Sex sjúkrabílar biðu í röð fyrir utan Landspítala Árni Sæberg skrifar 27. júní 2022 16:57 Vernharð Guðnason, deildarstjóri á aðgerðasviði Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, segir það ekki stofna neinum í hættu þótt sjúkrabílar þurfi að bíða fyrir utan Landspítala með sjúklinga innanborðs. Vísir/Baldur Á dögunum kom upp sú leiðinlega staða að sjúkraflutningamenn gátu ekki skilað af sér sjúklingum þar sem ekki var pláss fyrir þá inni á Landspítala. Því þurftu þeir einfaldlega að bíða í röð fyrir utan. Að sögn Vernharðs Þorleifssonar, deildarstjóra á aðgerðasviði hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, kemur einstöku sinnum fyrir að smá biðröð myndist fyrir utan spítalann en þó sjaldan jafnlöng og sú sem sjá má í myndbandi sem Vísir hefur undir höndum. Það sýnir sex sjúkrabíla bíða fyrir utan Landspítalann við Hringbraut, alla með sjúkling aftur í. Vernharð segir að það séu um það bil tvær vikur síðan myndbandið var tekið og álíka staða hafi ekki komið upp síðan þá. Vísir greindi síðast frá því að sjúklingar þyrftu að bíða á sjúkrabörum í sjúkrabílum fyrir utan Landspítala í mars síðastliðnum. Þá var það vegna áhrifa faraldurs kórónuveirunnar. Hefur engin áhrif á alvarlega veika eða slasaða Vernharð segir að slökkviliðið og spítalinn sinni ávallt þeim sem eru alvarlega veikir eða slasaðir, án tafar. Þeir sem þurfi að bíða úti í bíl séu aðrir en þeir sem eru fluttir með forgangsflutningi. Af ríflega eitt hundrað sjúkraflutningum á dag séu einungis tuttugu til þrjátíu af þeim forgangsflutningar. Þar af séu svo langflestir forgangsflutningar ekki „akút“ í raun. „Þó við séum með sjúkraflutning þá er það ekkert himinn og jörð að farast. Það er bara þjónusta við heilbrigðiskerfið,“ segir Vernharð. Alltaf nægur mannskapur Þá segir hann að það hafi ekki alvarleg áhrif á starfsemi sjúkraflutninga þótt sex sjúkrabílar og áhafnir þeirra þurfi að bíða fyrir utan spítala í einhvern tíma. Slökkviliðið búi yfir 22 tveimur sjúkrabílum og hafi alltaf aukamannskap til taks. „En ef þetta væri viðvarandi ástand og við værum oft að lenda í þessu, þá hefði þetta áhrif á okkar getu til að sinna öðrum verkefnum,“ segir Vernharð. Að lokum segir hann að slökkviliðinu hafi tekist að manna allar vaktir síðastliðin tvö ár í heimsfaraldri Covid-19 þótt hann hafi haft áhrif á öll fyrirtæki í landinu og slökkviliðið auðvitað fundið fyrir þeim. „Við höfum náð að leysa öll þessi mál undanfarin tvö ár og við ætlum að halda áfram að gera það. Þau eru leyst af því við eigum svo frábært starfsfólk,“ segir Vernharð Guðnason að lokum. Sjúkraflutningar Slökkvilið Landspítalinn Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Að sögn Vernharðs Þorleifssonar, deildarstjóra á aðgerðasviði hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, kemur einstöku sinnum fyrir að smá biðröð myndist fyrir utan spítalann en þó sjaldan jafnlöng og sú sem sjá má í myndbandi sem Vísir hefur undir höndum. Það sýnir sex sjúkrabíla bíða fyrir utan Landspítalann við Hringbraut, alla með sjúkling aftur í. Vernharð segir að það séu um það bil tvær vikur síðan myndbandið var tekið og álíka staða hafi ekki komið upp síðan þá. Vísir greindi síðast frá því að sjúklingar þyrftu að bíða á sjúkrabörum í sjúkrabílum fyrir utan Landspítala í mars síðastliðnum. Þá var það vegna áhrifa faraldurs kórónuveirunnar. Hefur engin áhrif á alvarlega veika eða slasaða Vernharð segir að slökkviliðið og spítalinn sinni ávallt þeim sem eru alvarlega veikir eða slasaðir, án tafar. Þeir sem þurfi að bíða úti í bíl séu aðrir en þeir sem eru fluttir með forgangsflutningi. Af ríflega eitt hundrað sjúkraflutningum á dag séu einungis tuttugu til þrjátíu af þeim forgangsflutningar. Þar af séu svo langflestir forgangsflutningar ekki „akút“ í raun. „Þó við séum með sjúkraflutning þá er það ekkert himinn og jörð að farast. Það er bara þjónusta við heilbrigðiskerfið,“ segir Vernharð. Alltaf nægur mannskapur Þá segir hann að það hafi ekki alvarleg áhrif á starfsemi sjúkraflutninga þótt sex sjúkrabílar og áhafnir þeirra þurfi að bíða fyrir utan spítala í einhvern tíma. Slökkviliðið búi yfir 22 tveimur sjúkrabílum og hafi alltaf aukamannskap til taks. „En ef þetta væri viðvarandi ástand og við værum oft að lenda í þessu, þá hefði þetta áhrif á okkar getu til að sinna öðrum verkefnum,“ segir Vernharð. Að lokum segir hann að slökkviliðinu hafi tekist að manna allar vaktir síðastliðin tvö ár í heimsfaraldri Covid-19 þótt hann hafi haft áhrif á öll fyrirtæki í landinu og slökkviliðið auðvitað fundið fyrir þeim. „Við höfum náð að leysa öll þessi mál undanfarin tvö ár og við ætlum að halda áfram að gera það. Þau eru leyst af því við eigum svo frábært starfsfólk,“ segir Vernharð Guðnason að lokum.
Sjúkraflutningar Slökkvilið Landspítalinn Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent