Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Samúel Karl Ólason skrifar 18. febrúar 2025 11:39 Jack LaSota, leiðtogi sértrúarsafnaðarins er uppi til vinstri. Hinir eru meintir fylgjendur hans og hafa þau verið bendluð við sex morð í þremur ríkjum. AP Ríkislögregla Maryland í Bandaríkjunum tilkynnti í gær að Jack Lasota, eða „Ziz“, meintur leiðtogi sértrúarsafnaðar, eða költs, sem bendlaður hefur verið við fjölda morða á undanförnum mánuðum, hafi verið handtekin. LaSota, sem notast við kvenkynsfornöfn, er talin leiða hóp fólks sem kallast „Zizians“ og hafa meðlimir hans verið bendlaðir við sex morð í þremur ríkjum Bandaríkjanna. Þessi meinti sértrúarsöfnuður hefur notið mikillar athygli vestanhafs eftir að meðlimir hans lentu í skotbardaga við landamæraverði í Vermont og skutu einn þeirra til bana. Fyrir hvað þessi sértrúarsöfnuður stendur er óljóst en „Ziz“ er talin stýra honum og meðlimum hans, sem eru að mestu á þrítugs- og fertugsaldri. Meðal áðurnefndra morða eru morðin á Richard og Rita Zajko en þegar LaSota var handtekinn í gær, var Michelle Zajko, dóttir þeirra hjóna, einnig handtekinn og fannst skotvopn í bíl þeirra. Maður að nafni Daniel Blank var einnig með þeim í bílnum, samkvæmt frétt NBC News. LaSota, Zajko og Blank standa frammi fyrir ýmsum ákærum en ekki fyrir morð. Þær verða færðar fyrir dómara seinna í dag þar sem ákveða á hvort þær munu sitja í gæsluvarðhaldi eða eiga möguleika á því að vera sleppt gegn tryggingu. Síðast þegar LaSota var sleppt með slíkum hætti mætti hún ekki í dómsal eins og hún átti að gera. Þremur mánuðum eftir að LoSota sviðsetti andlát sitt í bátaslysi var hún viðstödd áflog í Kaliforníu þar sem meðlimir sértrúarsafnaðarins stungu leigutaka þeirra með sverði, vegna deilna um skuld þeirra. Réttarhöld í því máli áttu að hefjast í vor en leigutakinn var skorinn á háls í síðasta mánuði og segja lögregluþjónar að það hafi verið gert til að koma í veg fyrir að hann bæri vitni við réttarhöldin. Einn hefur verið ákærður fyrir morðið en hann hafði áður ætlað að giftast konunni sem skaut áðurnefndan landamæravörð. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Sjá meira
LaSota, sem notast við kvenkynsfornöfn, er talin leiða hóp fólks sem kallast „Zizians“ og hafa meðlimir hans verið bendlaðir við sex morð í þremur ríkjum Bandaríkjanna. Þessi meinti sértrúarsöfnuður hefur notið mikillar athygli vestanhafs eftir að meðlimir hans lentu í skotbardaga við landamæraverði í Vermont og skutu einn þeirra til bana. Fyrir hvað þessi sértrúarsöfnuður stendur er óljóst en „Ziz“ er talin stýra honum og meðlimum hans, sem eru að mestu á þrítugs- og fertugsaldri. Meðal áðurnefndra morða eru morðin á Richard og Rita Zajko en þegar LaSota var handtekinn í gær, var Michelle Zajko, dóttir þeirra hjóna, einnig handtekinn og fannst skotvopn í bíl þeirra. Maður að nafni Daniel Blank var einnig með þeim í bílnum, samkvæmt frétt NBC News. LaSota, Zajko og Blank standa frammi fyrir ýmsum ákærum en ekki fyrir morð. Þær verða færðar fyrir dómara seinna í dag þar sem ákveða á hvort þær munu sitja í gæsluvarðhaldi eða eiga möguleika á því að vera sleppt gegn tryggingu. Síðast þegar LaSota var sleppt með slíkum hætti mætti hún ekki í dómsal eins og hún átti að gera. Þremur mánuðum eftir að LoSota sviðsetti andlát sitt í bátaslysi var hún viðstödd áflog í Kaliforníu þar sem meðlimir sértrúarsafnaðarins stungu leigutaka þeirra með sverði, vegna deilna um skuld þeirra. Réttarhöld í því máli áttu að hefjast í vor en leigutakinn var skorinn á háls í síðasta mánuði og segja lögregluþjónar að það hafi verið gert til að koma í veg fyrir að hann bæri vitni við réttarhöldin. Einn hefur verið ákærður fyrir morðið en hann hafði áður ætlað að giftast konunni sem skaut áðurnefndan landamæravörð.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Sjá meira