Real Madríd vill þrjár stórstjörnur í sumar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. maí 2023 08:01 Þessir þrír eru orðaðir við Real Madríd. Getty Images/EPA Real Madríd stefnir á að sækja nokkur af stærstu nöfnum Evrópu þegar félagaskiptaglugginn opnar í sumar. Real Madríd mun ekki verja Evrópumeistaratitil sinn. Lærisveinar Carlo Ancelotti sáu aldrei til sólar þegar liðið heimsótti Manchester City í síðari leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Barcelona hefur þegar tryggt sér spænska meistaratitilinn og þó Real hafi unnið spænska konungsbikarinn þá er það ekki nóg á þeim bænum. Því ætlar Real að láta til sín taka á leikmannamarkaðnum í sumar. Jude Bellingham, miðjumaður Borussia Dortmund í Þýskalandi, hefur verið sterklega orðaður við Real undanfarna mánuði. Vitað er að þessi 19 ára gamli miðjumaður er að hugsa sér til hreyfings í sumar og virðist Madríd næsti áfangastaður hans. Hann er ekki eina stórstjarnan í Þýskalandi sem er orðuð við Real. Spænska stórveldið hefur ekki fyllt skarð hins brasilíska Marcelo sem yfirgaf félagið vorið 2022. Fjölmiðlar erlendis greina frá því að Real vilji fá hinn 22 ára gamla Alphonso Davies, vinstri bakvörð München og kanadíska landsliðsins. Davies er með skemmtilegri bakvörðum heims um þessar mundir en hann er hvað þekktastur fyrir gríðarlegan hraða og að taka mikinn þátt í sóknarleik Bæjara. Að lokum hefur Real ekki gefist upp á að fá Kylian Mbappé í sínar raðir. Franski framherjinn var við það að skrifa undir hjá Real sumarið 2022 en snerist á endanum hugur og samdi við París Saint-Germian. | Real Madrid are interested in signing Borussia Dortmund midfielder Jude Bellingham, PSG forward Kylian Mbappe and Bayern Munich left-back Alphonso Davies this summer pic.twitter.com/WEpJudbXuZ— Football Daily (@footballdaily) May 16, 2023 Nú er komið annað hljóð í skrokkinn á hinum 24 ára gamla Mbappé og er talið að hann gæti gengið í raðir Real í sumar. Þó Real sé enn með betri liðum Evrópu er ljóst að liðið yrði einstaklega óárennilegt með þessa þrjá innanborðs. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Sjá meira
Real Madríd mun ekki verja Evrópumeistaratitil sinn. Lærisveinar Carlo Ancelotti sáu aldrei til sólar þegar liðið heimsótti Manchester City í síðari leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Barcelona hefur þegar tryggt sér spænska meistaratitilinn og þó Real hafi unnið spænska konungsbikarinn þá er það ekki nóg á þeim bænum. Því ætlar Real að láta til sín taka á leikmannamarkaðnum í sumar. Jude Bellingham, miðjumaður Borussia Dortmund í Þýskalandi, hefur verið sterklega orðaður við Real undanfarna mánuði. Vitað er að þessi 19 ára gamli miðjumaður er að hugsa sér til hreyfings í sumar og virðist Madríd næsti áfangastaður hans. Hann er ekki eina stórstjarnan í Þýskalandi sem er orðuð við Real. Spænska stórveldið hefur ekki fyllt skarð hins brasilíska Marcelo sem yfirgaf félagið vorið 2022. Fjölmiðlar erlendis greina frá því að Real vilji fá hinn 22 ára gamla Alphonso Davies, vinstri bakvörð München og kanadíska landsliðsins. Davies er með skemmtilegri bakvörðum heims um þessar mundir en hann er hvað þekktastur fyrir gríðarlegan hraða og að taka mikinn þátt í sóknarleik Bæjara. Að lokum hefur Real ekki gefist upp á að fá Kylian Mbappé í sínar raðir. Franski framherjinn var við það að skrifa undir hjá Real sumarið 2022 en snerist á endanum hugur og samdi við París Saint-Germian. | Real Madrid are interested in signing Borussia Dortmund midfielder Jude Bellingham, PSG forward Kylian Mbappe and Bayern Munich left-back Alphonso Davies this summer pic.twitter.com/WEpJudbXuZ— Football Daily (@footballdaily) May 16, 2023 Nú er komið annað hljóð í skrokkinn á hinum 24 ára gamla Mbappé og er talið að hann gæti gengið í raðir Real í sumar. Þó Real sé enn með betri liðum Evrópu er ljóst að liðið yrði einstaklega óárennilegt með þessa þrjá innanborðs.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Sjá meira