Inter í Meistaradeildarsæti eftir stórsigur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. nóvember 2022 22:00 Þessir tveir voru á skotskónum í kvöld. Alessandro Sabattini/Getty Images Alls fóru fimm leikir fram í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta, fram í kvöld. Inter Milan vann 6-1 stórsigur á Bologna á meðan Þórir Jóhann Helgason horfði á liðsfélaga sína í Lecce vinna óvæntan 2-1 sigur á Atalanta og Rómverjarnir hans José Mourinho misstigu sig gegn Sassuolo. Það hljómar ef til vill undarlega en Charalampos Lykogiannis komst yfir á San Siro í Mílanóborg í kvöld. Það entist þó ekki lengi og gamla brýnið Edin Džeko hafði jafnað metin aðeins fjórum mínútum síðar. Federico Dimarco kom Inter svo í 2-1 áður en Lautaro Martínez tvöfaldaði forystuna á 42. mínútu, staðan 3-1 í hálfleik. Í þeim síðari bætti Dimarco við öðru marki sínu og Hakan Çalhanoğlu kom heimamönnum í 5-1 með marki úr vítaspyrnu. Varamaðurinn Robin Gosens bætti við sjötta markinu þegar stundarfjórðungur var til leiksloka en Inter létu staðar numið þar og lauk leiknum með 6-1 sigri þeirra. #InterBologna @Inter_en pic.twitter.com/MvcDA0Ke09— Lega Serie A (@SerieA_EN) November 9, 2022 Rómverjar sóttu Sassuolo heim í jöfnum leik. Tammy Abraham braut ísinn fyrir gestina þegar aðeins tíu mínútur voru til leiksloka en hann hafði byrjað leikinn á varamannabekknum. Allt kom þó fyrir ekki en Andrea Pinamonti jafnaði metin í 1-1 aðeins fimm mínútum síðar og þar við sat. Late leveler vibes @SassuoloUS #SassuoloRoma pic.twitter.com/u1KWNZxeCE— Lega Serie A (@SerieA_EN) November 9, 2022 Þórir Jóhann þurfti að sætta sig við að verma bekkinn er lið hans Lecce vann mjög óvæntan 2-1 sigur á Atalanta. Lecce, sem eru nýliðar, voru þarna að vinna sinn fyrsta heimaleik á leiktíðinni en þetta var aðeins annar sigurleikur liðsins. Á sama tíma er Atalanta í bullandi baráttu um Meistaradeildarsæti. Önnur úrslit Fiorentina 2-1 Salernitana Torino 2-0 Sampdoria Inter fer með sigri kvöldsins upp fyrir Atalanta á markatölu en bæði lið eru með 27 stig í 4. og 5. sæti. Þar fyrir neðan kemur Roma með 26 stig á meðan Lecce er í 16. sæti með 12 stig. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira
Það hljómar ef til vill undarlega en Charalampos Lykogiannis komst yfir á San Siro í Mílanóborg í kvöld. Það entist þó ekki lengi og gamla brýnið Edin Džeko hafði jafnað metin aðeins fjórum mínútum síðar. Federico Dimarco kom Inter svo í 2-1 áður en Lautaro Martínez tvöfaldaði forystuna á 42. mínútu, staðan 3-1 í hálfleik. Í þeim síðari bætti Dimarco við öðru marki sínu og Hakan Çalhanoğlu kom heimamönnum í 5-1 með marki úr vítaspyrnu. Varamaðurinn Robin Gosens bætti við sjötta markinu þegar stundarfjórðungur var til leiksloka en Inter létu staðar numið þar og lauk leiknum með 6-1 sigri þeirra. #InterBologna @Inter_en pic.twitter.com/MvcDA0Ke09— Lega Serie A (@SerieA_EN) November 9, 2022 Rómverjar sóttu Sassuolo heim í jöfnum leik. Tammy Abraham braut ísinn fyrir gestina þegar aðeins tíu mínútur voru til leiksloka en hann hafði byrjað leikinn á varamannabekknum. Allt kom þó fyrir ekki en Andrea Pinamonti jafnaði metin í 1-1 aðeins fimm mínútum síðar og þar við sat. Late leveler vibes @SassuoloUS #SassuoloRoma pic.twitter.com/u1KWNZxeCE— Lega Serie A (@SerieA_EN) November 9, 2022 Þórir Jóhann þurfti að sætta sig við að verma bekkinn er lið hans Lecce vann mjög óvæntan 2-1 sigur á Atalanta. Lecce, sem eru nýliðar, voru þarna að vinna sinn fyrsta heimaleik á leiktíðinni en þetta var aðeins annar sigurleikur liðsins. Á sama tíma er Atalanta í bullandi baráttu um Meistaradeildarsæti. Önnur úrslit Fiorentina 2-1 Salernitana Torino 2-0 Sampdoria Inter fer með sigri kvöldsins upp fyrir Atalanta á markatölu en bæði lið eru með 27 stig í 4. og 5. sæti. Þar fyrir neðan kemur Roma með 26 stig á meðan Lecce er í 16. sæti með 12 stig.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti