Fótbolti

Olga Fær­seth: „Sigur og ekkert annað sem við þurfum í dag“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Olga Færseth ræddi við Svövu Kristínu fyrir stórleik dagsins.
Olga Færseth ræddi við Svövu Kristínu fyrir stórleik dagsins. Vísir/Vilhelm

Markamaskínan og goðsögnin Olga Færseth er að sjálfsögðu í Englandi þar sem Evrópumót kvenna í fótbolta fer fram. Hún ræddi stuttlega við Svövu Krístínu Grétarsdóttur um leik Íslands og Ítalíu sem hefst klukkan 16.00 í dag.

Olga lék á sínum tíma 54 A-landsleiki og skoraði 14 mörk. Hún gerði sér svo lítið fyrir og skoraði 360 mörk í 307 leikjum hér á landi fyrir KR, ÍBV, Breiðablik og Selfoss. Olga er að sjálfsögðu spennt fyrir leik dagsins og tekur undir það að Ísland verði að vinna í dag til að eiga raunhæfa möguleika á að komast í 8-liða úrslit.

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan en leikur Íslands og Ítalíu verður í beinni textalýsingu á Vísi.

Klippa: Viðtal: Goðsögnin Olga Færseth

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×