Innlent

Þyrlan sótti slasaða hesta­konu

Árni Sæberg skrifar
Þyrla Gæslunnar kemur á Landspítalann með sjúkling.
Þyrla Gæslunnar kemur á Landspítalann með sjúkling. Vísir/Vilhelm

Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti við Landspítalann í Fossvogi rétt í þessu með slasaða hestakonu innanborðs.

Starfsmaður á stjórnstöð Landhelgisgæslunnar segir í samtali við Vísi að konan hafi dottið af baki í útreiðartúr utan alfaraleiðar í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Hann gat ekki gefið upp frekari upplýsingar um líðan konunnar en sagði þó að ekki hafi verið umforgangsútkall að ræða. Þyrlan hafi einfaldlega verið send í útkallið þar sem torfært sé að slysstað og það hafi verið þægilegra fyrir þá slösuðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×