„Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. apríl 2025 19:31 Þorsteinn Halldórsson var ánægður með margt í leik íslenska liðsins í kvöld. Vísir/Anton Brink Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var ánægður með leik liðsins gegn Noregi í Þjóðadeildinni í kvöld, þrátt fyrir að íslensku stelpunum hafi ekki tekist að sækja sigurinn. Íslenska liðið var í bílstjórasætinu stærstan hluta leiksins og skapaði sér nóg af færum í leik kvöldsins. Inn vildi boltinn þó ekki og niðurstaðan varð markalaust jafntefli. „Ég var ánægður með leikinn og ég var ánægður með margt sem við gerðum. Við sköpuðum okkur færi til að skora, en vissulega fengu þær einhver færi líka, en heilt yfir fannst mér við sterkari aðilinn í þessum leik,“ sagði Þorsteinn í leikslok. „Eins og ég segi þá sköpuðum við færi til að skora og auðvitað eru það ákveðin vonbrigði að skora ekki, en við verðum líka að horfa í frammistöðuna og heilt yfir fannst mér hún góð. Ég er að mörgu leyti sáttur við margt af því sem við vorum að gera.“ Þorsteinn gerði fimm breytingar á íslenska liðinu frá síðasta leik og neyddist til að hafa fyrirliðann Glódísi Perlu Viggósdóttur utan hóps í fyrsta skipti í fjölda ára. Hann segir liðið þó hafa náð að stilla strengi sína. „Mér fannst dýnamíkin bara góð. Leikmenn voru að stíga upp og gerðu margt af því sem var lagt fyrir þá. Við spiluðum þennan leik bara heilt yfir vel. Ég er sáttur við margt og ég er sáttur við hugrekkið og kraftinn í þeim. Við vorum að skapa okkur færi til að skora, en það datt ekki með okkur í dag. Ef við spilum af þessum krafti og áræðni á þriðjudaginn þá fáum við enn betri úrslit þar.“ Þrátt fyrir að íslenska liðið hafi haft yfirhöndina stærstan hluta leiksins fékk norska liðið sín færi til að koma boltanum yfir línuna. Þau færi fengu Norðmenn þó yfirleitt eftir mistök íslenska liðsins, sem Þorsteinn vonar að leikmenn hafi náð að hrista af sér. „Ég ætla að vona það. Mér fannst við aldrei vera í vandræðum með þær. Þetta var meira þannig að við að gefa þeim möguleika á því að komast í dauðafæri og allt það, eða koma þeim í færi eftir smá mistök hjá okkur.“ „En mér fannst þær aldrei ná að spila okkur sundur og saman. Auðvitað lágu þær aðeins á okkur á kafla þarnar í seinni hálfleik þar sem við duttum aðeins niður, en við töluðum um það fyrir leik að það kemur alltaf kafli í fótboltaleik þar sem þú þarft að verjast og þú þarft bara að elska það. Mér fannst við bara gera það vel og ég var ekkert stressaður yfir því. Svo komum okkur bara inn í þetta hægt og rólega aftur og hefðum alveg getað skorað.“ Þá segir hann mikilvægt að hamra járnið á meðan það er heitt og taka jákvæða frammistöðu með sér í næsta leik, þó úrslitin hafi ekki dottið með íslenska liðinu í kvöld. „Ég held að við getum algjörlega horft á þetta þannig. Við þurfum bara að hrista þennan leik úr okkur og svo þurfum við bara að mæta klárar á þriðjudaginn og fá jafnvel enn betri frammistöðu. Það er allavega lágmark að fá sömu ákefð, sama kraft og sama þor í liðið og þá munum við vinna á þriðjuaginn,“ sagði Þorsteinn að lokum, en íslenska liðið tekur á móti Sviss næstkomandi þriðjudag. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Sjá meira
Íslenska liðið var í bílstjórasætinu stærstan hluta leiksins og skapaði sér nóg af færum í leik kvöldsins. Inn vildi boltinn þó ekki og niðurstaðan varð markalaust jafntefli. „Ég var ánægður með leikinn og ég var ánægður með margt sem við gerðum. Við sköpuðum okkur færi til að skora, en vissulega fengu þær einhver færi líka, en heilt yfir fannst mér við sterkari aðilinn í þessum leik,“ sagði Þorsteinn í leikslok. „Eins og ég segi þá sköpuðum við færi til að skora og auðvitað eru það ákveðin vonbrigði að skora ekki, en við verðum líka að horfa í frammistöðuna og heilt yfir fannst mér hún góð. Ég er að mörgu leyti sáttur við margt af því sem við vorum að gera.“ Þorsteinn gerði fimm breytingar á íslenska liðinu frá síðasta leik og neyddist til að hafa fyrirliðann Glódísi Perlu Viggósdóttur utan hóps í fyrsta skipti í fjölda ára. Hann segir liðið þó hafa náð að stilla strengi sína. „Mér fannst dýnamíkin bara góð. Leikmenn voru að stíga upp og gerðu margt af því sem var lagt fyrir þá. Við spiluðum þennan leik bara heilt yfir vel. Ég er sáttur við margt og ég er sáttur við hugrekkið og kraftinn í þeim. Við vorum að skapa okkur færi til að skora, en það datt ekki með okkur í dag. Ef við spilum af þessum krafti og áræðni á þriðjudaginn þá fáum við enn betri úrslit þar.“ Þrátt fyrir að íslenska liðið hafi haft yfirhöndina stærstan hluta leiksins fékk norska liðið sín færi til að koma boltanum yfir línuna. Þau færi fengu Norðmenn þó yfirleitt eftir mistök íslenska liðsins, sem Þorsteinn vonar að leikmenn hafi náð að hrista af sér. „Ég ætla að vona það. Mér fannst við aldrei vera í vandræðum með þær. Þetta var meira þannig að við að gefa þeim möguleika á því að komast í dauðafæri og allt það, eða koma þeim í færi eftir smá mistök hjá okkur.“ „En mér fannst þær aldrei ná að spila okkur sundur og saman. Auðvitað lágu þær aðeins á okkur á kafla þarnar í seinni hálfleik þar sem við duttum aðeins niður, en við töluðum um það fyrir leik að það kemur alltaf kafli í fótboltaleik þar sem þú þarft að verjast og þú þarft bara að elska það. Mér fannst við bara gera það vel og ég var ekkert stressaður yfir því. Svo komum okkur bara inn í þetta hægt og rólega aftur og hefðum alveg getað skorað.“ Þá segir hann mikilvægt að hamra járnið á meðan það er heitt og taka jákvæða frammistöðu með sér í næsta leik, þó úrslitin hafi ekki dottið með íslenska liðinu í kvöld. „Ég held að við getum algjörlega horft á þetta þannig. Við þurfum bara að hrista þennan leik úr okkur og svo þurfum við bara að mæta klárar á þriðjudaginn og fá jafnvel enn betri frammistöðu. Það er allavega lágmark að fá sömu ákefð, sama kraft og sama þor í liðið og þá munum við vinna á þriðjuaginn,“ sagði Þorsteinn að lokum, en íslenska liðið tekur á móti Sviss næstkomandi þriðjudag.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Sjá meira