„Vissi að þegar ég kæmi til Íslands vildi ég halda þessu starfi áfram“ Sindri Sverrisson skrifar 6. febrúar 2023 07:30 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir á að baki 96 A-landsleiki og gæti náð hundrað leikja markinu í april. Hún er í landsliðshópnum sem spilar þrjá leiki á æfingamóti á Spáni síðar í þessum mánuði. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Fötluð börn á Íslandi geta nú æft fótbolta undir handleiðslu landsliðskonunnar Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur og ólympíumeistarans Erin McLeod en hjónin, og nýjustu leikmenn Stjörnunnar, hafa tekið að sér þjálfun hjá Öspinni. Gunnhildur og Erin eru nýfluttar til Íslands frá Bandaríkjunum þar sem þær spiluðu saman með liði Orlando Pride, og gengu báðar til liðs við Stjörnuna en þar hóf Gunnhildur sinn meistaraflokksferil. Í færslu á Facebook greinir Gunnhildur frá því að þær Erin séu auk þess farnar að þjálfa fótbolta hjá Öspinni og hvetji sem flesta til þess að mæta, enda sé fótbolti liðsíþrótt sem sé tilvalin fyrir iðkendur á öllum aldri óháð fötlun. BS-ritgerðin um íþróttir barna með sérþarfir Gunnhildur, sem er 34 ára, segist hafa starfað með börnum með sérþarfir um langt árabil, frá því áður en hún fór í atvinnumennsku fyrir áratug síðan. „Þegar ég bjó á Íslandi byrjuðum við mamma mín með fótboltanámskeið sem hét „Fótbolti fyrir alla“, sem var þá námskeið fyrir börn með sérþarfir. Síðan þá hef ég alltaf unnið með börnum með sérþarfir. Ég skrifaði BS-ritgerðina mína um íþróttaiðkun barna með sérþarfir, þjálfaði lið í Orlando fyrir börn með einhverfu og var sendiherra fyrir „special olympics“ í Flórída,“ segir Gunnhildur í samtali við Vísi og bætir við: „Ég vissi að þegar ég kæmi til Íslands vildi ég halda þessu starfi áfram. Ég er mikil baráttukona fyrir því að allir eigi rétt á að stunda íþróttir og þá líka þá íþrótt sem hentar þeim.“ Æfingar hjá Öspinni eru fyrir alla aldurshópa, stelpur og stráka, í Sjálandsskóla í Garðabæ á miðvikudögum frá klukkan 18-19. Skráning er á ospin.is. Málefni fatlaðs fólks Fótbolti Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Sjá meira
Gunnhildur og Erin eru nýfluttar til Íslands frá Bandaríkjunum þar sem þær spiluðu saman með liði Orlando Pride, og gengu báðar til liðs við Stjörnuna en þar hóf Gunnhildur sinn meistaraflokksferil. Í færslu á Facebook greinir Gunnhildur frá því að þær Erin séu auk þess farnar að þjálfa fótbolta hjá Öspinni og hvetji sem flesta til þess að mæta, enda sé fótbolti liðsíþrótt sem sé tilvalin fyrir iðkendur á öllum aldri óháð fötlun. BS-ritgerðin um íþróttir barna með sérþarfir Gunnhildur, sem er 34 ára, segist hafa starfað með börnum með sérþarfir um langt árabil, frá því áður en hún fór í atvinnumennsku fyrir áratug síðan. „Þegar ég bjó á Íslandi byrjuðum við mamma mín með fótboltanámskeið sem hét „Fótbolti fyrir alla“, sem var þá námskeið fyrir börn með sérþarfir. Síðan þá hef ég alltaf unnið með börnum með sérþarfir. Ég skrifaði BS-ritgerðina mína um íþróttaiðkun barna með sérþarfir, þjálfaði lið í Orlando fyrir börn með einhverfu og var sendiherra fyrir „special olympics“ í Flórída,“ segir Gunnhildur í samtali við Vísi og bætir við: „Ég vissi að þegar ég kæmi til Íslands vildi ég halda þessu starfi áfram. Ég er mikil baráttukona fyrir því að allir eigi rétt á að stunda íþróttir og þá líka þá íþrótt sem hentar þeim.“ Æfingar hjá Öspinni eru fyrir alla aldurshópa, stelpur og stráka, í Sjálandsskóla í Garðabæ á miðvikudögum frá klukkan 18-19. Skráning er á ospin.is.
Málefni fatlaðs fólks Fótbolti Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Sjá meira
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti