Fótbolti

Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Emi Buendia fagnar sigurmarki sínu fyrir Bayer 04 Leverkusen í dag.
Emi Buendia fagnar sigurmarki sínu fyrir Bayer 04 Leverkusen í dag. Getty/Christian Kaspar-Bartke

Bayer Leverkusen minnkaði í dag forskot Bayern München á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í sex stig en liðið var þó nálægt því að tapa stigum í leiknum.

Leverkusen vann 1-0 útisigur á Heidenheim í dag. Bayern vann sinn leik í gær og því varð Leverkusen að vinna til að missa Bæjara ekki of langt frá sér.

Leverkusen hefur unnið marga leiki á dramatískan hátt í blálokin undir stjórn Xabi Alonso og þessi bættist í hópinn.

Emiliano Buendia skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu í uppbótatíma. Markið skoraði hann eftir stoðsendingu frá Jonas Hofmann.

Heidenheim var síst verra liðið í leiknum en Leverkusen sýndi enn á ný styrk sinn á lokamínútum leikja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×