Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Árni Sæberg skrifar 22. janúar 2025 14:22 Maðurinn réðst að drengnum á ótilgreindum veitingastað í Mosfellsbæ. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur hlotið skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir líkamsárás og barnaverndarlagabrot fyrir að veitast að barni á veitingastað í Mosfellsbæ. Hann hélt því fram fyrir dómi að milda ætti refsingu hans vegna þess að barnið hafi átt upptök að átökunum. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp á mánudag, segir að maðurinn hafi tekið í hnakka drengs, ýtt honum áfram og gengið nokkur skref með hann í því taki og í kjölfarið eftir að drengurinn náði að losa sig tekið hann hálstaki, hrist hann til og öskrað á hann. Af þessu hafi drengurinn hlotið yfirborðsáverka á hálsi og maðurinn hafi sýnt honum vanvirðandi hegðun, yfirgang og ruddalegt athæfi. Játaði skýlaust Í dóminum segir að maðurinn hafi játað brot sín skýlaust samkvæmt ákæru og krafist þess að honum yrði ekki gerð refsins, til vara að hann yrði einungis dæmdur til greiðslu sektar en til þrautavara að hann yrði dæmdur til vægustu refsingar er lög leyfa. Þá hafi hann játað bótaskyldu en krafist þess að bótakrafa sem móðir drengsins lagði fram fyrir hans hönd, upp á eina milljón króna, yrði lækkuð. Drengurinn var með læti Við ákvörðun refsingar hafi dómurinn litið til þess að maðurinn hefði ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Þrátt fyrir að af málsgögnum yrði ráðið að drengurinn hafi verið með læti áður en maðurinn veittist að honum, væru ekki skilyrði til að líta til ákvæðis almennra hegningarlaga, sem maðurinn vísaði til, við ákvörðun refsingar. Ákvæðið mælir fyrir um að refsingu megi færa niður úr lágmarki þegar maður hefur framið brot í mikilli reiði eða geðæsingu, sem sá, er fyrir brotinu verður, hefur vakið hjá honum með ólögmætri árás eða stórfelldri móðgun. Refsing mannsins væri því hæfilega ákveðin þrjátíu daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Þá skyldi hann greiða móður drengins 250 þúsund krónur og 150 þúsund krónur í málskostnað. Þá greiði maðurinn allan sakarkostnað, rétt tæplega hálfa milljón króna. Mosfellsbær Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp á mánudag, segir að maðurinn hafi tekið í hnakka drengs, ýtt honum áfram og gengið nokkur skref með hann í því taki og í kjölfarið eftir að drengurinn náði að losa sig tekið hann hálstaki, hrist hann til og öskrað á hann. Af þessu hafi drengurinn hlotið yfirborðsáverka á hálsi og maðurinn hafi sýnt honum vanvirðandi hegðun, yfirgang og ruddalegt athæfi. Játaði skýlaust Í dóminum segir að maðurinn hafi játað brot sín skýlaust samkvæmt ákæru og krafist þess að honum yrði ekki gerð refsins, til vara að hann yrði einungis dæmdur til greiðslu sektar en til þrautavara að hann yrði dæmdur til vægustu refsingar er lög leyfa. Þá hafi hann játað bótaskyldu en krafist þess að bótakrafa sem móðir drengsins lagði fram fyrir hans hönd, upp á eina milljón króna, yrði lækkuð. Drengurinn var með læti Við ákvörðun refsingar hafi dómurinn litið til þess að maðurinn hefði ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Þrátt fyrir að af málsgögnum yrði ráðið að drengurinn hafi verið með læti áður en maðurinn veittist að honum, væru ekki skilyrði til að líta til ákvæðis almennra hegningarlaga, sem maðurinn vísaði til, við ákvörðun refsingar. Ákvæðið mælir fyrir um að refsingu megi færa niður úr lágmarki þegar maður hefur framið brot í mikilli reiði eða geðæsingu, sem sá, er fyrir brotinu verður, hefur vakið hjá honum með ólögmætri árás eða stórfelldri móðgun. Refsing mannsins væri því hæfilega ákveðin þrjátíu daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Þá skyldi hann greiða móður drengins 250 þúsund krónur og 150 þúsund krónur í málskostnað. Þá greiði maðurinn allan sakarkostnað, rétt tæplega hálfa milljón króna.
Mosfellsbær Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira