Hefur sýnt og sannað að enn er hægt að koma á óvart á gervihnattaöld Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. mars 2023 10:31 Khvicha Kvaratskhelia ógnar sífellt með hraða sínum og krafti. Cesare Purini/Getty Images Georgímaðurinn Khvicha Kvaratskhelia, mögulega betur þekktur sem Kvaradona, hefur undanfarna mánuði heillað knattspyrnuaðdáendur á Ítalíu sem og um gervalla Evrópu með ótrúlegum hæfileikum sínum. Reikna má með að hann spæni upp vænginn þegar Napoli tekur á móti Eintracht Frankfurt í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Þegar yfirstandandi knattspyrnutímabil hófst var hinn þá 21 árs gamli Kvaratskhelia ekki þekkt stærð í knattspyrnuheiminum. Rússneska félagið Rubin Kazan keypti hann árið 2019 en í febrúar sama ár hafði hann farið á láni til Lokomotiv Moskvu. Kvaratskhelia tróð sér svo sem ekki í fyrirsagnir blaðanna í Rússlandi og eftir innrás Rússa í Úkraínu í ársbyrjun 2022 ákvað leikmaðurinn að snúa aftur til heimalandsins. Hann gekk í raðir Dinamo Batumi þann 31. mars en stoppaði stutt við. Hann spilaði frábærlega með liðinu og aðeins örfáum mánuðum síðar festi Napoli kaup á kaupa fyrir 11,5 milljónir evra eða rúman 1,7 milljarð íslenskra króna. Þó upphæðin sé há fyrir flest okkar þá er aðeins um að ræða brot af því sem önnur knattspyrnufélög Evrópu hafa eytt í vængmenn á undanförnum misserum. I went to Naples to meet Khvicha Kvaratskhelia, who is the most compelling, exciting player (and story) in Europe, as far as I can tell. Then I went for a pizza tasting menu, which is the high point of human civilisation. https://t.co/mgkIWddAHA— Rory Smith (@RorySmith) March 14, 2023 Það virðist sem Kvaratskhelia sé hannaður til að spila á Ítalíu og þá sérstaklega með Napoli. Hann hefur verið hreint út sagt magnaður á leiktíðinni og er stór ástæða þess að Napoli er kominn með aðra höndina utan um ítalska meistaratitilinn og annan fótinn í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Hann hefur valdið gríðarlegum usla á vinstri væng liðsins og er ásamt Victor Osimhen, framherja liðsins, einn eftirsóttasti leikmaður Evrópu um þessar mundir. Sem stendur hefur Kvaradona – gælunafn í höfuðið á Diego Maradona heitnum – skorað 11 mörk og gefið 11 stoðsendingar í 22 leikjum í Serie A. Í Meistaradeildinni hefur hann skorað 2 mörk og gefið 4 stoðsendingar í 6 leikjum. Khvicha Kvaratskhelia has been incredible in his first season for Napoli pic.twitter.com/gzXz0t55Mj— ESPN FC (@ESPNFC) March 13, 2023 Þegar félagaskiptaglugginn í Evrópu opnar á nýjan leik í sumar er nær öruggt að fjöldi liða mun spyrjast fyrir um Kvaratskhelia. Einnig er nær öruggt að ítalska félagið getur beðið um töluvert hærri upphæð en það greiddi síðasta sumar. Fram að því mun Kvaratskhelia halda áfram að hrella lið á Ítalíu sem og mótherja Napoli í Meistaradeildinni. Leikur Napoli og Eintracht Frankfurt verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Leikurinn hefst klukkan 20.00 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.35. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Ítalski boltinn Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira
Þegar yfirstandandi knattspyrnutímabil hófst var hinn þá 21 árs gamli Kvaratskhelia ekki þekkt stærð í knattspyrnuheiminum. Rússneska félagið Rubin Kazan keypti hann árið 2019 en í febrúar sama ár hafði hann farið á láni til Lokomotiv Moskvu. Kvaratskhelia tróð sér svo sem ekki í fyrirsagnir blaðanna í Rússlandi og eftir innrás Rússa í Úkraínu í ársbyrjun 2022 ákvað leikmaðurinn að snúa aftur til heimalandsins. Hann gekk í raðir Dinamo Batumi þann 31. mars en stoppaði stutt við. Hann spilaði frábærlega með liðinu og aðeins örfáum mánuðum síðar festi Napoli kaup á kaupa fyrir 11,5 milljónir evra eða rúman 1,7 milljarð íslenskra króna. Þó upphæðin sé há fyrir flest okkar þá er aðeins um að ræða brot af því sem önnur knattspyrnufélög Evrópu hafa eytt í vængmenn á undanförnum misserum. I went to Naples to meet Khvicha Kvaratskhelia, who is the most compelling, exciting player (and story) in Europe, as far as I can tell. Then I went for a pizza tasting menu, which is the high point of human civilisation. https://t.co/mgkIWddAHA— Rory Smith (@RorySmith) March 14, 2023 Það virðist sem Kvaratskhelia sé hannaður til að spila á Ítalíu og þá sérstaklega með Napoli. Hann hefur verið hreint út sagt magnaður á leiktíðinni og er stór ástæða þess að Napoli er kominn með aðra höndina utan um ítalska meistaratitilinn og annan fótinn í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Hann hefur valdið gríðarlegum usla á vinstri væng liðsins og er ásamt Victor Osimhen, framherja liðsins, einn eftirsóttasti leikmaður Evrópu um þessar mundir. Sem stendur hefur Kvaradona – gælunafn í höfuðið á Diego Maradona heitnum – skorað 11 mörk og gefið 11 stoðsendingar í 22 leikjum í Serie A. Í Meistaradeildinni hefur hann skorað 2 mörk og gefið 4 stoðsendingar í 6 leikjum. Khvicha Kvaratskhelia has been incredible in his first season for Napoli pic.twitter.com/gzXz0t55Mj— ESPN FC (@ESPNFC) March 13, 2023 Þegar félagaskiptaglugginn í Evrópu opnar á nýjan leik í sumar er nær öruggt að fjöldi liða mun spyrjast fyrir um Kvaratskhelia. Einnig er nær öruggt að ítalska félagið getur beðið um töluvert hærri upphæð en það greiddi síðasta sumar. Fram að því mun Kvaratskhelia halda áfram að hrella lið á Ítalíu sem og mótherja Napoli í Meistaradeildinni. Leikur Napoli og Eintracht Frankfurt verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Leikurinn hefst klukkan 20.00 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.35.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Ítalski boltinn Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira