Keflavík og Leiknir R. með óvænta en örugga sigra á meðan Fram tapar ekki í Úlfarsárdal Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. júlí 2022 11:00 Sebastian Hedlund sá rautt og Valur fékk 0 stig. Vísir/Tjörvi Týr Þrír leikir fóru fram í Bestu deild karla í fótbolta á mánudag. Keflavík vann öruggan 3-0 útisigur á Val og sömu sögu er að segja af Leikni Reykjavík sem heimsótti Stjörnuna í Garðabæ. Þá vann Fram 1-0 sigur á FH. Þegar sléttur hálftími var liðinn í leik Vals og Keflavíkur átti sér stað atvik sem átti eftir að breyta gangi leiksins. Sebastian Hedlund reif þá Patrik Johannesen niður í þann mund er framherjinn var að fara skófla boltanum yfir línuna. Rautt spjald fór á loft og vítaspyrna dæmd. Úr spyrnunni skoraði Johannesen sjálfur og Keflavík var yfir í hálfleik. Í þeim síðari óðu gestirnir í færum en það var ekki fyrr en stundarfjórðungur lifði leiks sem Adam Ægir Pálsson kom Keflavík í 2-0 með snyrtilegri afgreiðslu framhjá Frederik Schram sem var að leika sinn fyrsta leik í marki Vals. Rúnar Þór Sigurgeirsson gulltryggði svo sigurinn er hann slapp í gegn á 86. mínútu og setti boltann milli fóta markvarðar Vals. Leiknum lauk með þriggja marka sigri Keflavíkur og var Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, allt annað en sáttur með hugarfar sinna manna að leik loknum. Klippa: Besta deild karla: Valur 0-3 Keflavík Í Garðabæ var Leiknir Reykjavík í heimsókn en gestirnir lönduðu sínum fyrsta sigri í umferðinni á undan. Einn sigurleikur varð að tveimur en Leiknismenn fóru mikinn í fyrri hálfleik og gerðu svo gott sem út um leikinn. Bjarki Aðalsteinsson kom Leikni yfir strax á 7. mínútu og Róbert Hauksson tvöfaldaði forystuna með laglegu marki eftir rúmlega hálftíma leik. Mikkel Dahl slapp svo í gegn rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og skoraði í autt markið eftir að hafa farið framhjá Haraldi Björnssyni, markverði Stjörnunnar. Dahl virkaði rangstæður á því sjónarhorni sem sást í sjónvarpinu en það þýðir lítið að deila við dómarann. Staðan 0-3 í hálfleik og urðu það einnig lokatölur leiksins. Klippa: Besta deild karla: Stjarnan 0-3 Leiknir Reykjavík Í Úlfarsárdal í Grafarholti var FH í heimsókn. Gestirnir hafa ekki enn unnið leik síðan Eiður Smári Guðjohnsen og Sigurvin Ólafsson tóku við sem þjálfarateymi liðsins og þurfa þeir að bíða áfram. Fram vann 1-0 sigur þökk sé marki Tiago Manuel Da Silva Fernandes í upphafi síðari hálfleiks. Fram er því enn ósigrað á nýjum heimavelli í sínum og gleðin mikil í Grafarholtinu. Klippa: Besta deild karla: Fram 1-0 FH Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Keflavík ÍF Leiknir Reykjavík Fram Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Fleiri fréttir Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Sjá meira
Þegar sléttur hálftími var liðinn í leik Vals og Keflavíkur átti sér stað atvik sem átti eftir að breyta gangi leiksins. Sebastian Hedlund reif þá Patrik Johannesen niður í þann mund er framherjinn var að fara skófla boltanum yfir línuna. Rautt spjald fór á loft og vítaspyrna dæmd. Úr spyrnunni skoraði Johannesen sjálfur og Keflavík var yfir í hálfleik. Í þeim síðari óðu gestirnir í færum en það var ekki fyrr en stundarfjórðungur lifði leiks sem Adam Ægir Pálsson kom Keflavík í 2-0 með snyrtilegri afgreiðslu framhjá Frederik Schram sem var að leika sinn fyrsta leik í marki Vals. Rúnar Þór Sigurgeirsson gulltryggði svo sigurinn er hann slapp í gegn á 86. mínútu og setti boltann milli fóta markvarðar Vals. Leiknum lauk með þriggja marka sigri Keflavíkur og var Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, allt annað en sáttur með hugarfar sinna manna að leik loknum. Klippa: Besta deild karla: Valur 0-3 Keflavík Í Garðabæ var Leiknir Reykjavík í heimsókn en gestirnir lönduðu sínum fyrsta sigri í umferðinni á undan. Einn sigurleikur varð að tveimur en Leiknismenn fóru mikinn í fyrri hálfleik og gerðu svo gott sem út um leikinn. Bjarki Aðalsteinsson kom Leikni yfir strax á 7. mínútu og Róbert Hauksson tvöfaldaði forystuna með laglegu marki eftir rúmlega hálftíma leik. Mikkel Dahl slapp svo í gegn rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og skoraði í autt markið eftir að hafa farið framhjá Haraldi Björnssyni, markverði Stjörnunnar. Dahl virkaði rangstæður á því sjónarhorni sem sást í sjónvarpinu en það þýðir lítið að deila við dómarann. Staðan 0-3 í hálfleik og urðu það einnig lokatölur leiksins. Klippa: Besta deild karla: Stjarnan 0-3 Leiknir Reykjavík Í Úlfarsárdal í Grafarholti var FH í heimsókn. Gestirnir hafa ekki enn unnið leik síðan Eiður Smári Guðjohnsen og Sigurvin Ólafsson tóku við sem þjálfarateymi liðsins og þurfa þeir að bíða áfram. Fram vann 1-0 sigur þökk sé marki Tiago Manuel Da Silva Fernandes í upphafi síðari hálfleiks. Fram er því enn ósigrað á nýjum heimavelli í sínum og gleðin mikil í Grafarholtinu. Klippa: Besta deild karla: Fram 1-0 FH Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Keflavík ÍF Leiknir Reykjavík Fram Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Fleiri fréttir Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Sjá meira