Ástralskur ferðalangur leitar að Íslendingnum sem hún kom til bjargar Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 16. apríl 2023 10:07 Rebecca segist hafa hugsað mikið til íslenska samfarþegans eftir að hún kom aftur heim til Ástralíu. Samsett „Ég finn svo til með honum, og ég vona innilega að það sé í lagi með hann,“ segir hin ástralska Rebecca Troughton í samtali við Vísi. Rebecca, sem er ferðabloggari, dvaldi hér á landi í lok seinasta mánaðar og kom íslenskum karlmanni til bjargar um borð í flugvallarskutlu. Hún veit engin deili á manninum og vill gjarnan vita af afdrifum hans. Að morgni 31. mars síðastliðinn var komið að heimför hjá Rebeccu eftir ánægjulega dvöl á Íslandi. „Ég yfirgaf gistiheimilið í Keflavík um hálfsex leytið þennan morgun og fór um borð í flugvallarskutluna á vegum gistiheimilisins. Við vorum bara tvö um borð í skutlunni, ég og 65 ára íslenskur maður sem sagði mér að hann væri á leið í þriggja vikna ferð til Kazakhstan. Við spjölluðum aðeins áður en skutlan lagði af stað og hann sagði mér frá ferðinni sem hann var að fara í, og sagði að hann væri að fara að skoða söguminjar og fræga staði og mér fannst það mjög heillandi, hann var mjög hress og skemmtilegur.“ Sveittur og þvalur og hristist allur til Rebecca segir að skutlan hafi verið nýlögð af stað þegar hún tók eftir að maðurinn byrjaði að stífna upp og hristast allur til. Hún segist fyrst hafa haldið að um hjartaáfall væri að ræða. „En ég á nokkra vini sem eru flogaveikir og mér fannst þetta líta út eins og flogakast. Ég hef líka unnið á járnbrautarstöðvum í Ástralíu og ég hef oft komið að allskonar bráðatilfellum.“ Hún segir bílstjóra skutlunnar hafa kunnað mjög lítið í ensku, og hún hafi því sjálf þurft að hringja í Neyðarlínuna til að biðja um aðstoð. Bílstjórinn hafi síðan náð að keyra skutlunni út í vegkant. Á meðan þau biðu eftir sjúkrabílnum átti Íslendingurinn í miklum öndunarerfiðleikum, andaði mjög grunnt og hratt. „Hann var mjög sveittur og þvalur gat ómögulega tjáð sig. Ég reyndi að honum þannig fyrir í sætinu að hann myndi ekki geta skaðað sjálfan sig. Ég reyndi að tala rólega við hann og fullvissa hann um allt myndi vera í lagi. Loks komu tveir sjúkrabílar og hann var settur á börur og fluttur á brott ásamt eigum sínum. Bílstjóranum, sem ók skutlunni var augljóslega mjög brugðið en mér skilst að hann hafi verið nýbyrjaður.“ Rebecca segist hafa hugsað mikið til íslenska samfarþegans eftir að hún kom aftur heim til Ástralíu. „Ég myndi endilega vilja vita hvort hann sé heill á húfi.“ Veistu meira um málið? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Ástralía Ferðalög Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Að morgni 31. mars síðastliðinn var komið að heimför hjá Rebeccu eftir ánægjulega dvöl á Íslandi. „Ég yfirgaf gistiheimilið í Keflavík um hálfsex leytið þennan morgun og fór um borð í flugvallarskutluna á vegum gistiheimilisins. Við vorum bara tvö um borð í skutlunni, ég og 65 ára íslenskur maður sem sagði mér að hann væri á leið í þriggja vikna ferð til Kazakhstan. Við spjölluðum aðeins áður en skutlan lagði af stað og hann sagði mér frá ferðinni sem hann var að fara í, og sagði að hann væri að fara að skoða söguminjar og fræga staði og mér fannst það mjög heillandi, hann var mjög hress og skemmtilegur.“ Sveittur og þvalur og hristist allur til Rebecca segir að skutlan hafi verið nýlögð af stað þegar hún tók eftir að maðurinn byrjaði að stífna upp og hristast allur til. Hún segist fyrst hafa haldið að um hjartaáfall væri að ræða. „En ég á nokkra vini sem eru flogaveikir og mér fannst þetta líta út eins og flogakast. Ég hef líka unnið á járnbrautarstöðvum í Ástralíu og ég hef oft komið að allskonar bráðatilfellum.“ Hún segir bílstjóra skutlunnar hafa kunnað mjög lítið í ensku, og hún hafi því sjálf þurft að hringja í Neyðarlínuna til að biðja um aðstoð. Bílstjórinn hafi síðan náð að keyra skutlunni út í vegkant. Á meðan þau biðu eftir sjúkrabílnum átti Íslendingurinn í miklum öndunarerfiðleikum, andaði mjög grunnt og hratt. „Hann var mjög sveittur og þvalur gat ómögulega tjáð sig. Ég reyndi að honum þannig fyrir í sætinu að hann myndi ekki geta skaðað sjálfan sig. Ég reyndi að tala rólega við hann og fullvissa hann um allt myndi vera í lagi. Loks komu tveir sjúkrabílar og hann var settur á börur og fluttur á brott ásamt eigum sínum. Bílstjóranum, sem ók skutlunni var augljóslega mjög brugðið en mér skilst að hann hafi verið nýbyrjaður.“ Rebecca segist hafa hugsað mikið til íslenska samfarþegans eftir að hún kom aftur heim til Ástralíu. „Ég myndi endilega vilja vita hvort hann sé heill á húfi.“ Veistu meira um málið? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is.
Ástralía Ferðalög Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira