Innlent

„Stund sem ég mun aldrei gleyma“

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Magnús Kjartan var í skýjunum í morgun að loknum vel heppnuðum brekkusöng. Í fyrra söng hann fyrir örfáar rollur í tómum dal.
Magnús Kjartan var í skýjunum í morgun að loknum vel heppnuðum brekkusöng. Í fyrra söng hann fyrir örfáar rollur í tómum dal. skjáskot

Þjóðhátíðargestir pakka nú saman eftir fjölmenna og langþráða hátíð. Magnús Kjartan Eyjólfsson, sem stýrði brekkusöngnum í Herjólfsdal í gær segir að stemningin hafi verið ótrúleg og greinilegt að biðin eftir brekkusöng án takmarkana var langþráð.

Magnús var enn í skýjunum þegar fréttastofa náði tali af honum.

„Þetta fór langt fram úr öllum mínum væntingum, stemningin í brekkunni var bara eitthvað annað. Það var greinilegt að fólk var búið að lengja svolitið eftir því, ja sumir myndu segja sitja í brekkunni en á ákveðnum tíma stóðu bara allir í brekkunni. Hvort sem fólk stóð eða sat var fólk bara greinilega búið að bíða eftir þessu í heillangan tíma.

Í fyrra söngstu fyrir tómri brekku og örfáum rollum, hvernig var þetta í samanburði við það?

„Það er varla hægt að bera þetta saman,“ segir Magnús og hlær, „þetta er bara svoleiðis margfalt, margfalt, margfalt skemmtilegra. Þarna fær maður bara viðbrögð fólksins beint í æð og það var svo greinilegt að hver einn og einasti var mættur þarna tilað skemmta sér og þá verður starfið bara svo auðvelt.“

Klukkutíminn frá 11 til 12 segir Magnús hafa staðið upp úr. Þakklæti er honum efst í huga.

„Þetta er bara stund sem ég mun aldei gleyma.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×