Íslenski boltinn

Þrjú mörk í seinni hálf­leik tryggðu sigur Víkings | Undan­úr­slitin klár

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Nikolaj Hansen var á skotskónum í kvöld.
Nikolaj Hansen var á skotskónum í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Víkingur lagði Aftureldingu með þremur mörkum gegn gengu í Mosfellsbæ í Lengjubikar karla í knattspyrnu. Um var að ræða lokaleik liðanna í riðlinum og eru Víkingar komnir áfram í undanúrslit keppninnar.

Eftir markalausan fyrri hálfleik skoruðu Víkingar þrjú mörk á aðeins átta mínútna kafla í upphafi síðari hálfleiks. Logi Tómasson braut ísinn, Arnór Borg Guðjohnsen tvöfaldaði forystuna og Nikolaj Hansen gulltryggði sigurinn. Lokatölur 3-0 og Víkingar ljúka leik á toppi riðilsins með fullt hús stiga eða 15 talsins.

Undanúrslit Lengjubikars karla fara fram á laugardaginn kemur, þann 18. mars. Víkingur tekur á móti Val í Víkinni klukkan 14.00 á meðan ÍBV og KA mætast klukkan 16.30 en ekki hefur verið ákveðið hvar sá leikur fer fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×