Sanders ætlar ekki í framboð Máni Snær Þorláksson skrifar 25. apríl 2023 23:41 Bernie Sanders ætlar ekki í framboð gegn Joe Biden, forseta Bandaríkjanna. Getty/Jim Vondruska Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders ætlar sér ekki að reyna að verða forsetaefni Demókrataflokksins í þriðja skipti. Hann segist frekar ætla að styðja framboð Joe Biden og gera hvað sem í hans valdi stendur til að sjá til þess að hann verði endurkjörinn sem forseti Bandaríkjann Sanders, sem er 81 árs gamall, hefur í tvígang reynt að verða forsetaefni Demókrataflokksins. Í fyrsta skiptið tapaði hann gegn Hillary Clinton og í seinna skiptið laut hann í lægra haldi fyrir Biden. Hann vill alls ekki að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, eða einhver honum líkur nái að steypa Biden af stóli. „Það síðasta sem þessi þjóð þarfnast er Donald Trump eða einhver annar lýðskrumari af hægri vængnum sem mun reyna að grafa undan bandarísku lýðræði,“ segir Sanders í samtali við AP. Þjóðin þurfi heldur ekki forseta sem reynir að taka í burtu réttindi kvenna eða forseta sem snertir ekki á vandamálum eins og skotárásum, kynjamisrétti og hatri gegn hinsegin fólki: „Svo ég mun gera hvað sem ég get til að sjá til þess að forsetinn verði endurkjörinn.“ Sanders segir að það sé of snemmt að segja til um það hvert hans hlutverk verði nákvæmlega í framboði Biden til endurkjörs. Þá segir hann það hafa verið forréttindi að fá að taka þátt í kosningabaráttunum um að verða forsetaefni flokksins. „Ég naut þess mjög mikils og ég vona að við höfum náð að hafa einhver áhrif á eðli stjórnmála í Bandaríkjunum.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Sjá meira
Sanders, sem er 81 árs gamall, hefur í tvígang reynt að verða forsetaefni Demókrataflokksins. Í fyrsta skiptið tapaði hann gegn Hillary Clinton og í seinna skiptið laut hann í lægra haldi fyrir Biden. Hann vill alls ekki að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, eða einhver honum líkur nái að steypa Biden af stóli. „Það síðasta sem þessi þjóð þarfnast er Donald Trump eða einhver annar lýðskrumari af hægri vængnum sem mun reyna að grafa undan bandarísku lýðræði,“ segir Sanders í samtali við AP. Þjóðin þurfi heldur ekki forseta sem reynir að taka í burtu réttindi kvenna eða forseta sem snertir ekki á vandamálum eins og skotárásum, kynjamisrétti og hatri gegn hinsegin fólki: „Svo ég mun gera hvað sem ég get til að sjá til þess að forsetinn verði endurkjörinn.“ Sanders segir að það sé of snemmt að segja til um það hvert hans hlutverk verði nákvæmlega í framboði Biden til endurkjörs. Þá segir hann það hafa verið forréttindi að fá að taka þátt í kosningabaráttunum um að verða forsetaefni flokksins. „Ég naut þess mjög mikils og ég vona að við höfum náð að hafa einhver áhrif á eðli stjórnmála í Bandaríkjunum.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Sjá meira