Hvað eru Grænhöfðaeyjar að vilja upp á handboltadekk? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. janúar 2023 09:00 Paolo Moreno er markahæsti leikmaður Grænhöfðaeyja á HM í handbolta. epa/ADAM IHSE Ísland hefur leik í milliriðli á HM í handbolta gegn Grænhöfðaeyjum í dag. En hverjar eru þessar Grænhöfðaeyjar og hvað eru þær að vilja upp á dekk á heimsmeistaramóti í handbolta? Grænhöfðaeyjar eru ekki stór depill á ratsjá handboltans enda tiltölulega nýbyrjaðar að láta að sér kveða af alvöru í íþróttinni. Guðmundur Guðmundsson mun eflaust tala um að Grænhöfðaeyjar séu sýnd veiði en ekki gefin og ekki að ástæðulausu. Ísland á að vinna leikinn í dag og gerir það líklegast en andstæðingurinn er enginn aukvisi og í mikilli sókn. Grænhöfðaeyjar er eyjaklasi í Norður-Atlandshafi, tæplega sex hundruð kílómetra undan vesturströnd Afríku. Grænhöfðaeyjar voru portúgölsk nýlenda en fengu sjálfstæði 1975. Eyjarnar eru samtals rúmlega fjögur þúsund ferkílómetrar og þar búa um 550 þúsund manns. Grænhöfðeyingar, eða Bláu hákarlarnir eins og lið þeirra er stundum kallað, tók í fyrsta sinn þátt í Afríkukeppninni 2020. Þar enduðu Grænhöfðaeyjar í 5. sæti og unnu sér þar með þátttökurétt á HM í fyrsta sinn. Veiran skæða Þátttaka Grænhöfðaeyja á HM í Egyptalandi var ansi skrautleg og var þar kórónuveirunni um að kenna. Hún hreiðraði fyrst um sig þegar liðið kom saman í Portúgal fyrir mótið. Sex leikmenn greindust með veiruna auk fjögurra í starfsliðinu. Þeir sem voru ósmitaðir héldu hins vegar galvaskir til Egyptalands og mættu Ungverjalandi í fyrsta leik sínum. Laskað lið Grænhöfðaeyja sýndi fína frammistöðu en tapaði á endanum með sjö marka mun, 34-27. Það reyndist hins vegar eini leikur Grænhöfðaeyja á mótinu. Fámenn sveit Grænhöfðaeyja fyrir eina leik þeirra á HM í Eygptalandi.epa/Anne-Christine Poujoulat Fleiri leikmenn greindust smitaðir og þegar að leiknum gegn þýsku strákunum hans Alfreðs Gíslasonar kom voru Grænhöfðeyingar aðeins með níu leikfæra. Þrettán af 22 leikmönnum í upphaflega hópnum höfðu þá greinst með veiruna. Reglur heimsmeistaramótsins kveða á um að lið þurfi að vera með tíu leikmenn að lágmarki til að geta spilað. Grænhöfðaeyjar gáfu því leikinn gegn Þýskalandi og töpuðu honum 10-0. Grænhöfðaeyjar drógu sig svo úr keppni fyrir leikinn gegn Úrúgvæ í lokaumferð riðlakeppninnar og þar með var heldur snubbóttri þátttöku þeirra á HM lokið. Silfur í Afríkukeppninni Grænhöfðeyingar tóku í annað sinn þátt í Afríkukeppninni síðasta sumar. Þar komust þeir alla leið í úrslit þar sem þeir töpuðu fyrir ógnarsterkum Egyptum, 37-25. Grænhöfðaeyjar urðu hins vegar fyrsta liðið sunnan Sahara síðan 1983 til að komast í úrslit Afríkukeppninnar. Grænhöfðeyingar virða silfurmedalíuna fyrir sér.getty/Fadel Dawod Grænhöfðaeyjar unnu sér þar með aftur þátttökurétt á HM og eru núna komnar í milliriðil. Í C-riðli unnu Grænhöfðaeyjar Úrúgvæ, 33-25, en töpuðu fyrir Svíþjóð, 34-27, og Brasilíu, 30-28. Í milliriðli bíða Grænhöfðeyinga leikir við Íslendinga, gömlu herraþjóðina Portúgali og Ungverja. Þjálfari Grænhöfðaeyjar er Serbinn þrautreyndi Ljubomir Obradovic. Hann hefur lengi þjálfað í Portúgal, meðal annars Porto á árunum 2009-15, og einnig í heimalandinu og Svartfjallalandi. Hann var einnig þjálfari karlalandsliðsins Svartfellinga og kvennaliðs Serba. Koma víða að Af sautján leikmönnum í grænhöfðeyska hópnum leika átta í Portúgal, tveir á Spáni, einn í heimalandinu, Rúmeníu, Frakklandi, Lúxemborg, Angóla, Sádí-Arabíu og Þýskalandi. Það er línumaðurinn Ivo Santos sem er samherji Arnórs Þórs Gunnarssonar hjá Bergischer. Hann hefur þó ekki enn skorað á HM. Aðalmennirnir hjá Grænhöfðaeyjum er línumaðurinn Paolo Moreno og vinstri skyttan og fyrirliðinn Leandro Semedo. Moreno er markahæstur Grænhöfðeyinga á HM með sextán mörk. Semedo hefur skorað sjö mörk og gefið tólf stoðsendingar en er með afleita skotnýtingu (33 prósent). Gualther Furtado hefur sýnt góða takta á HM.epa/Bjorn Larsson Rosvall Miðjumaðurinn Gualther Furtado, sem leikur með Club Cisne de Balonmano á Spáni, hefur skorað þrettán mörk og hægri skyttan Bruno Landim, sem leikur með Al-Taraji í Sádí-Arabíu, er með tólf mörk. Markverðirnir Luis Almeida og Edmilson Goncalves hafa aðeins varið 25 skot af þeim 114 sem þeir hafa fengið á sig á HM (22 prósent). Goncalves hefur þó varið þrjú víti í tíu tilraum. Áhorfendur munu kynnast þessum leikmönnum og fleiri til á meðan leiknum gegn Íslandi á eftir stendur. Hann hefst klukkan 17:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. HM 2023 í handbolta Grænhöfðaeyjar Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Grænhöfðaeyjar eru ekki stór depill á ratsjá handboltans enda tiltölulega nýbyrjaðar að láta að sér kveða af alvöru í íþróttinni. Guðmundur Guðmundsson mun eflaust tala um að Grænhöfðaeyjar séu sýnd veiði en ekki gefin og ekki að ástæðulausu. Ísland á að vinna leikinn í dag og gerir það líklegast en andstæðingurinn er enginn aukvisi og í mikilli sókn. Grænhöfðaeyjar er eyjaklasi í Norður-Atlandshafi, tæplega sex hundruð kílómetra undan vesturströnd Afríku. Grænhöfðaeyjar voru portúgölsk nýlenda en fengu sjálfstæði 1975. Eyjarnar eru samtals rúmlega fjögur þúsund ferkílómetrar og þar búa um 550 þúsund manns. Grænhöfðeyingar, eða Bláu hákarlarnir eins og lið þeirra er stundum kallað, tók í fyrsta sinn þátt í Afríkukeppninni 2020. Þar enduðu Grænhöfðaeyjar í 5. sæti og unnu sér þar með þátttökurétt á HM í fyrsta sinn. Veiran skæða Þátttaka Grænhöfðaeyja á HM í Egyptalandi var ansi skrautleg og var þar kórónuveirunni um að kenna. Hún hreiðraði fyrst um sig þegar liðið kom saman í Portúgal fyrir mótið. Sex leikmenn greindust með veiruna auk fjögurra í starfsliðinu. Þeir sem voru ósmitaðir héldu hins vegar galvaskir til Egyptalands og mættu Ungverjalandi í fyrsta leik sínum. Laskað lið Grænhöfðaeyja sýndi fína frammistöðu en tapaði á endanum með sjö marka mun, 34-27. Það reyndist hins vegar eini leikur Grænhöfðaeyja á mótinu. Fámenn sveit Grænhöfðaeyja fyrir eina leik þeirra á HM í Eygptalandi.epa/Anne-Christine Poujoulat Fleiri leikmenn greindust smitaðir og þegar að leiknum gegn þýsku strákunum hans Alfreðs Gíslasonar kom voru Grænhöfðeyingar aðeins með níu leikfæra. Þrettán af 22 leikmönnum í upphaflega hópnum höfðu þá greinst með veiruna. Reglur heimsmeistaramótsins kveða á um að lið þurfi að vera með tíu leikmenn að lágmarki til að geta spilað. Grænhöfðaeyjar gáfu því leikinn gegn Þýskalandi og töpuðu honum 10-0. Grænhöfðaeyjar drógu sig svo úr keppni fyrir leikinn gegn Úrúgvæ í lokaumferð riðlakeppninnar og þar með var heldur snubbóttri þátttöku þeirra á HM lokið. Silfur í Afríkukeppninni Grænhöfðeyingar tóku í annað sinn þátt í Afríkukeppninni síðasta sumar. Þar komust þeir alla leið í úrslit þar sem þeir töpuðu fyrir ógnarsterkum Egyptum, 37-25. Grænhöfðaeyjar urðu hins vegar fyrsta liðið sunnan Sahara síðan 1983 til að komast í úrslit Afríkukeppninnar. Grænhöfðeyingar virða silfurmedalíuna fyrir sér.getty/Fadel Dawod Grænhöfðaeyjar unnu sér þar með aftur þátttökurétt á HM og eru núna komnar í milliriðil. Í C-riðli unnu Grænhöfðaeyjar Úrúgvæ, 33-25, en töpuðu fyrir Svíþjóð, 34-27, og Brasilíu, 30-28. Í milliriðli bíða Grænhöfðeyinga leikir við Íslendinga, gömlu herraþjóðina Portúgali og Ungverja. Þjálfari Grænhöfðaeyjar er Serbinn þrautreyndi Ljubomir Obradovic. Hann hefur lengi þjálfað í Portúgal, meðal annars Porto á árunum 2009-15, og einnig í heimalandinu og Svartfjallalandi. Hann var einnig þjálfari karlalandsliðsins Svartfellinga og kvennaliðs Serba. Koma víða að Af sautján leikmönnum í grænhöfðeyska hópnum leika átta í Portúgal, tveir á Spáni, einn í heimalandinu, Rúmeníu, Frakklandi, Lúxemborg, Angóla, Sádí-Arabíu og Þýskalandi. Það er línumaðurinn Ivo Santos sem er samherji Arnórs Þórs Gunnarssonar hjá Bergischer. Hann hefur þó ekki enn skorað á HM. Aðalmennirnir hjá Grænhöfðaeyjum er línumaðurinn Paolo Moreno og vinstri skyttan og fyrirliðinn Leandro Semedo. Moreno er markahæstur Grænhöfðeyinga á HM með sextán mörk. Semedo hefur skorað sjö mörk og gefið tólf stoðsendingar en er með afleita skotnýtingu (33 prósent). Gualther Furtado hefur sýnt góða takta á HM.epa/Bjorn Larsson Rosvall Miðjumaðurinn Gualther Furtado, sem leikur með Club Cisne de Balonmano á Spáni, hefur skorað þrettán mörk og hægri skyttan Bruno Landim, sem leikur með Al-Taraji í Sádí-Arabíu, er með tólf mörk. Markverðirnir Luis Almeida og Edmilson Goncalves hafa aðeins varið 25 skot af þeim 114 sem þeir hafa fengið á sig á HM (22 prósent). Goncalves hefur þó varið þrjú víti í tíu tilraum. Áhorfendur munu kynnast þessum leikmönnum og fleiri til á meðan leiknum gegn Íslandi á eftir stendur. Hann hefst klukkan 17:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
HM 2023 í handbolta Grænhöfðaeyjar Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira