Myndir ársins 2022: Eldgos, óveður og menn í járnum Hólmfríður Gísladóttir og Vilhelm Gunnarsson skrifa 4. janúar 2023 09:30 Ljósmyndarar og myndatökumenn Vísis voru á ferð og flugi árið 2022. Eldgos, óveður og stjórnmálin voru að sjálfsögðu meðal helstu myndefna en aðgerðir lögreglu og dómsmál komu einnig oft við sögu. Myndasmiðir Vísis voru á vettvangi þegar flugvél var sótt í Þingvallavatn í kjölfar flugslyss þar sem fjórir létu lífið og þegar eigendur hjólhýsa á Laugavatni rifu hreiðrin sín niður með sorg í hjarta, margir eftir margra ára uppbyggingu. Þeir voru einnig á staðnum þegar Systur unnu hug og hjörtu í Eurovision og fönguðu stemninguna í Mjóddinni þegar því var fagnað að 300 hjólastjólarampar hefðu verið settir upp og að stefnt væri á 1.200 til viðbótar. Verkefnin voru alls konar og hið fornkveðna sannaðist, einn eina ferðina; myndir geta sagt meira en þúsund orð. Snemma í janúar hófust bólusetningar barna á aldrinum 5 til 11 ára gegn kórónuveirunni.Vísir/Vilhelm Síðar í mánuðinum fylgdust bóluefnaþegar með því í Laugardalshöll þegar Ísland tapaði fyrir Króatíu á EM í handknattleik.Vísir/Vilhelm Í lok janúar var tilkynnt um afléttingu sóttvarnaaðgerða á blaðamannafundi í Safnahúsinu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Alma Möller landlæknir voru að sjálfsögðu viðstödd.Vísir/Vilhelm Í ágúst fór aftur að gjósa í Fagradalsfjalli. Þegar mest lét freistuðu yfir þúsund manns þess á hverjum degi að komast að gosstöðvunum. Gönguleiðin var lengri og torfærari en leiðin að gosinu 2021 og margir lentu í vandræðum. Því var gripið til þeirrar umdeildu ákvörðunar að banna börnum yngri en 12 ára að fara að gosinu. Gosið var vissulega mikilfenglegt en fremur lítið og var lokið áður en september gekk í garð.Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Það hefur sýnt sig að eldgos virðast hvetja fólk til ólíklegustu uppátækja.Vísir/Vilhelm Hákon, krónprins Noregs, gekk að gosstöðvunum í október, í fylgd Guðna Th. Jóhannessonar forseta.Vísir/Arnar Halldórsson Eftir harðar deilur ákvað sveitarstjórn Bláskógabyggðar að fyrirskipa niðurrif hjólhýsabyggðarinnar á Laugarvatni. Ákvörðunin olli mikilli sorg meðal íbúa á svæðinu, enda höfðu margir lagt mikla ást, tíma og fjármuni í að byggja sér þar afdrep. „Okkur finnst virkilega illa að okkur vegið. Það var hægt að gera þetta á miklu sársaukalausari hátt,“ sagði Hrafnhildur Bjarnadóttir, formaður félags hjólhýsaeigendanna, í samtali við Vísi.Vísir/Vilhelm Með hækkandi sól í flutningi Systra var framlag Íslands í Eurovision árið 2022. Lagið, eftir Lovísu Elísabetu Sigrúnardóttur, komst áfram upp úr undanriðlinum og endaði í 23. sæti í keppninni.Vísir/Hulda Margrét Umfangsmikil leit fór af stað í febrúar þegar flugvél með fjóra innanborðs skilaði sér ekki á áfangastað. Um borð voru flugmaður og þrír farþegar, allt erlendir ferðamenn. Vélin fannst í Þingvallavatni rúmum sólarhring síðar og lík fjórmenninganna í kjölfarið. Við tóku umfangsmestu björgunaraðgerðir sem farið hefur verið í hér á landi, bæði til að ná líkunum upp úr vatninu og eins vélinni.Vísir/Vilhelm Björgunarmenn þurftu að bíða í nokkra mánuði eftir því að aðstæður yrðu með því móti að hægt yrði að ná vélinni upp úr vatninu. Það gerðist loks 22. apríl. Í bráðabirgðaskýrslu um slysið sagði meðal annars að einn farþeganna hefði náð að hringja í Neyðarlínuna og að vélin hefði flogið í afar lítilli hæð frá vatnsyfirborðinu í um sjö sekúkundur áður en hún fór undir.Vísir/Vilhelm Mikill viðbúnaður var á staðnum þegar vélin var hífð upp úr vatninu.Vísir/Vilhelm Ljósmyndari Vísis náði þessari mynd í kjölfar umsátursástands við Miðvang í Hafnarfirði, þar sem karlmaður á sjötugsaldri skaut á bifreiðar úr íbúð sinni. Maðurinn gaf sig fram við lögreglu eftir um fjóra tíma en tilviljun ein réði því að byssukúlurnar hæfðu ekki feðga sem sem voru á leið í leikskólann og sátu í einni bifreiðinni.Vísir/Vilhelm Í október þyngdi Landsréttur dóm héraðsdóms yfir Angjelin Sterkaj, sem var fundinn sekur um að hafa banað Armando Beqirai fyrir utan heimili síðarnefnda í Rauðagerði árið 2021. Var hann dæmdur í 20 ára fangelsi. Samverkamenn Sterkaj, sem voru sýknuð í héraðsdómi, voru fundin sek fyrir Landsrétti og dæmd í fjórtán ára fangelsi.Vísir/Vilhelm Meðal þeirra lögreglumála sem vöktu hvað mesta athygli árið 2022 var manndráp á Blönduósi, þar sem maður banaði konu og særði eiginmanna hennar alvarlega. Sonur hjónanna réð niðurlögum árásarmannsins. Síðarnefndi hafði skömmu fyrir árásina verið vistaður á geðdeild og þá hafði lögregla lagt hald á vopn í hans eigu.Vísir/Steingrímur Dúi Tveir voru handteknir á árinu grunaðir um að hafa staðið að skipulagningu hryðjuverka, eftir að hafa rætt sín á milli um að myrða lögreglu og ráðamenn. Lögregla boðaði til blaðamannafundar, enda um að ræða fyrsta mál sinnar tegundar hér á landi. Fljótlega fóru þó að renna á menn tvær grímur þegar lítið bar til tíðinda í kjölfarið. Lögmaður annars mannanna sagði um að ræða „meinleysisgrey“ en á endanum voru báðir ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverka. Þegar gæsluvarðhaldi yfir mönnunum var hafnað var viðbúnaðarstig lögreglu vegna hryðjuverka hækkað. Vísir/Vilhelm Við rannsókn hryðjuverkamálsins lagði lögregla hald á mikið magn vopna og þrívíddarprentaða íhluti í vopn. Rannsóknin var flutt frá ríkislögreglustjóra og yfir til héraðssaksóknara þegar Guðjón Valdimarsson, faðir ríkislögreglustjóra, blandaðist í málið. Guðjón, sem er vopnasali og -safnari, var yfirheyrður og húsleit gerð á heimili hans. Þar fannst nokkurt magn vopna sem Guðjón gat ekki gert grein fyrir.Vísir/Vilhelm Þrír voru fluttir á bráðamóttöku aðfaranótt 18. nóvember þegar hópur manna réðist til atlögu á nokkra einstaklinga inni á skemmtistaðnum Bankastræti Club. Margir mannanna voru sagðir hafa starfað sem dyraverðir og fregnir bárust af því að um væri að ræða uppgjör milli hópa. Hótanir gengu á milli manna í kjölfarið, sem beindust meðal annars gegn heilu fjölskyldunum. Rúður voru brotnar og bensínsprengjum kastað að heimilum.Vísir/Sindri Jó Eftir að hótanir um hefndarárárásir fóru í dreifingu á samfélagsmiðlum var ákveðið að stórefla löggæslu í miðborginni helgina eftir árásina og sendiráð erlendra ríkja vöruðu ferðamenn frá því að fara í bæinn. Starfsmanni lögreglu var vikið frá störfum fyrir að dreifa myndskeiði af árásinni. Um áramótin sat einn einstaklingur enn í gæsluvarðhaldi.Vísir/Vilhelm Í október féllu þyngstu dómar sem fallið hafa í fíkniefnamáli hér á landi í Héraðsdómi Reykjavíkur. Tveir ákærðu voru dæmdir í tólf ára fangelsi en um var að ræða svokallað „saltdreifaramál“, sem snérist annars vegar um innflutning mikils magns amfetamínbasa í saltdreifara og hins vegar um umfangsmikla kannabisræktun á sveitabænum Hjallanesi við Hellu.Vísir/Egill Bruni KeflavíkVísir/Egill Seint í nóvember var því fagnað að 300 hjólastólarömpum hefði verið komið upp á vegum átaksins Römpum upp Ísland. Árangrinum var fagnað í Mjódd, þar sem Guðni Th. Jóhannesson forseti og Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno og hvatamaður verkefnisins, tilkynntu að markmiðið um 1.000 rampa á fjórum árum yrði fært í 1.500 rampa.Vísir/Vilhelm Vatn flæddi bókstaflega út um allt þegar stór vatnslögn fór í sundur í Hvassaleiti í september. Um var að ræða stofnlögn sem flutti kalt vatn vestur í bæ og flæddu nokkur þúsund tonn niður Hvassaleitið í áttina að Kringlunni þegar hún rofnaði á samskeytum vegna tæringar. í byrjun desember hafði VÍS greitt út rúmar 45 milljónir króna í bætur vegna tjónsins.Vísir/Vilhelm Það vakti mikla athygli þegar Gylfi Sigurðsson knattspyrnumaður mætti á leiki íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu á HM í Englandi en frænka hans, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, spilar með liðinu. Gylfi hefur verið til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum á Bretlandseyjum vegna meintra kynferðisbrota og sætti farbanni um langa hríð. Lögregla hefur lítið viljað tjá sig um stöðu rannsóknarinnar, sem virðist enn standa yfir.Vísir/Vilhelm Að vanda var úr mörgum veðurmyndum að velja. Mörgum þótti sumarið heldur lélegt og eftir langt haust skall veturinn á með þunga.Vísir/Vilhelm Grindvíkingar fóru ekki varhluta af leiðindasumrinu en í júníbyrjun gekk mikið óveður yfir Suður- og Vesturland og í Grindavík fór stór hluti hafnarbakkans undir sjó. Stórtjón varð hjá fyrirtækjum á svæðinu og viðbragðsaðilar voru langan tíma að dæla vatnselgnum aftur á sinn stað.Vísir/Vilhelm Snjó kyngdi niður þegar leið á vetur og fjöldi ökumanna festi festi bifreiðar sínar vegna óveðurs og ófærðar.Vísir/Vilhelm Skömmu fyrir jól skall á enn eitt óveðrið, sem var svo slæmt að Reykjanesbraut lokaðist um tíma. Fjöldi flugferða var aflýst og þúsundir ferðalanga sátu fastir hér á landi. Brugðið var á það ráð að ferja áhafnir og farþega flugleiðina til Reykjavíkur en í kjölfarið hefur umræða vaknað á ný um fluglest til Keflavíkur.Vísir/Vilhelm Reynisfjara komst enn og aftur í fréttirnar en ekkert lát var á háskaleikjum ferðamanna í fjörunni. Erlendur ferðamaður lést í júní þegar alda hreif hann með sér úr fjörunni. Í desember var lokið við uppsetningu viðvörunar- og upplýsingaskilta í Reynisfjöru og þá var löggæslumyndavélum komið fyrir í fjörukambinum.Vísir/Vilhelm Í byrjun árs fannst lík við Sólfarið í Reykjavík. Um sjómann var að ræða en bátur hans hafði áður fundist í fjörunni við Engey. Maðurinn var annar af tveimur sem lést í sjóslysi á árinu. Fjórir létust í flugslysinu í Þingvallavatni og níu í umferðinni.Vísir/Vilhelm Hvalveiðar hófust í júní, þrátt fyrir háar gagnrýnisraddir. Svandís Svavarsdóttir, landbúnaðar- og umhverfisráðherra, hafði sagt fyrr á árinu að hvalveiðarnar hefðu ekki mikla efnahagslega þýðingu fyrir þjóðarbúið og látið að því liggja að veiðiheimildir yrðu ekki endurnýjaðar þegar þær rynnu út 2023. Ferðaþjónustan harmaði veiðarnar en Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., sagði það „kjaftæði“ að veiðarnar kæmu niður á ferðamennsku.Vísir/Egill „Góðan dag, þetta er Selenskí í Kænugarði,“ sagði Úkraínuforseti þegar hann ávarpaði Alþingi í gegnum fjarfundabúnað í júní. Tveir og hálfur mánuður var þá liðinn frá því að Rússar gerðu innrás sína og milljónir Úkraínumanna höfðu flúið land. Selenskí átti frumkvæðið að því að afla þjóð sinni stuðnings með ávörpum og fundum með ráðamönnum og heillaði bæði íslenska þingmenn og þjóð með ræðu sinni og framgöngu.Vísir/Vilhelm Innrás Rússa og herskáar yfirlýsingar og hótanir Rússlandsforseta urðu til þess að Finnar og Svíar sáu ekki annan kost í stöðunni en að sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu. Forseti Finnlands, Sauli Niinistö, og Jenni Haukio forsetafrú, heimsóttu Bessastaði í október. Niinistö sagði um samskipti Finna við Rússa í framtíðinni að vandamálið væri ekki aðildarumsókn Finna að Nató, heldur stríðsrekstur Rússa gegn fullvalda ríki.Vísir/Vilhelm Frá heræfingu Atlantshafsbandalagsins í Hvalfirði. Vísir/Vilhelm Innrás Rússa var margsinnis mótmælt hérlendis og um allan heim.Vísir/Vilhelm Tónlistarkonurnar og aðgerðasinnarnir í Pussy Riot komu til Íslands í maí eftir að hafa flúið Rússland. Sveitin naut aðstoðar listamannsins Ragnars Kjartanssonar við að koma hingað og fékk húsaskjól á æskuheimili Haraldar Þorleifssonar í Ueno. Þá fengu tónlistarkonurnar aðstöðu í Þjóðleikhúsinu til að undirbúa tónleikaferðalag sitt um Evrópu. Fjallað var um flótta eins liðsmanns sveitarinnar í New York Times.Vísir/ívar Fannar Vilhelm náði þessari skemmtilegu mynd þegar umræður um utanríkismál fóru fram á Alþingi.Vísir/Vilhelm Í aðdraganda landsfundar Sjálfstæðisflokksins í nóvember var það verst geymda leyndarmál landsins að Guðlaugur Þór Þórðarson hygðist bjóða sig fram til formanns gegn Bjarna Benediktssyni. Guðlaugur og Bjarni vönduðu sig mikið við að skjóta hvor á annan án þess þó að segja beinlínis neitt og virtust hinir mestu mátar þegar þær mættust í Pallborði Vísis. Spurðir að því hvort það væri ef til vill kominn tími til að hleypa einhverjum allt öðrum að, til að mynda konu, sögðust báðir eiga mikið inni.Vísir/Vilhelm Bjarni fór með sigur af hólmi í einvíginu og sagðist í sigurræðunni ganga frá velli með stærra hjarta.Vísir/Vilhelm Bjarni var ekki lengi í Paradís en hart var sótt að honum vegna sölunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Það hafði þá þegar verið gagnrýnt harðlega að skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölunnar skyldi ekki hafa verið birt fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins. Það var á endanum niðurstaða stofnunarinnar að margir annmarkar hefðu verið á sölunni og margar spurningar vöknuðu um aðkomu fjármálaráðherra; hvort hann hefði átt að vita hverjir tóku þátt í sölunni og ef svo væri, hvort hann hefði átt að segja sig frá málinu þegar ljóst var að faðir hans var meðal kaupenda.Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir og Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra voru boðaðar á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar til að svara spurningum nefndarmanna um Íslandsbankasöluna. Flestar spurningar nefndarmanna snéru að ábyrgð og aðkomu fjármálaráðherra, sem Katrín kom til varna. Lilja var gagnrýnin á aðferðafræðina en ríkisstjórnin hafði þá þegar lýst því yfir að Bankasýslan yrði lögð niður og að ekki yrði ráðist í sölu á fleiri eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum fyrr en umræða hefði verið tekin um málið á Alþingi.Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var meðal þeirra sem gekk hvað harðast fram gegn Bjarna í Íslandsbankamálinu. Hún var kjörin formaður Samfylkingarinnar í október og í kjölfarið rauk fylgi Samfylkingarinnar upp, auk þess sem könnun í nóvember leiddi í ljós að Kristrún væri sá stjórnmálamaður sem kjósendur treystu best. Önnur könnun sem framkvæmd var í desember leiddi í ljós að Kristrún naut 31,3 prósent fylgis sem fjármálaráðherra en á eftir henni kom Bjarni Benediktsson með 23,7 prósent.Vísir/Vilhelm Í borginni komu Framsóknarmenn, sáu og sigruðu í sveitastjórarkosningunum og fengu fjóra menn kjörna. Í kjölfarið hófust miklar þreifingar við myndun nýs meirihluta, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn var fljótlega útilokaður frá meirihlutasamstarfi. Framsókn ákvað að ganga í faðm gamla meirihlutans og fékk fyrir sinn snúð borgarstjóraembættið, sem Einar Þorsteinsson mun taka við á næsta ári.Vísir/Vilhelm Eftir mikil átök innan verkalýðshreyfingarinnar og áhyggjur um áhrif þeirra á kjarasamningsviðræður gekk betur en margur þorði að vona að berja saman nýja en skammtíma samninga. Starfsgreinasambandið reið á vaðið og skömmu seinna fylgdu VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot iðn- og tæknifólks. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagðist síðar hafa undirritað samninginn með óbragð í munni og ekki hafa haft geð í sér til að láta mynda sig eftir á með fulltrúum SA eftir undirritunina.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra voru glaðbeitt þegar stjórnvöld kynntu aðgerðir sínar í tengslum við gerð kjarasamninga.Vísir/Vilhelm Ragnar Axelsson ljósmyndari var á ferð og flugi að vanda og tók þessar stórkostlegu myndir. Flogið yfir hálendið.Vísir/RAX Mýrdalskjökull í kjölfar jarðskjálfta í Kötlu.Vísir/RAX Óveður.Vísir/RAX Þá er hér ein að lokum, sem fréttamaðurinn Kristján Már Unnarsson tók af ísþoku yfir Elliðaánum í árslok. Frostið fór niður í 25,3 gráður. Ísþokan sveipar umhverfið dulúð.Vísir/KMU Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldgos og jarðhræringar Lögreglumál Dómsmál Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hvalveiðar Veður Reynisfjara Ferðamennska á Íslandi Flugslys við Þingvallavatn Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar EM 2022 í Englandi Morð í Rauðagerði Hnífstunguárás á Bankastræti Club Manndráp á Blönduósi Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Eurovision Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Bólusetningar Rofin vatnslögn við Hvassaleiti NATO Pallborðið Reykjavík Salan á Íslandsbanka RAX Fréttir ársins 2022 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Myndasmiðir Vísis voru á vettvangi þegar flugvél var sótt í Þingvallavatn í kjölfar flugslyss þar sem fjórir létu lífið og þegar eigendur hjólhýsa á Laugavatni rifu hreiðrin sín niður með sorg í hjarta, margir eftir margra ára uppbyggingu. Þeir voru einnig á staðnum þegar Systur unnu hug og hjörtu í Eurovision og fönguðu stemninguna í Mjóddinni þegar því var fagnað að 300 hjólastjólarampar hefðu verið settir upp og að stefnt væri á 1.200 til viðbótar. Verkefnin voru alls konar og hið fornkveðna sannaðist, einn eina ferðina; myndir geta sagt meira en þúsund orð. Snemma í janúar hófust bólusetningar barna á aldrinum 5 til 11 ára gegn kórónuveirunni.Vísir/Vilhelm Síðar í mánuðinum fylgdust bóluefnaþegar með því í Laugardalshöll þegar Ísland tapaði fyrir Króatíu á EM í handknattleik.Vísir/Vilhelm Í lok janúar var tilkynnt um afléttingu sóttvarnaaðgerða á blaðamannafundi í Safnahúsinu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Alma Möller landlæknir voru að sjálfsögðu viðstödd.Vísir/Vilhelm Í ágúst fór aftur að gjósa í Fagradalsfjalli. Þegar mest lét freistuðu yfir þúsund manns þess á hverjum degi að komast að gosstöðvunum. Gönguleiðin var lengri og torfærari en leiðin að gosinu 2021 og margir lentu í vandræðum. Því var gripið til þeirrar umdeildu ákvörðunar að banna börnum yngri en 12 ára að fara að gosinu. Gosið var vissulega mikilfenglegt en fremur lítið og var lokið áður en september gekk í garð.Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Það hefur sýnt sig að eldgos virðast hvetja fólk til ólíklegustu uppátækja.Vísir/Vilhelm Hákon, krónprins Noregs, gekk að gosstöðvunum í október, í fylgd Guðna Th. Jóhannessonar forseta.Vísir/Arnar Halldórsson Eftir harðar deilur ákvað sveitarstjórn Bláskógabyggðar að fyrirskipa niðurrif hjólhýsabyggðarinnar á Laugarvatni. Ákvörðunin olli mikilli sorg meðal íbúa á svæðinu, enda höfðu margir lagt mikla ást, tíma og fjármuni í að byggja sér þar afdrep. „Okkur finnst virkilega illa að okkur vegið. Það var hægt að gera þetta á miklu sársaukalausari hátt,“ sagði Hrafnhildur Bjarnadóttir, formaður félags hjólhýsaeigendanna, í samtali við Vísi.Vísir/Vilhelm Með hækkandi sól í flutningi Systra var framlag Íslands í Eurovision árið 2022. Lagið, eftir Lovísu Elísabetu Sigrúnardóttur, komst áfram upp úr undanriðlinum og endaði í 23. sæti í keppninni.Vísir/Hulda Margrét Umfangsmikil leit fór af stað í febrúar þegar flugvél með fjóra innanborðs skilaði sér ekki á áfangastað. Um borð voru flugmaður og þrír farþegar, allt erlendir ferðamenn. Vélin fannst í Þingvallavatni rúmum sólarhring síðar og lík fjórmenninganna í kjölfarið. Við tóku umfangsmestu björgunaraðgerðir sem farið hefur verið í hér á landi, bæði til að ná líkunum upp úr vatninu og eins vélinni.Vísir/Vilhelm Björgunarmenn þurftu að bíða í nokkra mánuði eftir því að aðstæður yrðu með því móti að hægt yrði að ná vélinni upp úr vatninu. Það gerðist loks 22. apríl. Í bráðabirgðaskýrslu um slysið sagði meðal annars að einn farþeganna hefði náð að hringja í Neyðarlínuna og að vélin hefði flogið í afar lítilli hæð frá vatnsyfirborðinu í um sjö sekúkundur áður en hún fór undir.Vísir/Vilhelm Mikill viðbúnaður var á staðnum þegar vélin var hífð upp úr vatninu.Vísir/Vilhelm Ljósmyndari Vísis náði þessari mynd í kjölfar umsátursástands við Miðvang í Hafnarfirði, þar sem karlmaður á sjötugsaldri skaut á bifreiðar úr íbúð sinni. Maðurinn gaf sig fram við lögreglu eftir um fjóra tíma en tilviljun ein réði því að byssukúlurnar hæfðu ekki feðga sem sem voru á leið í leikskólann og sátu í einni bifreiðinni.Vísir/Vilhelm Í október þyngdi Landsréttur dóm héraðsdóms yfir Angjelin Sterkaj, sem var fundinn sekur um að hafa banað Armando Beqirai fyrir utan heimili síðarnefnda í Rauðagerði árið 2021. Var hann dæmdur í 20 ára fangelsi. Samverkamenn Sterkaj, sem voru sýknuð í héraðsdómi, voru fundin sek fyrir Landsrétti og dæmd í fjórtán ára fangelsi.Vísir/Vilhelm Meðal þeirra lögreglumála sem vöktu hvað mesta athygli árið 2022 var manndráp á Blönduósi, þar sem maður banaði konu og særði eiginmanna hennar alvarlega. Sonur hjónanna réð niðurlögum árásarmannsins. Síðarnefndi hafði skömmu fyrir árásina verið vistaður á geðdeild og þá hafði lögregla lagt hald á vopn í hans eigu.Vísir/Steingrímur Dúi Tveir voru handteknir á árinu grunaðir um að hafa staðið að skipulagningu hryðjuverka, eftir að hafa rætt sín á milli um að myrða lögreglu og ráðamenn. Lögregla boðaði til blaðamannafundar, enda um að ræða fyrsta mál sinnar tegundar hér á landi. Fljótlega fóru þó að renna á menn tvær grímur þegar lítið bar til tíðinda í kjölfarið. Lögmaður annars mannanna sagði um að ræða „meinleysisgrey“ en á endanum voru báðir ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverka. Þegar gæsluvarðhaldi yfir mönnunum var hafnað var viðbúnaðarstig lögreglu vegna hryðjuverka hækkað. Vísir/Vilhelm Við rannsókn hryðjuverkamálsins lagði lögregla hald á mikið magn vopna og þrívíddarprentaða íhluti í vopn. Rannsóknin var flutt frá ríkislögreglustjóra og yfir til héraðssaksóknara þegar Guðjón Valdimarsson, faðir ríkislögreglustjóra, blandaðist í málið. Guðjón, sem er vopnasali og -safnari, var yfirheyrður og húsleit gerð á heimili hans. Þar fannst nokkurt magn vopna sem Guðjón gat ekki gert grein fyrir.Vísir/Vilhelm Þrír voru fluttir á bráðamóttöku aðfaranótt 18. nóvember þegar hópur manna réðist til atlögu á nokkra einstaklinga inni á skemmtistaðnum Bankastræti Club. Margir mannanna voru sagðir hafa starfað sem dyraverðir og fregnir bárust af því að um væri að ræða uppgjör milli hópa. Hótanir gengu á milli manna í kjölfarið, sem beindust meðal annars gegn heilu fjölskyldunum. Rúður voru brotnar og bensínsprengjum kastað að heimilum.Vísir/Sindri Jó Eftir að hótanir um hefndarárárásir fóru í dreifingu á samfélagsmiðlum var ákveðið að stórefla löggæslu í miðborginni helgina eftir árásina og sendiráð erlendra ríkja vöruðu ferðamenn frá því að fara í bæinn. Starfsmanni lögreglu var vikið frá störfum fyrir að dreifa myndskeiði af árásinni. Um áramótin sat einn einstaklingur enn í gæsluvarðhaldi.Vísir/Vilhelm Í október féllu þyngstu dómar sem fallið hafa í fíkniefnamáli hér á landi í Héraðsdómi Reykjavíkur. Tveir ákærðu voru dæmdir í tólf ára fangelsi en um var að ræða svokallað „saltdreifaramál“, sem snérist annars vegar um innflutning mikils magns amfetamínbasa í saltdreifara og hins vegar um umfangsmikla kannabisræktun á sveitabænum Hjallanesi við Hellu.Vísir/Egill Bruni KeflavíkVísir/Egill Seint í nóvember var því fagnað að 300 hjólastólarömpum hefði verið komið upp á vegum átaksins Römpum upp Ísland. Árangrinum var fagnað í Mjódd, þar sem Guðni Th. Jóhannesson forseti og Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno og hvatamaður verkefnisins, tilkynntu að markmiðið um 1.000 rampa á fjórum árum yrði fært í 1.500 rampa.Vísir/Vilhelm Vatn flæddi bókstaflega út um allt þegar stór vatnslögn fór í sundur í Hvassaleiti í september. Um var að ræða stofnlögn sem flutti kalt vatn vestur í bæ og flæddu nokkur þúsund tonn niður Hvassaleitið í áttina að Kringlunni þegar hún rofnaði á samskeytum vegna tæringar. í byrjun desember hafði VÍS greitt út rúmar 45 milljónir króna í bætur vegna tjónsins.Vísir/Vilhelm Það vakti mikla athygli þegar Gylfi Sigurðsson knattspyrnumaður mætti á leiki íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu á HM í Englandi en frænka hans, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, spilar með liðinu. Gylfi hefur verið til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum á Bretlandseyjum vegna meintra kynferðisbrota og sætti farbanni um langa hríð. Lögregla hefur lítið viljað tjá sig um stöðu rannsóknarinnar, sem virðist enn standa yfir.Vísir/Vilhelm Að vanda var úr mörgum veðurmyndum að velja. Mörgum þótti sumarið heldur lélegt og eftir langt haust skall veturinn á með þunga.Vísir/Vilhelm Grindvíkingar fóru ekki varhluta af leiðindasumrinu en í júníbyrjun gekk mikið óveður yfir Suður- og Vesturland og í Grindavík fór stór hluti hafnarbakkans undir sjó. Stórtjón varð hjá fyrirtækjum á svæðinu og viðbragðsaðilar voru langan tíma að dæla vatnselgnum aftur á sinn stað.Vísir/Vilhelm Snjó kyngdi niður þegar leið á vetur og fjöldi ökumanna festi festi bifreiðar sínar vegna óveðurs og ófærðar.Vísir/Vilhelm Skömmu fyrir jól skall á enn eitt óveðrið, sem var svo slæmt að Reykjanesbraut lokaðist um tíma. Fjöldi flugferða var aflýst og þúsundir ferðalanga sátu fastir hér á landi. Brugðið var á það ráð að ferja áhafnir og farþega flugleiðina til Reykjavíkur en í kjölfarið hefur umræða vaknað á ný um fluglest til Keflavíkur.Vísir/Vilhelm Reynisfjara komst enn og aftur í fréttirnar en ekkert lát var á háskaleikjum ferðamanna í fjörunni. Erlendur ferðamaður lést í júní þegar alda hreif hann með sér úr fjörunni. Í desember var lokið við uppsetningu viðvörunar- og upplýsingaskilta í Reynisfjöru og þá var löggæslumyndavélum komið fyrir í fjörukambinum.Vísir/Vilhelm Í byrjun árs fannst lík við Sólfarið í Reykjavík. Um sjómann var að ræða en bátur hans hafði áður fundist í fjörunni við Engey. Maðurinn var annar af tveimur sem lést í sjóslysi á árinu. Fjórir létust í flugslysinu í Þingvallavatni og níu í umferðinni.Vísir/Vilhelm Hvalveiðar hófust í júní, þrátt fyrir háar gagnrýnisraddir. Svandís Svavarsdóttir, landbúnaðar- og umhverfisráðherra, hafði sagt fyrr á árinu að hvalveiðarnar hefðu ekki mikla efnahagslega þýðingu fyrir þjóðarbúið og látið að því liggja að veiðiheimildir yrðu ekki endurnýjaðar þegar þær rynnu út 2023. Ferðaþjónustan harmaði veiðarnar en Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., sagði það „kjaftæði“ að veiðarnar kæmu niður á ferðamennsku.Vísir/Egill „Góðan dag, þetta er Selenskí í Kænugarði,“ sagði Úkraínuforseti þegar hann ávarpaði Alþingi í gegnum fjarfundabúnað í júní. Tveir og hálfur mánuður var þá liðinn frá því að Rússar gerðu innrás sína og milljónir Úkraínumanna höfðu flúið land. Selenskí átti frumkvæðið að því að afla þjóð sinni stuðnings með ávörpum og fundum með ráðamönnum og heillaði bæði íslenska þingmenn og þjóð með ræðu sinni og framgöngu.Vísir/Vilhelm Innrás Rússa og herskáar yfirlýsingar og hótanir Rússlandsforseta urðu til þess að Finnar og Svíar sáu ekki annan kost í stöðunni en að sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu. Forseti Finnlands, Sauli Niinistö, og Jenni Haukio forsetafrú, heimsóttu Bessastaði í október. Niinistö sagði um samskipti Finna við Rússa í framtíðinni að vandamálið væri ekki aðildarumsókn Finna að Nató, heldur stríðsrekstur Rússa gegn fullvalda ríki.Vísir/Vilhelm Frá heræfingu Atlantshafsbandalagsins í Hvalfirði. Vísir/Vilhelm Innrás Rússa var margsinnis mótmælt hérlendis og um allan heim.Vísir/Vilhelm Tónlistarkonurnar og aðgerðasinnarnir í Pussy Riot komu til Íslands í maí eftir að hafa flúið Rússland. Sveitin naut aðstoðar listamannsins Ragnars Kjartanssonar við að koma hingað og fékk húsaskjól á æskuheimili Haraldar Þorleifssonar í Ueno. Þá fengu tónlistarkonurnar aðstöðu í Þjóðleikhúsinu til að undirbúa tónleikaferðalag sitt um Evrópu. Fjallað var um flótta eins liðsmanns sveitarinnar í New York Times.Vísir/ívar Fannar Vilhelm náði þessari skemmtilegu mynd þegar umræður um utanríkismál fóru fram á Alþingi.Vísir/Vilhelm Í aðdraganda landsfundar Sjálfstæðisflokksins í nóvember var það verst geymda leyndarmál landsins að Guðlaugur Þór Þórðarson hygðist bjóða sig fram til formanns gegn Bjarna Benediktssyni. Guðlaugur og Bjarni vönduðu sig mikið við að skjóta hvor á annan án þess þó að segja beinlínis neitt og virtust hinir mestu mátar þegar þær mættust í Pallborði Vísis. Spurðir að því hvort það væri ef til vill kominn tími til að hleypa einhverjum allt öðrum að, til að mynda konu, sögðust báðir eiga mikið inni.Vísir/Vilhelm Bjarni fór með sigur af hólmi í einvíginu og sagðist í sigurræðunni ganga frá velli með stærra hjarta.Vísir/Vilhelm Bjarni var ekki lengi í Paradís en hart var sótt að honum vegna sölunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Það hafði þá þegar verið gagnrýnt harðlega að skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölunnar skyldi ekki hafa verið birt fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins. Það var á endanum niðurstaða stofnunarinnar að margir annmarkar hefðu verið á sölunni og margar spurningar vöknuðu um aðkomu fjármálaráðherra; hvort hann hefði átt að vita hverjir tóku þátt í sölunni og ef svo væri, hvort hann hefði átt að segja sig frá málinu þegar ljóst var að faðir hans var meðal kaupenda.Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir og Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra voru boðaðar á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar til að svara spurningum nefndarmanna um Íslandsbankasöluna. Flestar spurningar nefndarmanna snéru að ábyrgð og aðkomu fjármálaráðherra, sem Katrín kom til varna. Lilja var gagnrýnin á aðferðafræðina en ríkisstjórnin hafði þá þegar lýst því yfir að Bankasýslan yrði lögð niður og að ekki yrði ráðist í sölu á fleiri eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum fyrr en umræða hefði verið tekin um málið á Alþingi.Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var meðal þeirra sem gekk hvað harðast fram gegn Bjarna í Íslandsbankamálinu. Hún var kjörin formaður Samfylkingarinnar í október og í kjölfarið rauk fylgi Samfylkingarinnar upp, auk þess sem könnun í nóvember leiddi í ljós að Kristrún væri sá stjórnmálamaður sem kjósendur treystu best. Önnur könnun sem framkvæmd var í desember leiddi í ljós að Kristrún naut 31,3 prósent fylgis sem fjármálaráðherra en á eftir henni kom Bjarni Benediktsson með 23,7 prósent.Vísir/Vilhelm Í borginni komu Framsóknarmenn, sáu og sigruðu í sveitastjórarkosningunum og fengu fjóra menn kjörna. Í kjölfarið hófust miklar þreifingar við myndun nýs meirihluta, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn var fljótlega útilokaður frá meirihlutasamstarfi. Framsókn ákvað að ganga í faðm gamla meirihlutans og fékk fyrir sinn snúð borgarstjóraembættið, sem Einar Þorsteinsson mun taka við á næsta ári.Vísir/Vilhelm Eftir mikil átök innan verkalýðshreyfingarinnar og áhyggjur um áhrif þeirra á kjarasamningsviðræður gekk betur en margur þorði að vona að berja saman nýja en skammtíma samninga. Starfsgreinasambandið reið á vaðið og skömmu seinna fylgdu VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot iðn- og tæknifólks. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagðist síðar hafa undirritað samninginn með óbragð í munni og ekki hafa haft geð í sér til að láta mynda sig eftir á með fulltrúum SA eftir undirritunina.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra voru glaðbeitt þegar stjórnvöld kynntu aðgerðir sínar í tengslum við gerð kjarasamninga.Vísir/Vilhelm Ragnar Axelsson ljósmyndari var á ferð og flugi að vanda og tók þessar stórkostlegu myndir. Flogið yfir hálendið.Vísir/RAX Mýrdalskjökull í kjölfar jarðskjálfta í Kötlu.Vísir/RAX Óveður.Vísir/RAX Þá er hér ein að lokum, sem fréttamaðurinn Kristján Már Unnarsson tók af ísþoku yfir Elliðaánum í árslok. Frostið fór niður í 25,3 gráður. Ísþokan sveipar umhverfið dulúð.Vísir/KMU
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldgos og jarðhræringar Lögreglumál Dómsmál Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hvalveiðar Veður Reynisfjara Ferðamennska á Íslandi Flugslys við Þingvallavatn Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar EM 2022 í Englandi Morð í Rauðagerði Hnífstunguárás á Bankastræti Club Manndráp á Blönduósi Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Eurovision Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Bólusetningar Rofin vatnslögn við Hvassaleiti NATO Pallborðið Reykjavík Salan á Íslandsbanka RAX Fréttir ársins 2022 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira