland. Úkraína þarf einnig að vinna að frekari úrbótum hjá sér áður en til aðildar kemur. En bandalagsþjóðirnar munu senda frá sér skýr og jákvæð merki um aðilda Úkraínu að NATO í framtíðinni," sagði Sullivan talsmaður Hvíta hússins. Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu mun sitja hluta leiðtogafundarins. Í tísti í morgun lýsti hann óánægju sinni með að enginn tímarammi væri settur fram um hvenær Úkraínu verði boðin aðild að NATO. Þetta gæti þýtt að aðild Úkraínu réðist ísamningaviðræðum við Rússa sem muni auka vilja þeirra til áframhaldandi hryðjuverka. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra sækja leiðtogafundinn fyrir Íslands hönd.
NATO Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Erdogan samþykkir NATO-aðild Svía Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur samþykkt aðild Svíþjóðar að Atlantshafsbandalaginu. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, greindi frá þessu í kvöld. 10. júlí 2023 19:47 Ungverjar einnig hlynntir aðild Svía að NATO Yfirvöld í Ungverjalandi ætla að styðja inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið en utanríkisráðherra landsins sagði í morgun að samþykkt innngöngu Svía væri nú eingöngu tæknilegs eðlis. Tyrkir og Ungverjar voru þeir einu sem settu sig á móti inngöngu Svía en Peter Szijjarto, áðurnefndur utanríkisráðherra, sagði í síðustu viku að Ungverjar myndu fylgja Tyrkjum, skiptu þeir síðarnefndu um skoðun. 11. júlí 2023 10:27 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Sjá meira
Erdogan samþykkir NATO-aðild Svía Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur samþykkt aðild Svíþjóðar að Atlantshafsbandalaginu. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, greindi frá þessu í kvöld. 10. júlí 2023 19:47
Ungverjar einnig hlynntir aðild Svía að NATO Yfirvöld í Ungverjalandi ætla að styðja inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið en utanríkisráðherra landsins sagði í morgun að samþykkt innngöngu Svía væri nú eingöngu tæknilegs eðlis. Tyrkir og Ungverjar voru þeir einu sem settu sig á móti inngöngu Svía en Peter Szijjarto, áðurnefndur utanríkisráðherra, sagði í síðustu viku að Ungverjar myndu fylgja Tyrkjum, skiptu þeir síðarnefndu um skoðun. 11. júlí 2023 10:27
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent