Innlent

Ný ríkis­stjórn og á­fall í Magdeburg

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hádegisfréttir eru á slaginu 12.
Hádegisfréttir eru á slaginu 12.

Ný ríkisstjórn verður kynnt á blaðamannafundi klukkan eitt í dag en Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, hefur greint frá hverjir úr hennar röðum setjist í ráðneyti. 

Við förum yfir nýjustu tíðindi í stjórnarmyndun Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins í hádegisfréttum Bylgjunnar og heyrum hljóðið í nýjum ráðherrum Viðreisnar. Hvorki formaður Samfylkingarinnar né formaður Flokks fólksins hefur viljað gefa neitt upp um sína ráðherraskipan. 

Heimildir fréttastofu herma þó að Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, verði forseti Alþingis - en hann kemur jafnan úr sama flokki og forsætisráðherra. 

Í fréttatímanum heyrum við einnig í ungri íslenskri konu sem er búsett í Magdeburg í Þýskalandi, þar sem framin var hryðjuverkaárás í gærkvöldi. Hún segir samfélagið í sárum og erfitt að halda upp á jólahátíðina eftir svo hryllilegan atburð. 

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan tólf. 

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 21. desember 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×