Galdralæknir eða myndbandsdómgæsla, hver á sökina? Björn Már Ólafsson skrifar 16. september 2022 12:46 Síðasti leikur Juventus var áhugaverður svo ekki sé meira sagt. Jonathan Moscrop/Getty Images „Myndbandsdómgæslan var gerð til þess koma í veg fyrir að Juventus geti unnið!“ Massimo Mauro, fyrrverandi leikmaður Juventus, var ómyrkur í máli þegar hann var spurður hvað honum fyndist um markið sem var dæmt af Juventus í leik þeirra gegn Salernitana á sunnudagskvöldið. Arkadiusz Milik virtist þar ætla að sigla heim torsóttum sigri gömlu dömunnar með marki í uppbótatíma en markið var dæmt af með myndbandsdómgæslu, þar sem Leonardo Bonucci var sagður hafa haft áhrif á leikinn úr rangstöðu. Vandamálið var hins vegar að hann var alls ekkert rangstæður. Sá sem spilaði hann réttstæðan var ekki inni á myndbandsbrotinu sem dómararnir beittu, og því voru þrjú stig tekin af Juventus. Samsæriskenningin sem Mauro viðraði eftir leik var því vel skiljanleg. Atvikið ferðaðist hratt um netheima og tókst næstum að skyggja á ömurlega framistöðu Juventus í leiknum. En er ástæðan fyrir slæmu gengi Juventus á undanförnun árum myndbandsdómgæslan? Byrjun Juventus á tímabilinu hefur verið hörmung. Stigatöp gegn Sampdoria og Salernitana, tvö töp í Meistaradeildinni í fyrstu tveimur leikjunum og svo er engan styrk lengur hægt að sækja í heimavöllinn þar sem liðið hefur aðeins unnið fjóra af síðustu tíu leikjum. Þetta nýja, glæsilega mannvirki sem Juventus Stadium er, er sem stendur nokkuð stemningslaust. Gagnrýnisraddir vilja losna við Max Allegri úr þjálfarasætinu og sú hugmynd fékk aukna umræðu í vikunni þegar Maurizio Arrivabene stjórnarmaður liðsins var spurður af stuðningsmanni hvort liðið þurfi ekki að ráða nýjan þjálfara. „Ætlar þú að borga launins hans Allegris næstu árin?“ svaraði Arrivabene stuðningsmanninum og fjölmiðlum þótti þetta svar ekki traustvekjandi. Arrivabene reyndi síðar að draga í land en skaðinn var skeður. Allegri er valtur í sessi.Nicolò Campo/Getty Images Juventus gerði talsverðar breytingar á leikmannahópi sínum í sumar en margir af nýju leikmönnunum hafa enn ekki sannað gildi sitt. Filip Kostic er fínn leikmaður en kannski ekki í hæsta gæðaflokki. Leandro Paredes þarf tíma til að stimpla sig inn í liðið og Angel Di Maria er strax farinn að missa af leikjum vegna meiðsla, þótt hann hafi líka sýnt gæði sín þegar hann helst heill. Mesti missirinn er þó sennilega Paul Pogba sem hefur ekki enn spilað mínútu frá því að hann kom frá Manchester United á frjálsri sölu í sumar (í annað skiptið á ferlinum). Pogba fór nýlega í aðgerð á hné og er ekki væntanlegur á völlinn fyrr en eftir Heimsmeistaramótið í Katar. Pogba hefur einnig glímt við vandamál á öðru sviðum tilverunnar. Bróðir hans ljóstraði því upp nýverið, að hann hafi leitast eftir því að fá töfralækni til að leggja álög á Kylian Mbappe. Bróðirinn hefur síðan verið handtekinn, grunaður um að reyna að kúga fé út úr Paul. Paul Pogba harðneitar fyrir þetta og hefur síðar útskýrt að eina ástæðan fyrir því að hann ræddi við töfralækninn var til þess að fá hann til að lækna eigin meiðsli. Miðað við líkamlegt ástand hans í dag hlýtur þetta að vera lélegasti töfralæknir í heiminum – og sú samkeppni er hörð! Eða hvað? Getur verið að álögin sem töfralæknirinn ætlaði að setja á Kylian Mbappe hafi snúist við í höndunum á honum? Beindi hann töfrasprotanum að Paul Pogba sjálfum eða jafnvel Juventustreyjunni? Fór hann rangt með töfraþuluna? Álög eru ekki óþekkt fyrirbæri í knattspyrnuheiminum. Frægust er sagan af Bela Guttmann sem gerði portúgalska félagið Benfica að Evrópumeisturum í tvígang árin 1961 og 1962. Eftir úrslitaleikinn 1962 bað Gutmann um launahækkun en fékk ekki. Hann yfirgaf félagið í fússi og lét eftirfarandi orð falla, samkvæmt (mis-) áræðanlegum heimildum: „Benfica mun ekki lyfta Evrópumeistaratitlinum aftur næstu 100 árin.“ Álögin virtust áhrifamikil því liðið hefur fimm sinum komist í úrslitaleik upp frá þessu, en aldrei tekist að lyfta titlinum. Annað frægt fórnarlamb álaga í knattspyrnuheiminum er brasilíska félagið Vasco da Gama, sem stofnað var af portúgölskum innflytjendum í landinu. Liðið var nær óstöðvandi á fjórða áratug síðustu aldar, eftir að litaðir leikmenn höfðu loks fengið leyfi til að taka þátt í brasilísku deildarkeppninni. Liðið vann titilinn árið 1936 og fátt virtist geta komið í veg fyrir langvarandi gullaldartímabil. En leikur gegn botnliði Andarai í desember 1936 sneri sögunni við á einu augabragði. Á leið í leikinn lenti liðsrúta Vasco da Gama í umferðaróhappi sem varð til þess að liðið mætti allt of seint í leikinn. Dómari leiksins bauð Andarai að vinna leikinn 3-0 þar sem ekkert bólaði á liðsrútu Vasco da Gama. Fyrirliði Andarai afþakkaði og sagðist vilja spila leikinn. Áður en leikurinn seint um síðir fór af stað, bað hann samt liðsmenn Vasco sína um að sýna liðinu miskunn . Liðsmenn Andarai höfðu nú sýnt íþróttamannlega hegðun og hafnað öruggum skrifborðssigri. Allt kom þó fyrir ekki og leikmenn Vasco da Gama sýndu enga miskunn. Þegar dómarinn flautaði til leiksloka var niðurlægingin algjör. 12 mörk skoraði Vasco á lánlausa Andarai-menn. Einn leikmaður Andarai hét Arubinha og hann var sérlega ósáttur með framkomu Vasco liðsins. Hann á að hafa lagst á bæn strax eftir að lokaflautið gall, og ákallað guð: „Ef Guð er til þá mun Vasco da Gama ekki vinna titil næstu tólf árin – eitt ár fyrir hvert mark sem þeir skoruðu í dag“. Samkvæmt öðrum heimildum á hann að hafa laumast inn á heimavöll Vasco da Gama eftir að myrkrið var skollið á og grafið þar frosk. Þetta átti að gulltryggja með göldrum að álögin myndu standast. Og álögin stóðust. Ár eftir ár missteig Vasco da Gama sig í titilbaráttunni. Stuðningsmenn liðsins grátbáðu Arubinha um að aflétta álögunum en hann neitaði staðfastlega fyrir tilvist þeirra. Tíu árum eftir að álögin voru sett á tóku stuðningsmenn sig til og grófu upp grasið á heimavelli sínum, Estádio São Januário, í leit að frosknum en gripu í tómt. Álögin liðu svo loks undir lok 11 árum eftir að þau voru sett á. Vildi forsetinn meina að bænaköll stuðningsmanna hafi gefið þeim eins árs afslátt af álögunum. Vandamál Juventus rista dýpra en einungis töpuð stig gegn Salernitana, gölluð myndbandsdómgæsla eða meiðsli Pauls Pogba. Kannski ættu stuðningsmenn að prófa að grafa upp allt grasið á Allianz Stadium. Hver veit nema töfralæknir Pogbas hafi laumað þangað litlum froski. Fleiri geta töfrað en bara Kvaradona Napoli heldur áfram sigurgöngu sinni bæði í deild og í Evrópukeppni. Mikið púður hefur farið í að hrósa georgíska töframanninum Kvaratskhelia sem hefur byrjað tímabilið eins og stormsveipur en í síðustu tveimur leikjum er það annar nýr, lágvaxinn leikmaður sem er farinn að gera sig gildandi. Giacomo Raspadori gerði sigurmarkið um helgina í 1-0 sigri á Spezia og hann var svo potturinn og pannan í sigri liðsins á Rangers í Meistaradeildinni í vikunni. Miklar væntingar eru bundnar við Raspadori á Ítalíu og er hann talinn vera næsta stórstjarna landsliðsins – landsliðs sem þarf sárlega á stórstjörnum að halda. Mikael Egill Ellertsson lék um tuttugu mínútur fyrir Spezia, kom inná með mikinn kraft og áræðni. Það verður spennandi að sjá hvort hann hljóti náð fyrir augum Arnars Þórs Viðarssonar landsliðsþjálfara þegar leikmannahópurinn verður tilkynntur á föstudag. Mikael Egill heldur áfram að fá mínútur í Serie A.Nicolò Campo/Getty Images Dýrkeypt hjólhestaspyrna Mílanóliðin sluppu bæði með skrekkinn um helgina þar sem sigrar þeirra reyndust afar torsóttir. Stuðningsmenn Internazionale þurftu að bíða með öndina í hálsinum fram að 90. mínútu til að sjá Marcelo Brozovic skora sigurmarkið í 1-0 sigri á kraftmiklu liði Torino. Samir Handanovic markvörður liðsins hefur verið gagnrýndur undanfarið en hann sýndi frábæra takta í leiknum og hélt þeim blásvörtu inni í leiknum. Nágrannar þeirra í AC Milan áttu fyrir höndum nokkuð þægilegan útileik gegn lánlausu Sampdoria liði. Rauðu djöflarnir komust í 1-0 strax á sjöttu mínútu og allt leit vel út þar til Rafael Leao ákvað að sparka í andlitið á Ferrari, varnarmanni Sampdoria, með annars glæsilegri hjólhestaspyrnu. Dómaranum fannst hins vegar ekki mikið til hjólhestsins koma og rak Leao af velli. Sampdoria jafnar í kjölfarið og spennan gerði vart við sig en Olivier Giroud steig þá upp og bjargaði Mílanóliðinu með marki úr vítaspyrnu. Rauða spjaldið sem Rafael Leao fékk gerir það að verkum að hann missir af toppslagnum gegn Napoli um næstu helgi. Þetta gæti reynst dýrkeypt hjólhestaspyrna. Óvænt í Meistaradeildarsæti Udinese er að stimpla sig rækilega inn sem spútniklið ársins í ítölsku A deildinni. Eftir sex umferðir er liðið í fjórða sæti eftir glæsilegan 1-3 útisigur á Sassuolo í síðustu umferð. Udinese er lið sem er þekkt fyrir að gefa ungum leikmönnum tækifæri og selja þá svo dýrt. Það þýðir einnig að liðið er sjaldan í toppbaráttu, oftast nær endar liðið á neðri helmingnum. En þessi byrjun á tímabilinu lofar góðu og hver veit nema að þjálfaranum Andrea Sottil takist að leika eftir afrek Lucianos Spallettis frá árinu 2005 þegar hann kom liðinu í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Dræm stigasöfnun nýliða Nýliðarnir þrír í deildinni eru allir enn án sigurs eftir síðustu umferð. Þar mættust Monza og Lecce í hörðum fallbaráttuslag þar sem Þórir Jóhann var í byrjunarliði Lecce. Leiknum lauk með jafntefli og leikmenn Lecce naga sig eflaust í handabökin enda voru þeir talsvert sterkari aðilinn í leiknum. Lærisveinar Silvios Berlusconi í Monza fengu sín fyrstu stig með jafnteflinu. Það bjargaði samt ekki Giovanni Stroppa þjálfara liðsins sem var rekinn að leik loknum. Sá sem tók við tímabundið er hinn áður bráðefnilegi knattspyrnumaður Raffaele Palladino sem ungur var á mála hjá Juventus og þótti eitt mesta efni ítalskrar knattspyrnu. Hann þótti þó helst til of latur og ferill hans ber þess greinilega keim. Getur latur knattspyrnumaður orðið frábær þjálfari? Palladino fær tækifæri til að sýna sig um helgina þegar Monza mætir hans gömlu félögum í Juventus. Örlög Juventus gætu verið í hans höndum. Cremonese náði þó í sterkt jafntefli gegn toppliði Atalanta 1-1 á útivelli. Er þetta annað jafntefli liðsins í röð og ljóst að þjálfarinn er búinn að drilla varnarleikinn vel hjá liðinu frá fiðlubænum Cremona. Dybala heldur Roma á floti José Mourinho og félagar í Roma eru komnir aftur á beinu brautina eftir niðurlæginguna gegn Udinese í síðustu umferð. Liðið mætti Empoli í spennandi mánudagsleik þar sem Paulo Dybala var munurinn á liðunum. Litli Argentínumaðurinn er búinn að vera gjörsamlega á eldi í upphafi tímabils og má kannski helst gagnrýna Roma fyrir að vera nú þegar orðið of háð framlagi frá honum. Í vikunni mætti liðið svo HJK frá Finnlandi í Evrópudeildinni. Í hálfleik var markalaust þrátt fyrir að Roma væri manni fleiri nær allan hálfleikinn. Mourinho var allt annað en sáttur og skipti Dybala inná og það tók hann aðeins 62 sekúndur að finna markið. Dybala nýtur sín hjá Roma.Silvia Lore/Getty Images Hinir sóknarmennirnir eiga enn eftir að sýna sitt rétta andlit á tímabilinu og Mourinho hlýtur að hafa áhyggjur af sóknarleiknum ef liðið getur aðeins treyst á einn mann. Fótbolti Ítalski boltinn Mál Pogba-bræðranna Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Massimo Mauro, fyrrverandi leikmaður Juventus, var ómyrkur í máli þegar hann var spurður hvað honum fyndist um markið sem var dæmt af Juventus í leik þeirra gegn Salernitana á sunnudagskvöldið. Arkadiusz Milik virtist þar ætla að sigla heim torsóttum sigri gömlu dömunnar með marki í uppbótatíma en markið var dæmt af með myndbandsdómgæslu, þar sem Leonardo Bonucci var sagður hafa haft áhrif á leikinn úr rangstöðu. Vandamálið var hins vegar að hann var alls ekkert rangstæður. Sá sem spilaði hann réttstæðan var ekki inni á myndbandsbrotinu sem dómararnir beittu, og því voru þrjú stig tekin af Juventus. Samsæriskenningin sem Mauro viðraði eftir leik var því vel skiljanleg. Atvikið ferðaðist hratt um netheima og tókst næstum að skyggja á ömurlega framistöðu Juventus í leiknum. En er ástæðan fyrir slæmu gengi Juventus á undanförnun árum myndbandsdómgæslan? Byrjun Juventus á tímabilinu hefur verið hörmung. Stigatöp gegn Sampdoria og Salernitana, tvö töp í Meistaradeildinni í fyrstu tveimur leikjunum og svo er engan styrk lengur hægt að sækja í heimavöllinn þar sem liðið hefur aðeins unnið fjóra af síðustu tíu leikjum. Þetta nýja, glæsilega mannvirki sem Juventus Stadium er, er sem stendur nokkuð stemningslaust. Gagnrýnisraddir vilja losna við Max Allegri úr þjálfarasætinu og sú hugmynd fékk aukna umræðu í vikunni þegar Maurizio Arrivabene stjórnarmaður liðsins var spurður af stuðningsmanni hvort liðið þurfi ekki að ráða nýjan þjálfara. „Ætlar þú að borga launins hans Allegris næstu árin?“ svaraði Arrivabene stuðningsmanninum og fjölmiðlum þótti þetta svar ekki traustvekjandi. Arrivabene reyndi síðar að draga í land en skaðinn var skeður. Allegri er valtur í sessi.Nicolò Campo/Getty Images Juventus gerði talsverðar breytingar á leikmannahópi sínum í sumar en margir af nýju leikmönnunum hafa enn ekki sannað gildi sitt. Filip Kostic er fínn leikmaður en kannski ekki í hæsta gæðaflokki. Leandro Paredes þarf tíma til að stimpla sig inn í liðið og Angel Di Maria er strax farinn að missa af leikjum vegna meiðsla, þótt hann hafi líka sýnt gæði sín þegar hann helst heill. Mesti missirinn er þó sennilega Paul Pogba sem hefur ekki enn spilað mínútu frá því að hann kom frá Manchester United á frjálsri sölu í sumar (í annað skiptið á ferlinum). Pogba fór nýlega í aðgerð á hné og er ekki væntanlegur á völlinn fyrr en eftir Heimsmeistaramótið í Katar. Pogba hefur einnig glímt við vandamál á öðru sviðum tilverunnar. Bróðir hans ljóstraði því upp nýverið, að hann hafi leitast eftir því að fá töfralækni til að leggja álög á Kylian Mbappe. Bróðirinn hefur síðan verið handtekinn, grunaður um að reyna að kúga fé út úr Paul. Paul Pogba harðneitar fyrir þetta og hefur síðar útskýrt að eina ástæðan fyrir því að hann ræddi við töfralækninn var til þess að fá hann til að lækna eigin meiðsli. Miðað við líkamlegt ástand hans í dag hlýtur þetta að vera lélegasti töfralæknir í heiminum – og sú samkeppni er hörð! Eða hvað? Getur verið að álögin sem töfralæknirinn ætlaði að setja á Kylian Mbappe hafi snúist við í höndunum á honum? Beindi hann töfrasprotanum að Paul Pogba sjálfum eða jafnvel Juventustreyjunni? Fór hann rangt með töfraþuluna? Álög eru ekki óþekkt fyrirbæri í knattspyrnuheiminum. Frægust er sagan af Bela Guttmann sem gerði portúgalska félagið Benfica að Evrópumeisturum í tvígang árin 1961 og 1962. Eftir úrslitaleikinn 1962 bað Gutmann um launahækkun en fékk ekki. Hann yfirgaf félagið í fússi og lét eftirfarandi orð falla, samkvæmt (mis-) áræðanlegum heimildum: „Benfica mun ekki lyfta Evrópumeistaratitlinum aftur næstu 100 árin.“ Álögin virtust áhrifamikil því liðið hefur fimm sinum komist í úrslitaleik upp frá þessu, en aldrei tekist að lyfta titlinum. Annað frægt fórnarlamb álaga í knattspyrnuheiminum er brasilíska félagið Vasco da Gama, sem stofnað var af portúgölskum innflytjendum í landinu. Liðið var nær óstöðvandi á fjórða áratug síðustu aldar, eftir að litaðir leikmenn höfðu loks fengið leyfi til að taka þátt í brasilísku deildarkeppninni. Liðið vann titilinn árið 1936 og fátt virtist geta komið í veg fyrir langvarandi gullaldartímabil. En leikur gegn botnliði Andarai í desember 1936 sneri sögunni við á einu augabragði. Á leið í leikinn lenti liðsrúta Vasco da Gama í umferðaróhappi sem varð til þess að liðið mætti allt of seint í leikinn. Dómari leiksins bauð Andarai að vinna leikinn 3-0 þar sem ekkert bólaði á liðsrútu Vasco da Gama. Fyrirliði Andarai afþakkaði og sagðist vilja spila leikinn. Áður en leikurinn seint um síðir fór af stað, bað hann samt liðsmenn Vasco sína um að sýna liðinu miskunn . Liðsmenn Andarai höfðu nú sýnt íþróttamannlega hegðun og hafnað öruggum skrifborðssigri. Allt kom þó fyrir ekki og leikmenn Vasco da Gama sýndu enga miskunn. Þegar dómarinn flautaði til leiksloka var niðurlægingin algjör. 12 mörk skoraði Vasco á lánlausa Andarai-menn. Einn leikmaður Andarai hét Arubinha og hann var sérlega ósáttur með framkomu Vasco liðsins. Hann á að hafa lagst á bæn strax eftir að lokaflautið gall, og ákallað guð: „Ef Guð er til þá mun Vasco da Gama ekki vinna titil næstu tólf árin – eitt ár fyrir hvert mark sem þeir skoruðu í dag“. Samkvæmt öðrum heimildum á hann að hafa laumast inn á heimavöll Vasco da Gama eftir að myrkrið var skollið á og grafið þar frosk. Þetta átti að gulltryggja með göldrum að álögin myndu standast. Og álögin stóðust. Ár eftir ár missteig Vasco da Gama sig í titilbaráttunni. Stuðningsmenn liðsins grátbáðu Arubinha um að aflétta álögunum en hann neitaði staðfastlega fyrir tilvist þeirra. Tíu árum eftir að álögin voru sett á tóku stuðningsmenn sig til og grófu upp grasið á heimavelli sínum, Estádio São Januário, í leit að frosknum en gripu í tómt. Álögin liðu svo loks undir lok 11 árum eftir að þau voru sett á. Vildi forsetinn meina að bænaköll stuðningsmanna hafi gefið þeim eins árs afslátt af álögunum. Vandamál Juventus rista dýpra en einungis töpuð stig gegn Salernitana, gölluð myndbandsdómgæsla eða meiðsli Pauls Pogba. Kannski ættu stuðningsmenn að prófa að grafa upp allt grasið á Allianz Stadium. Hver veit nema töfralæknir Pogbas hafi laumað þangað litlum froski. Fleiri geta töfrað en bara Kvaradona Napoli heldur áfram sigurgöngu sinni bæði í deild og í Evrópukeppni. Mikið púður hefur farið í að hrósa georgíska töframanninum Kvaratskhelia sem hefur byrjað tímabilið eins og stormsveipur en í síðustu tveimur leikjum er það annar nýr, lágvaxinn leikmaður sem er farinn að gera sig gildandi. Giacomo Raspadori gerði sigurmarkið um helgina í 1-0 sigri á Spezia og hann var svo potturinn og pannan í sigri liðsins á Rangers í Meistaradeildinni í vikunni. Miklar væntingar eru bundnar við Raspadori á Ítalíu og er hann talinn vera næsta stórstjarna landsliðsins – landsliðs sem þarf sárlega á stórstjörnum að halda. Mikael Egill Ellertsson lék um tuttugu mínútur fyrir Spezia, kom inná með mikinn kraft og áræðni. Það verður spennandi að sjá hvort hann hljóti náð fyrir augum Arnars Þórs Viðarssonar landsliðsþjálfara þegar leikmannahópurinn verður tilkynntur á föstudag. Mikael Egill heldur áfram að fá mínútur í Serie A.Nicolò Campo/Getty Images Dýrkeypt hjólhestaspyrna Mílanóliðin sluppu bæði með skrekkinn um helgina þar sem sigrar þeirra reyndust afar torsóttir. Stuðningsmenn Internazionale þurftu að bíða með öndina í hálsinum fram að 90. mínútu til að sjá Marcelo Brozovic skora sigurmarkið í 1-0 sigri á kraftmiklu liði Torino. Samir Handanovic markvörður liðsins hefur verið gagnrýndur undanfarið en hann sýndi frábæra takta í leiknum og hélt þeim blásvörtu inni í leiknum. Nágrannar þeirra í AC Milan áttu fyrir höndum nokkuð þægilegan útileik gegn lánlausu Sampdoria liði. Rauðu djöflarnir komust í 1-0 strax á sjöttu mínútu og allt leit vel út þar til Rafael Leao ákvað að sparka í andlitið á Ferrari, varnarmanni Sampdoria, með annars glæsilegri hjólhestaspyrnu. Dómaranum fannst hins vegar ekki mikið til hjólhestsins koma og rak Leao af velli. Sampdoria jafnar í kjölfarið og spennan gerði vart við sig en Olivier Giroud steig þá upp og bjargaði Mílanóliðinu með marki úr vítaspyrnu. Rauða spjaldið sem Rafael Leao fékk gerir það að verkum að hann missir af toppslagnum gegn Napoli um næstu helgi. Þetta gæti reynst dýrkeypt hjólhestaspyrna. Óvænt í Meistaradeildarsæti Udinese er að stimpla sig rækilega inn sem spútniklið ársins í ítölsku A deildinni. Eftir sex umferðir er liðið í fjórða sæti eftir glæsilegan 1-3 útisigur á Sassuolo í síðustu umferð. Udinese er lið sem er þekkt fyrir að gefa ungum leikmönnum tækifæri og selja þá svo dýrt. Það þýðir einnig að liðið er sjaldan í toppbaráttu, oftast nær endar liðið á neðri helmingnum. En þessi byrjun á tímabilinu lofar góðu og hver veit nema að þjálfaranum Andrea Sottil takist að leika eftir afrek Lucianos Spallettis frá árinu 2005 þegar hann kom liðinu í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Dræm stigasöfnun nýliða Nýliðarnir þrír í deildinni eru allir enn án sigurs eftir síðustu umferð. Þar mættust Monza og Lecce í hörðum fallbaráttuslag þar sem Þórir Jóhann var í byrjunarliði Lecce. Leiknum lauk með jafntefli og leikmenn Lecce naga sig eflaust í handabökin enda voru þeir talsvert sterkari aðilinn í leiknum. Lærisveinar Silvios Berlusconi í Monza fengu sín fyrstu stig með jafnteflinu. Það bjargaði samt ekki Giovanni Stroppa þjálfara liðsins sem var rekinn að leik loknum. Sá sem tók við tímabundið er hinn áður bráðefnilegi knattspyrnumaður Raffaele Palladino sem ungur var á mála hjá Juventus og þótti eitt mesta efni ítalskrar knattspyrnu. Hann þótti þó helst til of latur og ferill hans ber þess greinilega keim. Getur latur knattspyrnumaður orðið frábær þjálfari? Palladino fær tækifæri til að sýna sig um helgina þegar Monza mætir hans gömlu félögum í Juventus. Örlög Juventus gætu verið í hans höndum. Cremonese náði þó í sterkt jafntefli gegn toppliði Atalanta 1-1 á útivelli. Er þetta annað jafntefli liðsins í röð og ljóst að þjálfarinn er búinn að drilla varnarleikinn vel hjá liðinu frá fiðlubænum Cremona. Dybala heldur Roma á floti José Mourinho og félagar í Roma eru komnir aftur á beinu brautina eftir niðurlæginguna gegn Udinese í síðustu umferð. Liðið mætti Empoli í spennandi mánudagsleik þar sem Paulo Dybala var munurinn á liðunum. Litli Argentínumaðurinn er búinn að vera gjörsamlega á eldi í upphafi tímabils og má kannski helst gagnrýna Roma fyrir að vera nú þegar orðið of háð framlagi frá honum. Í vikunni mætti liðið svo HJK frá Finnlandi í Evrópudeildinni. Í hálfleik var markalaust þrátt fyrir að Roma væri manni fleiri nær allan hálfleikinn. Mourinho var allt annað en sáttur og skipti Dybala inná og það tók hann aðeins 62 sekúndur að finna markið. Dybala nýtur sín hjá Roma.Silvia Lore/Getty Images Hinir sóknarmennirnir eiga enn eftir að sýna sitt rétta andlit á tímabilinu og Mourinho hlýtur að hafa áhyggjur af sóknarleiknum ef liðið getur aðeins treyst á einn mann.
Fótbolti Ítalski boltinn Mál Pogba-bræðranna Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira