Nökkvi Þeyr kom að flestum mörkum | Schram komið í veg fyrir flest mörk Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2022 17:01 Nökkvi Þeyr Þórisson (t.h.) er markahæsti leikmaður Bestu deildar karla. Alex Freyr Elísson (t.v.) er hins vegar í harðri baráttu um að verða sá leikmaður sem fær flest gul spjöld á leiktíðinni. Vísir/Hulda Margrét Nökkvi Þeyr Þórisson kom að flestum mörkum í Bestu deild karla í fótbolta á leiktíðinni. Þar á eftir koma Ísak Snær Þorvaldsson og Guðmundur Magnússon. Þrátt fyrir að hafa aðeins spilað hálft tímabilið þá er Frederik Schram sá markvörður sem hefur komið í veg fyrir flest mörk af markvörðum deildarinnar. Hefðbundinni deildarkeppni Bestu deildar karla lauk á laugardaginn með heilli umferð. Í október hefst úrslitakeppni og þar verður skorið úr um hvaða lið verður Íslandsmeistari og hvaða lið falla. Ef ekki væri nýtt fyrirkomulag á deildinni þá væri henni nú lokið. Breiðablik hefði endað sem Íslandsmeistari á meðan FH og ÍA hefðu fallið niður í Lengjudeildina. Þá hefði Nökkvi Þeyr fengið gullskóinn þar sem hann var markahæsti leikmaður deildarinnar. Raunar er hann sá sem hefur komið að flestum mörkum í sumar eða 22 talsins. Nökkvi Þeyr spilaði 20 leiki fyrir KA í sumar áður en hann var seldur til belgíska B-deildarliðsins Beerschot. Á vef tölfræðiveitunnar WyScout, sem tekur saman alla tölfræði fyrir Bestu deild karla og kvenna, vantar glæsimarkið gegn Víkingum en það reyndist hans síðasta í sumar. Alls skoraði Nökkvi Þeyr 17 mörk ásamt því að gefa fimm stoðsendingar áður en hann hélt til Belgíu. Guðmundur Magnússon og Ísak Snær Þorvaldsson komu báðir að 18 mörkum alls en framherji Fram skoraði fleiri eða 15 stykki samtals á meðan Ísak Snær hefur skorað 13 mörk í sumar. Ísak Snær og Guðmundur hafa þanið netmöskvana nokkuð reglulega í sumar.Vísir/Hulda Margrét/Diego Tiago Fernandes, miðjumaður Fram, hefur gefið níu stoðsendingar til þessa í sumar og er sem stendur stoðsendingahæsti leikmaður Bestu deildarinnar. Vængmaðurinn Adam Ægir Pálsson kemur þar á eftir með átta stoðsendingar en hann leikur með Keflavík á láni frá Víking. Þeir Höskuldur Gunnlaugsson, Jason Daði Svanþórsson og Atli Sigurjónsson hafa svo allir gefið sjö stoðsendingar til þessa á leiktíðinni. Telmo Castanheira er sá leikmaður deildarinnar sem hefur brotið oftast af sér til þessa eða 44 sinnum alls. Þar á eftir koma samherjarnir Ísak Snær og Gísli Eyjólfsson með 43 brot hver. Hvað varðar þá leikmenn sem hafa fengið flest gul spjöld þá er ákveðið þema. Rúnar Þór Sigurgeirsson, vinstri bakvörður Keflavíkur, hefur fengið níu gul spjöld á meðan Alex Freyr Elísson, hægri bakvörður Fram, hefur nælt sér í átta gul spjöld. Atli Hrafn Andrason er svo eini leikmaður deildarinnar sem hefur fengið meira en eitt rautt spjald en hann nældi sér í tvö með aðeins 16 daga millibili fyrr í sumar. Viktor Freyr Sigurðsson í marki Leiknis Reykjavíkur hefur varið flest skot af markvörðum deildarinnar eða 93 talsins. Þá er Frederik Schram, markvörður Vals, sá markvörður sem hefur komið í veg fyrir flest mörk ef marka má xG, vænt mörk, andstæðinga liðsins. Schram hefur komið í veg fyrir rétt tæplega fimm mörk í þeim 11 leikjum sem hann hefur spilað til þessa. Frederik Schram hefur verið frábær síðan hann gekk í raðir Vals.Vísir/Hulda Margrét Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Steig á tána á Mike Tyson Sport Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Danmörk - Spánn | Evrópumeistararnir mæta á Parken Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Sjá meira
Hefðbundinni deildarkeppni Bestu deildar karla lauk á laugardaginn með heilli umferð. Í október hefst úrslitakeppni og þar verður skorið úr um hvaða lið verður Íslandsmeistari og hvaða lið falla. Ef ekki væri nýtt fyrirkomulag á deildinni þá væri henni nú lokið. Breiðablik hefði endað sem Íslandsmeistari á meðan FH og ÍA hefðu fallið niður í Lengjudeildina. Þá hefði Nökkvi Þeyr fengið gullskóinn þar sem hann var markahæsti leikmaður deildarinnar. Raunar er hann sá sem hefur komið að flestum mörkum í sumar eða 22 talsins. Nökkvi Þeyr spilaði 20 leiki fyrir KA í sumar áður en hann var seldur til belgíska B-deildarliðsins Beerschot. Á vef tölfræðiveitunnar WyScout, sem tekur saman alla tölfræði fyrir Bestu deild karla og kvenna, vantar glæsimarkið gegn Víkingum en það reyndist hans síðasta í sumar. Alls skoraði Nökkvi Þeyr 17 mörk ásamt því að gefa fimm stoðsendingar áður en hann hélt til Belgíu. Guðmundur Magnússon og Ísak Snær Þorvaldsson komu báðir að 18 mörkum alls en framherji Fram skoraði fleiri eða 15 stykki samtals á meðan Ísak Snær hefur skorað 13 mörk í sumar. Ísak Snær og Guðmundur hafa þanið netmöskvana nokkuð reglulega í sumar.Vísir/Hulda Margrét/Diego Tiago Fernandes, miðjumaður Fram, hefur gefið níu stoðsendingar til þessa í sumar og er sem stendur stoðsendingahæsti leikmaður Bestu deildarinnar. Vængmaðurinn Adam Ægir Pálsson kemur þar á eftir með átta stoðsendingar en hann leikur með Keflavík á láni frá Víking. Þeir Höskuldur Gunnlaugsson, Jason Daði Svanþórsson og Atli Sigurjónsson hafa svo allir gefið sjö stoðsendingar til þessa á leiktíðinni. Telmo Castanheira er sá leikmaður deildarinnar sem hefur brotið oftast af sér til þessa eða 44 sinnum alls. Þar á eftir koma samherjarnir Ísak Snær og Gísli Eyjólfsson með 43 brot hver. Hvað varðar þá leikmenn sem hafa fengið flest gul spjöld þá er ákveðið þema. Rúnar Þór Sigurgeirsson, vinstri bakvörður Keflavíkur, hefur fengið níu gul spjöld á meðan Alex Freyr Elísson, hægri bakvörður Fram, hefur nælt sér í átta gul spjöld. Atli Hrafn Andrason er svo eini leikmaður deildarinnar sem hefur fengið meira en eitt rautt spjald en hann nældi sér í tvö með aðeins 16 daga millibili fyrr í sumar. Viktor Freyr Sigurðsson í marki Leiknis Reykjavíkur hefur varið flest skot af markvörðum deildarinnar eða 93 talsins. Þá er Frederik Schram, markvörður Vals, sá markvörður sem hefur komið í veg fyrir flest mörk ef marka má xG, vænt mörk, andstæðinga liðsins. Schram hefur komið í veg fyrir rétt tæplega fimm mörk í þeim 11 leikjum sem hann hefur spilað til þessa. Frederik Schram hefur verið frábær síðan hann gekk í raðir Vals.Vísir/Hulda Margrét
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Steig á tána á Mike Tyson Sport Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Danmörk - Spánn | Evrópumeistararnir mæta á Parken Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Sjá meira