Real Madríd vill þrjár stórstjörnur í sumar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. maí 2023 08:01 Þessir þrír eru orðaðir við Real Madríd. Getty Images/EPA Real Madríd stefnir á að sækja nokkur af stærstu nöfnum Evrópu þegar félagaskiptaglugginn opnar í sumar. Real Madríd mun ekki verja Evrópumeistaratitil sinn. Lærisveinar Carlo Ancelotti sáu aldrei til sólar þegar liðið heimsótti Manchester City í síðari leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Barcelona hefur þegar tryggt sér spænska meistaratitilinn og þó Real hafi unnið spænska konungsbikarinn þá er það ekki nóg á þeim bænum. Því ætlar Real að láta til sín taka á leikmannamarkaðnum í sumar. Jude Bellingham, miðjumaður Borussia Dortmund í Þýskalandi, hefur verið sterklega orðaður við Real undanfarna mánuði. Vitað er að þessi 19 ára gamli miðjumaður er að hugsa sér til hreyfings í sumar og virðist Madríd næsti áfangastaður hans. Hann er ekki eina stórstjarnan í Þýskalandi sem er orðuð við Real. Spænska stórveldið hefur ekki fyllt skarð hins brasilíska Marcelo sem yfirgaf félagið vorið 2022. Fjölmiðlar erlendis greina frá því að Real vilji fá hinn 22 ára gamla Alphonso Davies, vinstri bakvörð München og kanadíska landsliðsins. Davies er með skemmtilegri bakvörðum heims um þessar mundir en hann er hvað þekktastur fyrir gríðarlegan hraða og að taka mikinn þátt í sóknarleik Bæjara. Að lokum hefur Real ekki gefist upp á að fá Kylian Mbappé í sínar raðir. Franski framherjinn var við það að skrifa undir hjá Real sumarið 2022 en snerist á endanum hugur og samdi við París Saint-Germian. | Real Madrid are interested in signing Borussia Dortmund midfielder Jude Bellingham, PSG forward Kylian Mbappe and Bayern Munich left-back Alphonso Davies this summer pic.twitter.com/WEpJudbXuZ— Football Daily (@footballdaily) May 16, 2023 Nú er komið annað hljóð í skrokkinn á hinum 24 ára gamla Mbappé og er talið að hann gæti gengið í raðir Real í sumar. Þó Real sé enn með betri liðum Evrópu er ljóst að liðið yrði einstaklega óárennilegt með þessa þrjá innanborðs. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Sjá meira
Real Madríd mun ekki verja Evrópumeistaratitil sinn. Lærisveinar Carlo Ancelotti sáu aldrei til sólar þegar liðið heimsótti Manchester City í síðari leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Barcelona hefur þegar tryggt sér spænska meistaratitilinn og þó Real hafi unnið spænska konungsbikarinn þá er það ekki nóg á þeim bænum. Því ætlar Real að láta til sín taka á leikmannamarkaðnum í sumar. Jude Bellingham, miðjumaður Borussia Dortmund í Þýskalandi, hefur verið sterklega orðaður við Real undanfarna mánuði. Vitað er að þessi 19 ára gamli miðjumaður er að hugsa sér til hreyfings í sumar og virðist Madríd næsti áfangastaður hans. Hann er ekki eina stórstjarnan í Þýskalandi sem er orðuð við Real. Spænska stórveldið hefur ekki fyllt skarð hins brasilíska Marcelo sem yfirgaf félagið vorið 2022. Fjölmiðlar erlendis greina frá því að Real vilji fá hinn 22 ára gamla Alphonso Davies, vinstri bakvörð München og kanadíska landsliðsins. Davies er með skemmtilegri bakvörðum heims um þessar mundir en hann er hvað þekktastur fyrir gríðarlegan hraða og að taka mikinn þátt í sóknarleik Bæjara. Að lokum hefur Real ekki gefist upp á að fá Kylian Mbappé í sínar raðir. Franski framherjinn var við það að skrifa undir hjá Real sumarið 2022 en snerist á endanum hugur og samdi við París Saint-Germian. | Real Madrid are interested in signing Borussia Dortmund midfielder Jude Bellingham, PSG forward Kylian Mbappe and Bayern Munich left-back Alphonso Davies this summer pic.twitter.com/WEpJudbXuZ— Football Daily (@footballdaily) May 16, 2023 Nú er komið annað hljóð í skrokkinn á hinum 24 ára gamla Mbappé og er talið að hann gæti gengið í raðir Real í sumar. Þó Real sé enn með betri liðum Evrópu er ljóst að liðið yrði einstaklega óárennilegt með þessa þrjá innanborðs.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Sjá meira