Af þingi í skólamál á Austurlandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. janúar 2025 16:13 Líneik tekur til starfa hjá Fjarðabyggð með vorinu. Vísir/Vilhelm Líneik Anna Sævarsdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, hefur verið ráðin stjórnandi fræðslumála og skólaþjónustu hjá Fjarðabyggð. Líneik, sem mun hefja störf með vorinu, hefur setið á þingi frá 2013, með hléi. Í tilkynningu á vef Fjarðabyggðar segir að staðan hafi verið auglýst laus til umsóknar í lok nóvember á síðasta ári og umsóknarfrestur runnið út á Þorláksmessu. Tvær umsóknir hafi borist. Líneik muni hefja störf „með vorinu“. „Líneik Anna var áður alþingismaður og er heldur ekki ókunn skólamálum í Fjarðabyggð en hún starfaði áður sem kennari og síðar skólastjóri við Grunnskólann á Fáskrúðsfirði, framkvæmdarstjóri Fræðslunets Austurlands og verkefnastjóri hjá Austurbrú. Einnig sat hún í sveitarstjórn Búðarhrepps og Austurbyggðar, ásamt ýmsum nefndum og ráðum sveitarfélagsins,“ segir á vef Fjarðabyggðar. Í október síðastliðnum greindi Líneik frá því að hún myndi ekki sækjast eftir áframhaldandi þingsetu í þingkosningunum í nóvember. Hún var fyrst kjörin á þing í kosningunum 2013. Hún náði ekki á þing í kosningunum 2016 þegar Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Björt framtíð mynduðu ríkisstjórn. Sú ríkisstjórn varð ekki langlíf, boða þurfti aftur til kosninga 2017 þar sem Líneik náði kjöri á ný. Líneik sat meðal annars í allsherjar- og menntamálanefnd á þingferli sínum. Líneik er með BS-próf í líffræði frá Háskóla Íslands, próf í uppeldis- og kennslufræðum til kennsluréttinda og diplóma í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands. Fjarðabyggð Skóla- og menntamál Framsóknarflokkurinn Alþingi Vistaskipti Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sjá meira
Í tilkynningu á vef Fjarðabyggðar segir að staðan hafi verið auglýst laus til umsóknar í lok nóvember á síðasta ári og umsóknarfrestur runnið út á Þorláksmessu. Tvær umsóknir hafi borist. Líneik muni hefja störf „með vorinu“. „Líneik Anna var áður alþingismaður og er heldur ekki ókunn skólamálum í Fjarðabyggð en hún starfaði áður sem kennari og síðar skólastjóri við Grunnskólann á Fáskrúðsfirði, framkvæmdarstjóri Fræðslunets Austurlands og verkefnastjóri hjá Austurbrú. Einnig sat hún í sveitarstjórn Búðarhrepps og Austurbyggðar, ásamt ýmsum nefndum og ráðum sveitarfélagsins,“ segir á vef Fjarðabyggðar. Í október síðastliðnum greindi Líneik frá því að hún myndi ekki sækjast eftir áframhaldandi þingsetu í þingkosningunum í nóvember. Hún var fyrst kjörin á þing í kosningunum 2013. Hún náði ekki á þing í kosningunum 2016 þegar Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Björt framtíð mynduðu ríkisstjórn. Sú ríkisstjórn varð ekki langlíf, boða þurfti aftur til kosninga 2017 þar sem Líneik náði kjöri á ný. Líneik sat meðal annars í allsherjar- og menntamálanefnd á þingferli sínum. Líneik er með BS-próf í líffræði frá Háskóla Íslands, próf í uppeldis- og kennslufræðum til kennsluréttinda og diplóma í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands.
Fjarðabyggð Skóla- og menntamál Framsóknarflokkurinn Alþingi Vistaskipti Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sjá meira