Varamennirnir snéru taflinu við fyrir United Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. október 2022 18:40 Varamennirnir Marcus Rashford og Anthony Martial sáu um markaskorun Manchester United í kvöld. Michael Regan/Getty Images Manchester United vann mikilvægan 2-3 sigur er liðið heimsótti kýpverska liðið Omonia í riðlakeppni Evrópdeildar UEFA í kvöld. Þrátt fyrir nokkra yfirburði United í upphafi leiks voru það heimamenn í Omonia sem urðu fyrri til að brjóta ísinn. Tyrell Malacia tapaði boltanum þá á hættulegum stað og Karim Ansarifard batt að lokum endahnútinn á vel útfærða skyndisókn heimamanna á 34. mínútu og staðan því 1-0 þegear liðin gengu til búningsherbergja. Varamaðurinn Marcus Rashford jafnaði þó metin fyrir gestina snemma á 53. mínútu með fallegu marki og tíu mínútum síðar skoraði annar varamaður, Anthony Msrtial, annað mark liðsins. Það var svo Rashford sem kom gestunum í tveggja marka forskot með marki á 84. mínútu áður en heimamenn jöfnuðu metin mínútu síðar og þar við sat. Niðurstaðan því 2-3 sigur United sem situr nú í öðru sæti E-riðils með sex stig eftir þrjá leiki, en Omonia rekur lestina án stiga. Evrópudeild UEFA
Manchester United vann mikilvægan 2-3 sigur er liðið heimsótti kýpverska liðið Omonia í riðlakeppni Evrópdeildar UEFA í kvöld. Þrátt fyrir nokkra yfirburði United í upphafi leiks voru það heimamenn í Omonia sem urðu fyrri til að brjóta ísinn. Tyrell Malacia tapaði boltanum þá á hættulegum stað og Karim Ansarifard batt að lokum endahnútinn á vel útfærða skyndisókn heimamanna á 34. mínútu og staðan því 1-0 þegear liðin gengu til búningsherbergja. Varamaðurinn Marcus Rashford jafnaði þó metin fyrir gestina snemma á 53. mínútu með fallegu marki og tíu mínútum síðar skoraði annar varamaður, Anthony Msrtial, annað mark liðsins. Það var svo Rashford sem kom gestunum í tveggja marka forskot með marki á 84. mínútu áður en heimamenn jöfnuðu metin mínútu síðar og þar við sat. Niðurstaðan því 2-3 sigur United sem situr nú í öðru sæti E-riðils með sex stig eftir þrjá leiki, en Omonia rekur lestina án stiga.