Pogba segist vera kominn heim en hafa orðið að manni í Manchester Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júlí 2022 10:01 Paul Pogba er ekki allra. EPA-EFE/TIM KEETON „Stundum tekur maður ákvarðanir sem falla ekki með manni en ég er ánægður með árin mín í Manchester, þar ólst ég upp, þar lærði ég og þar varð ég að manni,“ segir Paul Pogba en hann samdi á dögunum við Juventus eftir að samningur hans við Manchester United rann út. „Ég er ánægður með þær ákvarðarnir sem ég hef tekið í lífinu,“ segir franski miðvallarleikmaðurinn en þetta er í annað sinn sem hann fer frítt frá Man United til Juventus. Pogba, sem er 29 ára gamall í dag, vonast eftir meiri stöðugleika hjá Juventus heldur en var hjá Man United eftir að hann gekk í raðir félagsins í annað sinn. Að hans mati var skipt reglulega um þjálfara með tilheyrandi breytingum á leikstíl. Paul Pogba is ready for the next chapter pic.twitter.com/SDGp6Zs3nx— B/R Football (@brfootball) July 12, 2022 „Að skipta um þjálfara á hverju ári, það var erfitt fyrir mig. Svo meiddist í nokkrum sinnum en ég held líka að þetta hafi verið andlegt, að spila og vera svo ekki að spila. Það hægir á manni. Þetta var lítið af öllu, þjálfarinn, liðið og leikstaðan. Þetta hafði allt áhrif,“ sagði Pogba um vandræði sín í Manchester. Að segja að félagið hafi skipt um þjálfara árlega stenst þó ekki skoðun þar sem José Mourinho stýrði liðinu frá því Pogba kom sumarið 2016 fram í desember 2018. Ole Gunnar Solskjær tók þá við og stýrði liðinu þangað til undir lok árs 2021. Eftir það tók Michael Carrick við í þrjá leiki og svo kom Ralf Rangnick inn og kláraði síðustu leiktíð sem þjálfari Man United. Það voru því aðeins tveir þjálfarar við stjórnvölin nær allan tíma Pogba hjá félaginu. Pogba ákvað á endanum að skrifa ekki undir nýjan samning við Man United þar sem honum fannst þau himinháu laun sem félagið bauð honum ekki vera nægilega há. Nú er hann kominn aftur til Ítalíu og getur ekki beðið eftir að sýna sig og sanna en Pogba skrifaði undir fjögurra ára samning við Juventus. „Nú, þegar ég hef skipt um umhverfi, munuð þið sjá annan Paul Pogba. Ég get spilað mun betur en ég hef gert á undanförnum árum. Ég er ánægður með að vera kominn heim, þannig líður mér hér. Þetta er eitthvað meira en aðeins draumur, ég er mjög hamingjusamur.“ Getting started! #ForzaJuve pic.twitter.com/Fd1CEnbTDi— Paul Pogba (@paulpogba) July 12, 2022 „Það voru önnur lið sem sýndu áhuga en hjarta mitt valdi Juventus. Mér leið vel hér áður og líður vel hér núna. Ég get ekki beðið eftir að byrja og hjálpa liðinu. Ég vonast til að gera betur en síðast,“ sagði Pogba að endingu í viðtalinu. Það gæti reynst þrautin þyngri þar sem Juventus-liðið sem Pogba var í frá 2012 til 2016 bar höfuð og herðar yfir öll önnur lið Ítalíu. Liðið vann hvern titilinn á fætur öðrum en nú er tíðin önnur. Mílanó-liðin tvö, AC og Inter, hafa unnið deildina undanfarin tvö ár og Juventus má muna sinn fífil fegurri. Fótbolti Ítalski boltinn Enski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Fleiri fréttir Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Sjá meira
„Ég er ánægður með þær ákvarðarnir sem ég hef tekið í lífinu,“ segir franski miðvallarleikmaðurinn en þetta er í annað sinn sem hann fer frítt frá Man United til Juventus. Pogba, sem er 29 ára gamall í dag, vonast eftir meiri stöðugleika hjá Juventus heldur en var hjá Man United eftir að hann gekk í raðir félagsins í annað sinn. Að hans mati var skipt reglulega um þjálfara með tilheyrandi breytingum á leikstíl. Paul Pogba is ready for the next chapter pic.twitter.com/SDGp6Zs3nx— B/R Football (@brfootball) July 12, 2022 „Að skipta um þjálfara á hverju ári, það var erfitt fyrir mig. Svo meiddist í nokkrum sinnum en ég held líka að þetta hafi verið andlegt, að spila og vera svo ekki að spila. Það hægir á manni. Þetta var lítið af öllu, þjálfarinn, liðið og leikstaðan. Þetta hafði allt áhrif,“ sagði Pogba um vandræði sín í Manchester. Að segja að félagið hafi skipt um þjálfara árlega stenst þó ekki skoðun þar sem José Mourinho stýrði liðinu frá því Pogba kom sumarið 2016 fram í desember 2018. Ole Gunnar Solskjær tók þá við og stýrði liðinu þangað til undir lok árs 2021. Eftir það tók Michael Carrick við í þrjá leiki og svo kom Ralf Rangnick inn og kláraði síðustu leiktíð sem þjálfari Man United. Það voru því aðeins tveir þjálfarar við stjórnvölin nær allan tíma Pogba hjá félaginu. Pogba ákvað á endanum að skrifa ekki undir nýjan samning við Man United þar sem honum fannst þau himinháu laun sem félagið bauð honum ekki vera nægilega há. Nú er hann kominn aftur til Ítalíu og getur ekki beðið eftir að sýna sig og sanna en Pogba skrifaði undir fjögurra ára samning við Juventus. „Nú, þegar ég hef skipt um umhverfi, munuð þið sjá annan Paul Pogba. Ég get spilað mun betur en ég hef gert á undanförnum árum. Ég er ánægður með að vera kominn heim, þannig líður mér hér. Þetta er eitthvað meira en aðeins draumur, ég er mjög hamingjusamur.“ Getting started! #ForzaJuve pic.twitter.com/Fd1CEnbTDi— Paul Pogba (@paulpogba) July 12, 2022 „Það voru önnur lið sem sýndu áhuga en hjarta mitt valdi Juventus. Mér leið vel hér áður og líður vel hér núna. Ég get ekki beðið eftir að byrja og hjálpa liðinu. Ég vonast til að gera betur en síðast,“ sagði Pogba að endingu í viðtalinu. Það gæti reynst þrautin þyngri þar sem Juventus-liðið sem Pogba var í frá 2012 til 2016 bar höfuð og herðar yfir öll önnur lið Ítalíu. Liðið vann hvern titilinn á fætur öðrum en nú er tíðin önnur. Mílanó-liðin tvö, AC og Inter, hafa unnið deildina undanfarin tvö ár og Juventus má muna sinn fífil fegurri.
Fótbolti Ítalski boltinn Enski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Fleiri fréttir Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti