Innlent

„Af­skap­lega ró­leg“ nótt hjá lög­reglu­mönnum

Samúel Karl Ólason skrifar
Alls voru 72 mál skráð í kerfi lögreglu í nótt og var enginn í fangageymslu í morgun.
Alls voru 72 mál skráð í kerfi lögreglu í nótt og var enginn í fangageymslu í morgun. Vísir/Vilhelm

Tiltölulega rólegt var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Alls voru 72 mál skráð í kerfi lögreglu í nótt og var enginn í fangageymslu í morgun en miðað við dagbók lögreglunnar snerist nóttin að mestu um ökumenn undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.

Lögreglunni barst þó tilkynning um að hópur hafi ráðist á tvo menn í Breiðholti og er það mál sagt í rannsókn. Þá var einn kærður vegna ofbeldistilburða í miðborginni.

Þá komu lögreglumenn í Garðabæ auga á bíl sem búið var að lýsa eftir. Tveir voru handteknir eftir að bílinn var stöðvaður og er ökumaðurinn grunaður um að aka án réttinda og undir áhrifum fíkniefna.

Í öðru tilfelli í Kópavogi neitaði kona að sinna stöðvunarmerkjum lögreglu. Þegar hún var stöðvuð reyndist hún undir áhrifum áfengis og próflaus. Annar ökumaður sem stöðvaður var í Kópavogi reyndist án réttinda og hefur sá ítrekað verið gómaður við akstur.

Þá voru margir sektaðir fyrir að leggja ólöglega í miðborginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×