Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. mars 2025 11:37 Svona er umhorfs fyrir utan húsnæðið að Fiskislóð. Vísir/Anton Brink Atvinnurekendur, eigendur og leigjendur rýma í atvinnuhúsnæði að Fiskislóð úti á Granda í vesturbæ Reykjavíkur urðu fyrir milljónatjóni í nótt þegar sjór flæddi inn fyrir brimgarða í Reykjavíkurhöfn. Einn eigenda segir að Faxaflóahöfnum hafi ítrekað verið bent á veikleika í brimgarðinum, um tímaspursmál hafi verið að ræða. „Tjónið bara hjá okkur er upp á nokkur hundruð milljónir króna. Hér liggur mölbrotinn flygill á gólfinu hjá mér og rýmin eru bara ónýt,“ segir Arnbjörg María Danielsen sem rekur tónlistarútgáfu með hljóðveri í húsnæðinu. Einungis vika er síðan hljóðverið komst í gagnið og nýtt hljóðkerfi var tengt. Eigendur segja alveg ljóst að tjónið hleypi á mörghundruð milljónum. Vísir/Anton Brink Arnbjörg segir brot hafa komið í brimgarðinn við húsnæðið á föstudagskvöld þegar einnig var vont veður. Hún segir hvorki Faxaflóahafnir né lögreglu hafa gert neinar ráðstafanir til þess að verja bygginguna, þrátt fyrir að vitað væri að von væri á óveðri í nótt þökk sé veðurspám. „Að það væri von á sama veðri, jafnvel verra. Lögregla kallar ekki út björgunarsveitir, Faxaflóahafnir gera engar ráðstafanir til að tryggja brimgarðinn þar sem vitað er að hann er veikbyggður. Þetta hefur verið vitað í áratugi og hér flugu risahnullungar inn í húsið í nótt og öldurnar flæddu inn en yfirvöld á borð við Reykjavíkurborg gera ekkert. Það er ekki á ábyrgð venjulegs húseigenda að tryggja að brimgarðar á vegum Faxaflóahafna standist hamfarir.“ Svona var ástandið á hringtorginu við JL húsið í morgun. Vísir/Anton Brink Arnbjörg segir tilviljun hafa ráðið því að Björgunarsveitin Ársæll hafi komið eigendum til aðstoðar í nótt. Þeir hafi verið á rúntinum og getað aðstoðað eigendur við að loka rýmum eins og hægt var. „Við lokuðum rýmum með timbri og öðru drasli sem við fundum. Hér inni hjá mér er allt mölbrotið, þang og sandur á gólfinu sem er eins og sjávarbotn. Ég myndi giska á að þetta tjón hér í húsinu öllu hlaupi á milljarði króna.“ Eigendur nýttu timbur til þess að loka húsnæði sínu til bráðabirgða í nótt. Vísir/Anton Brink Aldrei séð annað eins Nastasia Czechowska skrifstofustjóri True North sem er til húsa að Fiskislóð segir skrifstofuhúsnæði kvikmyndafyrirtækisins mikið skemmt eftir nóttina. Hún segir veðrið hafa verið mun verra í nótt en á föstudag. „Það er unnið að hreinsun húsnæðisins núna. Hér hrundi bara brimgarðurinn svo það flæddi inn og hér er sjávarlykt yfir öllu,“ segir Nastasia. Hún segir að sem betur fer sé helsti búnaður fyrirtækisins geymdur annars staðar, þannig að einungis skrifstofuhúsgögn hafi eyðilagst. Nastasia segir mestu máli skipta að enginn hafi slasast. „Ég hef aldrei séð annað eins. Svo veit maður í raun ekkert hvort þessu sé lokið því það gæti komið annað óveður. Við þurftum að hreinsa hér til á föstudag og aftur í dag og vitum ekki hvort það verði aftur, þetta er í þriðja skiptið sem það flæðir inn hjá okkur.“ Vísir hefur leitað viðbragða hjá Faxaflóahöfnum vegna málsins og verður fréttin uppfærð með viðbrögðum þeirra þegar þau berast. Sjór flæddi langa leið inn í land í óveðrinu í nótt.Vísir/Anton Brink Náttúruhamfarir Reykjavík Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Innlent Fleiri fréttir Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Sjá meira
„Tjónið bara hjá okkur er upp á nokkur hundruð milljónir króna. Hér liggur mölbrotinn flygill á gólfinu hjá mér og rýmin eru bara ónýt,“ segir Arnbjörg María Danielsen sem rekur tónlistarútgáfu með hljóðveri í húsnæðinu. Einungis vika er síðan hljóðverið komst í gagnið og nýtt hljóðkerfi var tengt. Eigendur segja alveg ljóst að tjónið hleypi á mörghundruð milljónum. Vísir/Anton Brink Arnbjörg segir brot hafa komið í brimgarðinn við húsnæðið á föstudagskvöld þegar einnig var vont veður. Hún segir hvorki Faxaflóahafnir né lögreglu hafa gert neinar ráðstafanir til þess að verja bygginguna, þrátt fyrir að vitað væri að von væri á óveðri í nótt þökk sé veðurspám. „Að það væri von á sama veðri, jafnvel verra. Lögregla kallar ekki út björgunarsveitir, Faxaflóahafnir gera engar ráðstafanir til að tryggja brimgarðinn þar sem vitað er að hann er veikbyggður. Þetta hefur verið vitað í áratugi og hér flugu risahnullungar inn í húsið í nótt og öldurnar flæddu inn en yfirvöld á borð við Reykjavíkurborg gera ekkert. Það er ekki á ábyrgð venjulegs húseigenda að tryggja að brimgarðar á vegum Faxaflóahafna standist hamfarir.“ Svona var ástandið á hringtorginu við JL húsið í morgun. Vísir/Anton Brink Arnbjörg segir tilviljun hafa ráðið því að Björgunarsveitin Ársæll hafi komið eigendum til aðstoðar í nótt. Þeir hafi verið á rúntinum og getað aðstoðað eigendur við að loka rýmum eins og hægt var. „Við lokuðum rýmum með timbri og öðru drasli sem við fundum. Hér inni hjá mér er allt mölbrotið, þang og sandur á gólfinu sem er eins og sjávarbotn. Ég myndi giska á að þetta tjón hér í húsinu öllu hlaupi á milljarði króna.“ Eigendur nýttu timbur til þess að loka húsnæði sínu til bráðabirgða í nótt. Vísir/Anton Brink Aldrei séð annað eins Nastasia Czechowska skrifstofustjóri True North sem er til húsa að Fiskislóð segir skrifstofuhúsnæði kvikmyndafyrirtækisins mikið skemmt eftir nóttina. Hún segir veðrið hafa verið mun verra í nótt en á föstudag. „Það er unnið að hreinsun húsnæðisins núna. Hér hrundi bara brimgarðurinn svo það flæddi inn og hér er sjávarlykt yfir öllu,“ segir Nastasia. Hún segir að sem betur fer sé helsti búnaður fyrirtækisins geymdur annars staðar, þannig að einungis skrifstofuhúsgögn hafi eyðilagst. Nastasia segir mestu máli skipta að enginn hafi slasast. „Ég hef aldrei séð annað eins. Svo veit maður í raun ekkert hvort þessu sé lokið því það gæti komið annað óveður. Við þurftum að hreinsa hér til á föstudag og aftur í dag og vitum ekki hvort það verði aftur, þetta er í þriðja skiptið sem það flæðir inn hjá okkur.“ Vísir hefur leitað viðbragða hjá Faxaflóahöfnum vegna málsins og verður fréttin uppfærð með viðbrögðum þeirra þegar þau berast. Sjór flæddi langa leið inn í land í óveðrinu í nótt.Vísir/Anton Brink
Náttúruhamfarir Reykjavík Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Innlent Fleiri fréttir Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent