Hótar að fylla liðsstjórn af vinum sínum til að hjóla í dómarana Atli Arason skrifar 17. ágúst 2022 22:50 Alexander Aron, þjálfari Aftureldingar ásamt liðsstjórn. Vísir/Diego Alexander Aron Davorsson, þjálfari Aftureldingar var allt annað en sáttur við vítaspyrnu sem Keflavík fékk í 2-3 sigri liðsins í Mosfellsbæ í Bestu-deild kvenna í gær. „Maður verður bara að treysta dómaranum en það sást líka að dómarinn tekur 10 sekúndur að hugsa þetta og á meðan ráðast þeir [Keflvíkingar] á fjórða dómarann og það er óboðlegt. Ég sagði orðrétt við dómarann hvort ég ætti ekki að fylla liðsstjórn á skýrslu af vinum mínum og fara alltaf að hjóla í ykkur [dómarana],“ sagði Alexander í viðtali eftir leik. „Dómarinn beið og hann fékk eitthvað í eyrað, hvort það var aðstoðardómarinn eða fjórði dómarinn veit ég ekki,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna um atvikið. Vítaspyrnuna fékk Keflavík eftir að boltinn virtist fara í höndina á Mackenzie Cherry, leikmanni Aftureldingar. Aníta Lind Daníelsdóttir tók vítaspyrnuna og jafnaði leikinn í 2-2 áður en Dröfn Einarsdóttir skoraði svo sigurmark Keflavíkur stundarfjórðungi fyrir leikslok. Myndband af atvikinu má sjá í spilaranum hér að neðst í fréttinni en erfitt er að sjá nákvæmlega hvað gerðist frá því sjónarhorni. „Það er erfitt að greina þetta en við sjáum þetta eiginlega ómögulega,“ sagði þáttastjórnandinn Helena Ólafsdóttir. „Ef höndinn er alveg upp við líkamann þá sveiflast hún ekki svona,“ svaraði Lilja Dögg Valþórsdóttir á móti. Bæði lið þurftu á sigri að halda í þessum sex stiga fallbaráttuslag og því eðlilegt að mönnum hafi verið svolítið heitt í hamsi. Eftir leikinn er Afturelding í fallsæti með 9 stig á meðan Keflavík er tveimur sætum ofar, í því sjöunda með 13 stig. Klippa: Hótar að fylla liðstjórn af vinum sínum til að hjóla í dómarann Besta deild kvenna Afturelding Keflavík ÍF Íslenski boltinn Tengdar fréttir Alexander Aron: Þetta er bara hundleiðinlegt og ég er brjálaður yfir þessu Afturelding tapaði í kvöld 2-3 gegn Keflavík í Bestu deild kvenna í Mosfellsbæ. Alexander Aron, þjálfari Aftureldingar, var ánægður með leik síns liðs en þó ósáttur með margt annað. 16. ágúst 2022 21:42 Umfjöllun og viðtal: Afturelding-Keflavík 2-3 | Keflvíkingar lyftu sér frá fallsvæðinu Keflvíkingar unnu gríðarlega mikilvægan 2-3 útisigur í sannkölluðum sex stiga leik er liðið heimsótti Aftureldingu í bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. 16. ágúst 2022 21:49 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira
„Maður verður bara að treysta dómaranum en það sást líka að dómarinn tekur 10 sekúndur að hugsa þetta og á meðan ráðast þeir [Keflvíkingar] á fjórða dómarann og það er óboðlegt. Ég sagði orðrétt við dómarann hvort ég ætti ekki að fylla liðsstjórn á skýrslu af vinum mínum og fara alltaf að hjóla í ykkur [dómarana],“ sagði Alexander í viðtali eftir leik. „Dómarinn beið og hann fékk eitthvað í eyrað, hvort það var aðstoðardómarinn eða fjórði dómarinn veit ég ekki,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna um atvikið. Vítaspyrnuna fékk Keflavík eftir að boltinn virtist fara í höndina á Mackenzie Cherry, leikmanni Aftureldingar. Aníta Lind Daníelsdóttir tók vítaspyrnuna og jafnaði leikinn í 2-2 áður en Dröfn Einarsdóttir skoraði svo sigurmark Keflavíkur stundarfjórðungi fyrir leikslok. Myndband af atvikinu má sjá í spilaranum hér að neðst í fréttinni en erfitt er að sjá nákvæmlega hvað gerðist frá því sjónarhorni. „Það er erfitt að greina þetta en við sjáum þetta eiginlega ómögulega,“ sagði þáttastjórnandinn Helena Ólafsdóttir. „Ef höndinn er alveg upp við líkamann þá sveiflast hún ekki svona,“ svaraði Lilja Dögg Valþórsdóttir á móti. Bæði lið þurftu á sigri að halda í þessum sex stiga fallbaráttuslag og því eðlilegt að mönnum hafi verið svolítið heitt í hamsi. Eftir leikinn er Afturelding í fallsæti með 9 stig á meðan Keflavík er tveimur sætum ofar, í því sjöunda með 13 stig. Klippa: Hótar að fylla liðstjórn af vinum sínum til að hjóla í dómarann
Besta deild kvenna Afturelding Keflavík ÍF Íslenski boltinn Tengdar fréttir Alexander Aron: Þetta er bara hundleiðinlegt og ég er brjálaður yfir þessu Afturelding tapaði í kvöld 2-3 gegn Keflavík í Bestu deild kvenna í Mosfellsbæ. Alexander Aron, þjálfari Aftureldingar, var ánægður með leik síns liðs en þó ósáttur með margt annað. 16. ágúst 2022 21:42 Umfjöllun og viðtal: Afturelding-Keflavík 2-3 | Keflvíkingar lyftu sér frá fallsvæðinu Keflvíkingar unnu gríðarlega mikilvægan 2-3 útisigur í sannkölluðum sex stiga leik er liðið heimsótti Aftureldingu í bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. 16. ágúst 2022 21:49 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira
Alexander Aron: Þetta er bara hundleiðinlegt og ég er brjálaður yfir þessu Afturelding tapaði í kvöld 2-3 gegn Keflavík í Bestu deild kvenna í Mosfellsbæ. Alexander Aron, þjálfari Aftureldingar, var ánægður með leik síns liðs en þó ósáttur með margt annað. 16. ágúst 2022 21:42
Umfjöllun og viðtal: Afturelding-Keflavík 2-3 | Keflvíkingar lyftu sér frá fallsvæðinu Keflvíkingar unnu gríðarlega mikilvægan 2-3 útisigur í sannkölluðum sex stiga leik er liðið heimsótti Aftureldingu í bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. 16. ágúst 2022 21:49