„Það þarf því ekki að koma á óvart ef tónninn breytist þegar mótið hefst fyrir alvöru“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. nóvember 2022 07:01 Stefán Pálsson, sagnfræðingur. Vísir/Ívar Fannar Opnunarleikur HM verður leikur Katar og Ekvador. Talið er að þúsundir farandverkamanna hafi látist í aðdraganda mótsins þar sem spilling og mannréttindabrot hafa verið ofarlega á baugi. Sagnfræðingurinn Stefán Pálsson ræddi við Stöð 2 og Vísi um mótið. „Aðdragandi þessarar ákvörðunar er langur og skýrist kannski af því að þegar FIFA tekur þessa ákvörðun þá eru samtökin í verulegum fjárhagskröggum af því svissneskt sjónvarpsfyrirtæki sem þau hefðu verið í miklum viðskiptum við hafði farið á hausinn og samtökin voru búin að spenna bogann mjög hátt. Voru vön því að það streymdu peningar, bæði til sérsambanda og í vasa forystumanna. Það gerði það að verkum að menn voru til í að samþykkja boð sem hefði undir eðlilegum kringumstæðum aldrei komið til greina.“ „Reynslan sýnir okkur að umræða um mót sem fara fram á umdeildum stöðum er oft mjög hávær en tónninn breytist um leið og boltinn byrjar að rúlla. Það má rifja upp þegar HM fór fram í Brasilíu 2014, þá voru mótmæli og barist á götum landsins fram á síðasta dag, svo féll allt í ljúfa löt. Það þarf því ekki að koma á óvart ef tónninn breytist þegar mótið hefst fyrir alvöru.“ Hvaða lið verður heimsmeistari? „Það sem ég held að sé óvenjulegt við þetta mót er að aldrei í sögunni hafi jafn mörg lið getað gert sér vonir um meistaratitil. Ég held það séu alveg 12 þjóðir sem geti mætt á staðinn og gælt við að verða heimsmeistarar. Það er miklu meira en á meðal ári.“ „Það sem veðbankar eru að hallast að, þeir eru að horfa á Suður-Ameríku liðin. Ástæðan er sú að ef við horfum á söguna þá verða Evrópumenn heimsmeistarar þegar mótið fer fram í Evrópu, alla jafnan. Þegar mótið fer fram í öðrum heimsálfum hefur S-Ameríka verið sigursælast.“ „Ég hallast að því að Úrúgvæ muni taka þetta.“ Klippa: Stefán Pálsson um HM í Katar: Umræða er mjög mismunandi eftir heimshlutum Mun mótið hafa eftirmála fyrir FIFA? „Það má kannski segja að það hafi þegar gert það. Það er kaldhæðnislegt að Sepp Blatter, sem virtist algjörlega teflon-húðaður og stóð af sér öll spillingarmál. Það sem í rauninni felldi hann var reiðibylgjan eftir að ákveðið var að fara til Katar. Sem er kaldhæðnislegt í ljósi þess að hann var sjálfur ekki hrifinn af þessari ákvörðun og fannst þetta hafa gengið of langt.“ „En ég held engu að síður að FIFA á það mikið undir að þeir munu ekki fara í manngreinarálit eftir sem áður þegar kemur að úthluta stórmótum.“ „Umræða er mjög mismunandi eftir heimshlutum. Þessi umræða á mannréttindanótum, gagnrýni á tímasetningu og þar fram eftir götunum er talsvert bundin við Evrópu og Vesturlönd. Þriðji heimurinn og margir aðrir heimshlutar yppta öxlum og líta svo á að þetta sé bara hroki Evrópubúa sem eru alltaf með stæla þegar mótið er haldið annarsstaðar.“ „Það sem vefst meira fyrir mörgum er tímasetningin. Þetta er í fyrsta sinn sem mótið fer fram á þessum tíma, í nóvember-desember. Hafa verður í huga að það var aldrei ætlunin. Þegar að Katar fékk mótinu úthlutað var það gegn loforði að mótið myndi fara fram á hefðbundnum tíma, gegn loforði um stórkostlegar tæknilausnir sem myndu fela í sér loftkælingu á 50 þúsund manna leikvöngum. Svo munu bara sagnfræðingar framtíðarinnar meta hvort það stóð nokkurn tímann til eða hvort það var falskt loforð sem var sett fram vitandi að það að síðan þyrftum við að bakka og halda mótið á þessum tíma.“ Fótbolti HM 2022 í Katar Katar Mannréttindi Tengdar fréttir Einn sá spilltasti tapaði áfrýjun og verður loks framseldur til Bandaríkjanna Trínidadinn Jack Warner, fyrrum varaforseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, tapaði í gær áfrýjun fyrir áfrýjunarrétti breska samveldisins í Lundúnum og má því vera framseldur frá heimalandi sínu til Bandaríkjanna vegna stórfelldra spillingarmála. 18. nóvember 2022 12:01 Ekkert klám og engar rafrettur Gestir á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Katar geta ekki tekið með sér áfengi, klámefni eða svínakjöt. Þá hafa rafrettur verið bannaðar í landinu frá árinu 2014. 18. nóvember 2022 08:01 Spá Gracenote: Brasilía verður heimsmeistari Tölfræðifyrirtækið Gracenote hefur farið yfir allar tölur og reiknað út sigurlíkurnar í öllum leikjum á heimsmeistaramótinu í Katar. 17. nóvember 2022 14:00 Segist vilja sýna Katar „virðingu“ frekar en að nota regnbogalitina Fyrirliði franska landsliðsins í fótbolta, Hugo Lloris, virðist ekki hafa í hyggju að vera með fyrirliðaband í regnbogalitum á HM í Katar, öfugt við suma aðra fyrirliða á mótinu. 17. nóvember 2022 10:30 „Hefði þetta gerst fyrir ári hefði ég líklega verið handtekinn“ Danskur fréttamaður, sem varð fyrir því að vera stöðvaður í beinni útsendingu af katörskum öryggisvörðum, segist hafa verið mjög meðvitaður um afleiðingarnar sem orðið gætu af atburðinum. Katarar verði að sætta sig við fjölmiðlaumfjöllun, góða og slæma, þar sem þeir hafi opnað dyr sínar fyrir umheiminum. 16. nóvember 2022 21:31 Átti að hreinsa upp skítinn en fær nú hæli í Katar „Einbeitið ykkur að fótboltanum“ sagði Gianni Infantino, forseti FIFA, í bréfi til þátttökuþjóða á HM í Katar tæpum þremur vikum fyrir upphafsflaut mótsins sem hefst á sunnudaginn kemur. FIFA hefur dregið í land með ýmis loforð fyrir mótið og lítið pláss virðist vera fyrir mannréttindamál hjá forseta sem á nú hæli í gestgjafaríkinu. 17. nóvember 2022 10:00 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Fleiri fréttir Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Sjá meira
„Aðdragandi þessarar ákvörðunar er langur og skýrist kannski af því að þegar FIFA tekur þessa ákvörðun þá eru samtökin í verulegum fjárhagskröggum af því svissneskt sjónvarpsfyrirtæki sem þau hefðu verið í miklum viðskiptum við hafði farið á hausinn og samtökin voru búin að spenna bogann mjög hátt. Voru vön því að það streymdu peningar, bæði til sérsambanda og í vasa forystumanna. Það gerði það að verkum að menn voru til í að samþykkja boð sem hefði undir eðlilegum kringumstæðum aldrei komið til greina.“ „Reynslan sýnir okkur að umræða um mót sem fara fram á umdeildum stöðum er oft mjög hávær en tónninn breytist um leið og boltinn byrjar að rúlla. Það má rifja upp þegar HM fór fram í Brasilíu 2014, þá voru mótmæli og barist á götum landsins fram á síðasta dag, svo féll allt í ljúfa löt. Það þarf því ekki að koma á óvart ef tónninn breytist þegar mótið hefst fyrir alvöru.“ Hvaða lið verður heimsmeistari? „Það sem ég held að sé óvenjulegt við þetta mót er að aldrei í sögunni hafi jafn mörg lið getað gert sér vonir um meistaratitil. Ég held það séu alveg 12 þjóðir sem geti mætt á staðinn og gælt við að verða heimsmeistarar. Það er miklu meira en á meðal ári.“ „Það sem veðbankar eru að hallast að, þeir eru að horfa á Suður-Ameríku liðin. Ástæðan er sú að ef við horfum á söguna þá verða Evrópumenn heimsmeistarar þegar mótið fer fram í Evrópu, alla jafnan. Þegar mótið fer fram í öðrum heimsálfum hefur S-Ameríka verið sigursælast.“ „Ég hallast að því að Úrúgvæ muni taka þetta.“ Klippa: Stefán Pálsson um HM í Katar: Umræða er mjög mismunandi eftir heimshlutum Mun mótið hafa eftirmála fyrir FIFA? „Það má kannski segja að það hafi þegar gert það. Það er kaldhæðnislegt að Sepp Blatter, sem virtist algjörlega teflon-húðaður og stóð af sér öll spillingarmál. Það sem í rauninni felldi hann var reiðibylgjan eftir að ákveðið var að fara til Katar. Sem er kaldhæðnislegt í ljósi þess að hann var sjálfur ekki hrifinn af þessari ákvörðun og fannst þetta hafa gengið of langt.“ „En ég held engu að síður að FIFA á það mikið undir að þeir munu ekki fara í manngreinarálit eftir sem áður þegar kemur að úthluta stórmótum.“ „Umræða er mjög mismunandi eftir heimshlutum. Þessi umræða á mannréttindanótum, gagnrýni á tímasetningu og þar fram eftir götunum er talsvert bundin við Evrópu og Vesturlönd. Þriðji heimurinn og margir aðrir heimshlutar yppta öxlum og líta svo á að þetta sé bara hroki Evrópubúa sem eru alltaf með stæla þegar mótið er haldið annarsstaðar.“ „Það sem vefst meira fyrir mörgum er tímasetningin. Þetta er í fyrsta sinn sem mótið fer fram á þessum tíma, í nóvember-desember. Hafa verður í huga að það var aldrei ætlunin. Þegar að Katar fékk mótinu úthlutað var það gegn loforði að mótið myndi fara fram á hefðbundnum tíma, gegn loforði um stórkostlegar tæknilausnir sem myndu fela í sér loftkælingu á 50 þúsund manna leikvöngum. Svo munu bara sagnfræðingar framtíðarinnar meta hvort það stóð nokkurn tímann til eða hvort það var falskt loforð sem var sett fram vitandi að það að síðan þyrftum við að bakka og halda mótið á þessum tíma.“
Fótbolti HM 2022 í Katar Katar Mannréttindi Tengdar fréttir Einn sá spilltasti tapaði áfrýjun og verður loks framseldur til Bandaríkjanna Trínidadinn Jack Warner, fyrrum varaforseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, tapaði í gær áfrýjun fyrir áfrýjunarrétti breska samveldisins í Lundúnum og má því vera framseldur frá heimalandi sínu til Bandaríkjanna vegna stórfelldra spillingarmála. 18. nóvember 2022 12:01 Ekkert klám og engar rafrettur Gestir á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Katar geta ekki tekið með sér áfengi, klámefni eða svínakjöt. Þá hafa rafrettur verið bannaðar í landinu frá árinu 2014. 18. nóvember 2022 08:01 Spá Gracenote: Brasilía verður heimsmeistari Tölfræðifyrirtækið Gracenote hefur farið yfir allar tölur og reiknað út sigurlíkurnar í öllum leikjum á heimsmeistaramótinu í Katar. 17. nóvember 2022 14:00 Segist vilja sýna Katar „virðingu“ frekar en að nota regnbogalitina Fyrirliði franska landsliðsins í fótbolta, Hugo Lloris, virðist ekki hafa í hyggju að vera með fyrirliðaband í regnbogalitum á HM í Katar, öfugt við suma aðra fyrirliða á mótinu. 17. nóvember 2022 10:30 „Hefði þetta gerst fyrir ári hefði ég líklega verið handtekinn“ Danskur fréttamaður, sem varð fyrir því að vera stöðvaður í beinni útsendingu af katörskum öryggisvörðum, segist hafa verið mjög meðvitaður um afleiðingarnar sem orðið gætu af atburðinum. Katarar verði að sætta sig við fjölmiðlaumfjöllun, góða og slæma, þar sem þeir hafi opnað dyr sínar fyrir umheiminum. 16. nóvember 2022 21:31 Átti að hreinsa upp skítinn en fær nú hæli í Katar „Einbeitið ykkur að fótboltanum“ sagði Gianni Infantino, forseti FIFA, í bréfi til þátttökuþjóða á HM í Katar tæpum þremur vikum fyrir upphafsflaut mótsins sem hefst á sunnudaginn kemur. FIFA hefur dregið í land með ýmis loforð fyrir mótið og lítið pláss virðist vera fyrir mannréttindamál hjá forseta sem á nú hæli í gestgjafaríkinu. 17. nóvember 2022 10:00 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Fleiri fréttir Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Sjá meira
Einn sá spilltasti tapaði áfrýjun og verður loks framseldur til Bandaríkjanna Trínidadinn Jack Warner, fyrrum varaforseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, tapaði í gær áfrýjun fyrir áfrýjunarrétti breska samveldisins í Lundúnum og má því vera framseldur frá heimalandi sínu til Bandaríkjanna vegna stórfelldra spillingarmála. 18. nóvember 2022 12:01
Ekkert klám og engar rafrettur Gestir á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Katar geta ekki tekið með sér áfengi, klámefni eða svínakjöt. Þá hafa rafrettur verið bannaðar í landinu frá árinu 2014. 18. nóvember 2022 08:01
Spá Gracenote: Brasilía verður heimsmeistari Tölfræðifyrirtækið Gracenote hefur farið yfir allar tölur og reiknað út sigurlíkurnar í öllum leikjum á heimsmeistaramótinu í Katar. 17. nóvember 2022 14:00
Segist vilja sýna Katar „virðingu“ frekar en að nota regnbogalitina Fyrirliði franska landsliðsins í fótbolta, Hugo Lloris, virðist ekki hafa í hyggju að vera með fyrirliðaband í regnbogalitum á HM í Katar, öfugt við suma aðra fyrirliða á mótinu. 17. nóvember 2022 10:30
„Hefði þetta gerst fyrir ári hefði ég líklega verið handtekinn“ Danskur fréttamaður, sem varð fyrir því að vera stöðvaður í beinni útsendingu af katörskum öryggisvörðum, segist hafa verið mjög meðvitaður um afleiðingarnar sem orðið gætu af atburðinum. Katarar verði að sætta sig við fjölmiðlaumfjöllun, góða og slæma, þar sem þeir hafi opnað dyr sínar fyrir umheiminum. 16. nóvember 2022 21:31
Átti að hreinsa upp skítinn en fær nú hæli í Katar „Einbeitið ykkur að fótboltanum“ sagði Gianni Infantino, forseti FIFA, í bréfi til þátttökuþjóða á HM í Katar tæpum þremur vikum fyrir upphafsflaut mótsins sem hefst á sunnudaginn kemur. FIFA hefur dregið í land með ýmis loforð fyrir mótið og lítið pláss virðist vera fyrir mannréttindamál hjá forseta sem á nú hæli í gestgjafaríkinu. 17. nóvember 2022 10:00